Eurovision-stjörnur framleiddar á Dalvík Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 5. febrúar 2013 06:00 Hjartað slær á dalvík Dalvíkingar hafa séð landsmönnum fyrir fimm eurovision-þátttakendum hingað til og segir Matti þá enn eiga nóg inni. „Þetta hlýtur að vera tilviljun en þetta er samt mjög dularfullt," segir Eurovision-farinn og Dalvíkingurinn Matti Matt, inntur eftir svörum við því hvað geri Dalvíkinga svo farsæla í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Frá því Ísland tók fyrst þátt í Eurovision árið 1986 hafa 32 flytjendur farið utan fyrir okkar hönd. Þegar Eyþór Ingi sigraði undankeppnina hér heima síðastliðið laugardagskvöld varð hann fimmti Dalvíkingurinn til að standa í þeim sporum, séu talin með þau Pálmi Gunnarsson og Hera Björk sem bæði bjuggu í bænum um tíma. Eyþór Ingi, Matti Matt og Friðrik Ómar eru svo allir uppaldir á Dalvík. „Það hefur alltaf verið mikil stemning fyrir keppninni í bænum, rétt eins og annars staðar á landinu, en Dalvík er enginn sérstakur Euro-bær," segir Matti. „Kaldi ætti kannski að íhuga að búa til sérstakan Eurovision-bjór því ég held að hann sé það eina sem við höfum verið að drekka annað en fólk annars staðar á landinu," bætir hann við hlæjandi, spurður hvað sé í vatninu á Dalvík. Hann segist þess fullviss að Dalvíkingar eigi enn nóg inni og er sannfærður um að fleiri Eurovision-farar eigi eftir að koma frá bænum. „Mér detta strax í hug þrír sem koma vel til greina. en þeir eru pottþétt fleiri. Það er svo ótrúlega mikið af góðu söngfólki þarna," segir hann. Tæplega 1.900 manns búa á Dalvík og því ágætis hlutfall sem hefur sigrað íslensku undankeppnina. „Þetta er svona álíka og ef þessir fimm flytjendur kæmu úr löngu blokkinni í Fellunum í Breiðholtinu, það búa álíka margir þar og á Dalvík. Geri aðrir betur," segir Matti. Hann studdi bæjarbróður sinn að sjálfsögðu síðasta laugardagskvöld. „Hjartað slær auðvitað alltaf með Dalvíkingum. Í þokkabót er Eyþór góður vinur minn og Pétur Örn einn af mínum albestu vinum, svo það var fagnað vel og innilega þegar lagið þeirra sigraði. Sjö ára sonur minn orðaði þetta best þegar hann sagðist vera kominn með svima, hann væri svo glaður." Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Þetta hlýtur að vera tilviljun en þetta er samt mjög dularfullt," segir Eurovision-farinn og Dalvíkingurinn Matti Matt, inntur eftir svörum við því hvað geri Dalvíkinga svo farsæla í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Frá því Ísland tók fyrst þátt í Eurovision árið 1986 hafa 32 flytjendur farið utan fyrir okkar hönd. Þegar Eyþór Ingi sigraði undankeppnina hér heima síðastliðið laugardagskvöld varð hann fimmti Dalvíkingurinn til að standa í þeim sporum, séu talin með þau Pálmi Gunnarsson og Hera Björk sem bæði bjuggu í bænum um tíma. Eyþór Ingi, Matti Matt og Friðrik Ómar eru svo allir uppaldir á Dalvík. „Það hefur alltaf verið mikil stemning fyrir keppninni í bænum, rétt eins og annars staðar á landinu, en Dalvík er enginn sérstakur Euro-bær," segir Matti. „Kaldi ætti kannski að íhuga að búa til sérstakan Eurovision-bjór því ég held að hann sé það eina sem við höfum verið að drekka annað en fólk annars staðar á landinu," bætir hann við hlæjandi, spurður hvað sé í vatninu á Dalvík. Hann segist þess fullviss að Dalvíkingar eigi enn nóg inni og er sannfærður um að fleiri Eurovision-farar eigi eftir að koma frá bænum. „Mér detta strax í hug þrír sem koma vel til greina. en þeir eru pottþétt fleiri. Það er svo ótrúlega mikið af góðu söngfólki þarna," segir hann. Tæplega 1.900 manns búa á Dalvík og því ágætis hlutfall sem hefur sigrað íslensku undankeppnina. „Þetta er svona álíka og ef þessir fimm flytjendur kæmu úr löngu blokkinni í Fellunum í Breiðholtinu, það búa álíka margir þar og á Dalvík. Geri aðrir betur," segir Matti. Hann studdi bæjarbróður sinn að sjálfsögðu síðasta laugardagskvöld. „Hjartað slær auðvitað alltaf með Dalvíkingum. Í þokkabót er Eyþór góður vinur minn og Pétur Örn einn af mínum albestu vinum, svo það var fagnað vel og innilega þegar lagið þeirra sigraði. Sjö ára sonur minn orðaði þetta best þegar hann sagðist vera kominn með svima, hann væri svo glaður."
Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira