Segir Norðlingaölduveitu bæði hagkvæma og umhverfisvæna Kristján Már Unnarsson skrifar 13. ágúst 2013 18:38 Landsvirkjun hefur kynnt iðnaðarráðherra breytta útfærslu Norðlingaölduveitu og kveðst Ragnheiður Elín Árnadóttir eftir ferð á svæðið enn sannfærðari en áður um að þann kost megi nýta til raforkuframleiðslu án þess að Þjórsárver skaðist. Það var fyrir helgi sem ráðherrann fór með Landsvirkjunarmönnum að skoða nýja virkjunarkosti á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Ráðherrann skoðaði meðal annars Norðlingaöldu þar sem Landsvirkjun vill stífla efri Þjórsá til að veita vatninu yfir til Þórisvatns um jarðgöng. Fyrri ríkisstjórn hafði sett Norðlingaölduveitu í verndarflokk og stóð til að stækka friðland Þjórsárvera til að útiloka þennan orkukost. Ragnheiður Elín kveðst vilja taka skýrt fram að það sé enginn ágreiningur um það að friða Þjórsárver og telur að allir séu sammála um að Þjórsárver beri að friða. Hún kveðst hafa sannfærst enn frekar eftir þessa ferð að sátt megi ná um málið ef menn ræði það yfirvegað. Landsvirkjunarmenn kynntu ráðherranum nýjar hugmyndir sem þeir vinna nú að um breytta tilhögun, sem felur í sér að minnka Norðlingaöldulón þannig að það nái ekki inn í svokallað Eyvafen og að stýra rennsli á fossana fyrir neðan þannig að ásýnd þeirra haldist yfir sumartímann en þeir eru Kjálkaversfoss, Dynkur og Gljúfurleitarfoss.Fossinn Dynkur.Ráðherrann telur Norðlingaölduveitu einn besta orkukostinn sem völ sé á. „Þetta er ekki bara hagkvæmur virkjunar- eða veitukostur heldur líka ákaflega umhverfisvænn þar sem þarna er verið að nýta vatnið í Þjórsá með enn betri hætti en nú er gert með því að veita vatninu í gegnum enn fleiri virkjanir," segir Ragnheiður Elín í viðtali á Stöð 2. Hún hvetur til breyttrar umræðu og menn komi upp úr skotgröfunum. Kominn sé tími til að breikka umræðuna og hætta að gera þá að andstæðingum sem vilja nýta náttúruna og þá sem vilja njóta hennar. Þetta séu ekki andstæð sjónarmið og geti vel farið saman. „Ég er sannfærð um það." Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Landsvirkjun hefur kynnt iðnaðarráðherra breytta útfærslu Norðlingaölduveitu og kveðst Ragnheiður Elín Árnadóttir eftir ferð á svæðið enn sannfærðari en áður um að þann kost megi nýta til raforkuframleiðslu án þess að Þjórsárver skaðist. Það var fyrir helgi sem ráðherrann fór með Landsvirkjunarmönnum að skoða nýja virkjunarkosti á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Ráðherrann skoðaði meðal annars Norðlingaöldu þar sem Landsvirkjun vill stífla efri Þjórsá til að veita vatninu yfir til Þórisvatns um jarðgöng. Fyrri ríkisstjórn hafði sett Norðlingaölduveitu í verndarflokk og stóð til að stækka friðland Þjórsárvera til að útiloka þennan orkukost. Ragnheiður Elín kveðst vilja taka skýrt fram að það sé enginn ágreiningur um það að friða Þjórsárver og telur að allir séu sammála um að Þjórsárver beri að friða. Hún kveðst hafa sannfærst enn frekar eftir þessa ferð að sátt megi ná um málið ef menn ræði það yfirvegað. Landsvirkjunarmenn kynntu ráðherranum nýjar hugmyndir sem þeir vinna nú að um breytta tilhögun, sem felur í sér að minnka Norðlingaöldulón þannig að það nái ekki inn í svokallað Eyvafen og að stýra rennsli á fossana fyrir neðan þannig að ásýnd þeirra haldist yfir sumartímann en þeir eru Kjálkaversfoss, Dynkur og Gljúfurleitarfoss.Fossinn Dynkur.Ráðherrann telur Norðlingaölduveitu einn besta orkukostinn sem völ sé á. „Þetta er ekki bara hagkvæmur virkjunar- eða veitukostur heldur líka ákaflega umhverfisvænn þar sem þarna er verið að nýta vatnið í Þjórsá með enn betri hætti en nú er gert með því að veita vatninu í gegnum enn fleiri virkjanir," segir Ragnheiður Elín í viðtali á Stöð 2. Hún hvetur til breyttrar umræðu og menn komi upp úr skotgröfunum. Kominn sé tími til að breikka umræðuna og hætta að gera þá að andstæðingum sem vilja nýta náttúruna og þá sem vilja njóta hennar. Þetta séu ekki andstæð sjónarmið og geti vel farið saman. „Ég er sannfærð um það."
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira