Segir Norðlingaölduveitu bæði hagkvæma og umhverfisvæna Kristján Már Unnarsson skrifar 13. ágúst 2013 18:38 Landsvirkjun hefur kynnt iðnaðarráðherra breytta útfærslu Norðlingaölduveitu og kveðst Ragnheiður Elín Árnadóttir eftir ferð á svæðið enn sannfærðari en áður um að þann kost megi nýta til raforkuframleiðslu án þess að Þjórsárver skaðist. Það var fyrir helgi sem ráðherrann fór með Landsvirkjunarmönnum að skoða nýja virkjunarkosti á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Ráðherrann skoðaði meðal annars Norðlingaöldu þar sem Landsvirkjun vill stífla efri Þjórsá til að veita vatninu yfir til Þórisvatns um jarðgöng. Fyrri ríkisstjórn hafði sett Norðlingaölduveitu í verndarflokk og stóð til að stækka friðland Þjórsárvera til að útiloka þennan orkukost. Ragnheiður Elín kveðst vilja taka skýrt fram að það sé enginn ágreiningur um það að friða Þjórsárver og telur að allir séu sammála um að Þjórsárver beri að friða. Hún kveðst hafa sannfærst enn frekar eftir þessa ferð að sátt megi ná um málið ef menn ræði það yfirvegað. Landsvirkjunarmenn kynntu ráðherranum nýjar hugmyndir sem þeir vinna nú að um breytta tilhögun, sem felur í sér að minnka Norðlingaöldulón þannig að það nái ekki inn í svokallað Eyvafen og að stýra rennsli á fossana fyrir neðan þannig að ásýnd þeirra haldist yfir sumartímann en þeir eru Kjálkaversfoss, Dynkur og Gljúfurleitarfoss.Fossinn Dynkur.Ráðherrann telur Norðlingaölduveitu einn besta orkukostinn sem völ sé á. „Þetta er ekki bara hagkvæmur virkjunar- eða veitukostur heldur líka ákaflega umhverfisvænn þar sem þarna er verið að nýta vatnið í Þjórsá með enn betri hætti en nú er gert með því að veita vatninu í gegnum enn fleiri virkjanir," segir Ragnheiður Elín í viðtali á Stöð 2. Hún hvetur til breyttrar umræðu og menn komi upp úr skotgröfunum. Kominn sé tími til að breikka umræðuna og hætta að gera þá að andstæðingum sem vilja nýta náttúruna og þá sem vilja njóta hennar. Þetta séu ekki andstæð sjónarmið og geti vel farið saman. „Ég er sannfærð um það." Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Landsvirkjun hefur kynnt iðnaðarráðherra breytta útfærslu Norðlingaölduveitu og kveðst Ragnheiður Elín Árnadóttir eftir ferð á svæðið enn sannfærðari en áður um að þann kost megi nýta til raforkuframleiðslu án þess að Þjórsárver skaðist. Það var fyrir helgi sem ráðherrann fór með Landsvirkjunarmönnum að skoða nýja virkjunarkosti á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Ráðherrann skoðaði meðal annars Norðlingaöldu þar sem Landsvirkjun vill stífla efri Þjórsá til að veita vatninu yfir til Þórisvatns um jarðgöng. Fyrri ríkisstjórn hafði sett Norðlingaölduveitu í verndarflokk og stóð til að stækka friðland Þjórsárvera til að útiloka þennan orkukost. Ragnheiður Elín kveðst vilja taka skýrt fram að það sé enginn ágreiningur um það að friða Þjórsárver og telur að allir séu sammála um að Þjórsárver beri að friða. Hún kveðst hafa sannfærst enn frekar eftir þessa ferð að sátt megi ná um málið ef menn ræði það yfirvegað. Landsvirkjunarmenn kynntu ráðherranum nýjar hugmyndir sem þeir vinna nú að um breytta tilhögun, sem felur í sér að minnka Norðlingaöldulón þannig að það nái ekki inn í svokallað Eyvafen og að stýra rennsli á fossana fyrir neðan þannig að ásýnd þeirra haldist yfir sumartímann en þeir eru Kjálkaversfoss, Dynkur og Gljúfurleitarfoss.Fossinn Dynkur.Ráðherrann telur Norðlingaölduveitu einn besta orkukostinn sem völ sé á. „Þetta er ekki bara hagkvæmur virkjunar- eða veitukostur heldur líka ákaflega umhverfisvænn þar sem þarna er verið að nýta vatnið í Þjórsá með enn betri hætti en nú er gert með því að veita vatninu í gegnum enn fleiri virkjanir," segir Ragnheiður Elín í viðtali á Stöð 2. Hún hvetur til breyttrar umræðu og menn komi upp úr skotgröfunum. Kominn sé tími til að breikka umræðuna og hætta að gera þá að andstæðingum sem vilja nýta náttúruna og þá sem vilja njóta hennar. Þetta séu ekki andstæð sjónarmið og geti vel farið saman. „Ég er sannfærð um það."
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira