Kennari í Vesturbæjarskóla talinn leggja nemendur í einelti María Lilja Þrastardóttir skrifar 20. september 2013 19:03 Á fundi foreldra í bekk á miðstigi við Vesturbæjarskóla, sem haldinn var í vikunni var ákvörðun tekin um að taka málið lengra út fyrir skólann og tilkynna einelti kennarans viðeigandi yfirvöldum til rannsóknar. Foreldrarnir hyggjast einnig fara fram á rannsókn um hvort skólastjórnendur hafi brugðist skyldum sínum í meðferð málsins, meðal annars með því að taka frekar undir með málstað kennarans og víkja ekki viðkomandi frá störfum á meðan á rannsókn stóð. Í fundargerð foreldra, sem fréttastofa hefur í höndum segir;„Á fundinum kom í ljós að ekki er um einangrað ofbeldi gagnvart einum nemanda að ræða, heldur hafa aðrir nemendur verið beittir ofbeldi, niðurlægðir og margir krakkar í bekknum miður sín efir að hafa orðið viti af þessu.“ Þar segir jafnframt;„Skólastjóri hlýtur að vera ábyrgur fyrir þessu en hann hefur vikið sér undan í málinu og tekið málsstað kennarans.“ Settur skólastjóri í vesturbæjarskóla fór í veikindaleyfi í gær og vildi ekki tjá sig við fréttastofu um málið. Þá tókst ekki að ná tali af kennaranum sem um ræðir. Foreldri sem fréttastofa ræddi við í dag sagði það sæta mikilli furðu að mál sem þessi væru aðeins rannsökuð innnan skólanna sjálfra en ekki af hlutlausum aðila. Þá væri einnig undarlegt að í ljósi mikils átaks í að innleiða Olewusaráætlunina, um meðferð eineltis, í skóla væri ekkert eftirlit með því hvort henni væri framfylgt. Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur, staðfesti við fréttastofu að sér væri kunnugt um málið en frábað sér frá viðtölum að sinni, eða þangað til að formleg tilkynning hefði borist. Hún tók einnig undir með foreldrinu og sagði fullt tilefni til þess að skoða eftirfylgni með eineltisáætlunum. Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Á fundi foreldra í bekk á miðstigi við Vesturbæjarskóla, sem haldinn var í vikunni var ákvörðun tekin um að taka málið lengra út fyrir skólann og tilkynna einelti kennarans viðeigandi yfirvöldum til rannsóknar. Foreldrarnir hyggjast einnig fara fram á rannsókn um hvort skólastjórnendur hafi brugðist skyldum sínum í meðferð málsins, meðal annars með því að taka frekar undir með málstað kennarans og víkja ekki viðkomandi frá störfum á meðan á rannsókn stóð. Í fundargerð foreldra, sem fréttastofa hefur í höndum segir;„Á fundinum kom í ljós að ekki er um einangrað ofbeldi gagnvart einum nemanda að ræða, heldur hafa aðrir nemendur verið beittir ofbeldi, niðurlægðir og margir krakkar í bekknum miður sín efir að hafa orðið viti af þessu.“ Þar segir jafnframt;„Skólastjóri hlýtur að vera ábyrgur fyrir þessu en hann hefur vikið sér undan í málinu og tekið málsstað kennarans.“ Settur skólastjóri í vesturbæjarskóla fór í veikindaleyfi í gær og vildi ekki tjá sig við fréttastofu um málið. Þá tókst ekki að ná tali af kennaranum sem um ræðir. Foreldri sem fréttastofa ræddi við í dag sagði það sæta mikilli furðu að mál sem þessi væru aðeins rannsökuð innnan skólanna sjálfra en ekki af hlutlausum aðila. Þá væri einnig undarlegt að í ljósi mikils átaks í að innleiða Olewusaráætlunina, um meðferð eineltis, í skóla væri ekkert eftirlit með því hvort henni væri framfylgt. Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur, staðfesti við fréttastofu að sér væri kunnugt um málið en frábað sér frá viðtölum að sinni, eða þangað til að formleg tilkynning hefði borist. Hún tók einnig undir með foreldrinu og sagði fullt tilefni til þess að skoða eftirfylgni með eineltisáætlunum.
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira