Hús Hannesar Hafstein opnað almenningi 4. febrúar 2013 17:30 Grundarstígur 10 verður opnaður almenningi næstu helgi. Hannes Hafstein ráðherra byggði húsið árið 1915. Myndir/GVA „Hannes Hafstein byggði þetta hús yfir fjölskyldu sína árið 1915 í kjölfarið á Reykjavíkurbrunanum mikla. Húsið er rammbyggt og eitt af fyrstu steinsteyptu húsunum í Reykjavík," segir Ragnheiður Jónsdóttir, sem fer fyrir sjálfseignarstofnuninni Hannesarholti. Ragnheiður og fjölskylda hennar festu kaup á Grundarstíg 10 árið 2007 í þeim tilgangi að gera það upp og opna það almenningi. „Mín tilfinning varð strax sú að fólk þyrfti að fá að nota þetta hús, ég myndi ekki búa í því sjálf," segir Ragnheiður. „Hús frá þessum tíma eru hluti af sögu sem við höfum ekki góðan aðgang að. Við heimsækjum Árbæjarsafn og förum á veitingastaði í gömlum timburhúsum en oftar en ekki eru hús frá þessum tíma í einkaeigu. Hér bjó skáld og stjórnmálamaður sem kemur mikið við sögu þjóðarinnar og húsið því partur af menningararfi okkar. Það fylgir því sérstök tilfinning að ganga inn í svona hús," útskýrir Ragnheiður og segir fjölskrúðugt líf hafa verið í húsinu alla tíð. „Hannes bjó hér í sjö ár með börnum sínum, móður og tengdamóður en konan hans var fallin frá. Húsið var síðan í eigu sömu fjölskyldu allt frá árinu 1929 og þar til við kaupum það árið 2007. Hér var einnig ýmiss konar atvinnustarfsemi, svo sem sófagerð, efnagerð, snyrtistofa, lögfræðistofa og leirmunaverkstæði. Það góða við húsið er að mikil virðing hefur verið borin fyrir því gegnum árin, ekkert skemmt og engu hent. Þá byggðum við viðbyggingu í garðinum sem verður tónlistarsalur." En hvert verður hlutverk hússins? „Ég lít á húsið sem félagsheimili og vonast til þess að það verði staður þar sem fólk kemur saman til uppbyggilegra hluta. Hægt verður að leigja húsið undir margs konar starfsemi en ég sé fyrir mér að með því að líta til baka til þess tíma þegar Reykjavík er að verða að borg getum við hlúð að rótum okkar og rifjað upp hver við erum. Íslendingar eru kraftmiklir og nýjungagjarnir og fá samfélög hafa breyst jafn hratt á jafn stuttum tíma. En vegna þess höfum við kannski týnt okkur. Í þessu húsi vonumst við til að geta ræktað tengsl okkar við ræturnar og hlúð að því besta í menningu okkar."Uppbyggilegt félagsheimili. „Í þessu húsi vonumst við til að geta ræktað tengsl okkar við ræturnar og hlúð að því besta í menningu okkar,“ segir Ragnheiður.Hannesarholt á Grundarstíg 10 verður opnað þann 8. febrúar og fyrsti opni viðburðurinn verður á Vetrarhátíð þann 9. febrúar þegar Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur fjallar um myrkar bókmenntir og Vetrarbandalagið spilar. Kaffihús verður rekið í húsinu milli klukkan 11 og 18 alla virka daga. Nánar má forvitnast um Hannesarholt á Facebook og á hannesarholt.is. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
„Hannes Hafstein byggði þetta hús yfir fjölskyldu sína árið 1915 í kjölfarið á Reykjavíkurbrunanum mikla. Húsið er rammbyggt og eitt af fyrstu steinsteyptu húsunum í Reykjavík," segir Ragnheiður Jónsdóttir, sem fer fyrir sjálfseignarstofnuninni Hannesarholti. Ragnheiður og fjölskylda hennar festu kaup á Grundarstíg 10 árið 2007 í þeim tilgangi að gera það upp og opna það almenningi. „Mín tilfinning varð strax sú að fólk þyrfti að fá að nota þetta hús, ég myndi ekki búa í því sjálf," segir Ragnheiður. „Hús frá þessum tíma eru hluti af sögu sem við höfum ekki góðan aðgang að. Við heimsækjum Árbæjarsafn og förum á veitingastaði í gömlum timburhúsum en oftar en ekki eru hús frá þessum tíma í einkaeigu. Hér bjó skáld og stjórnmálamaður sem kemur mikið við sögu þjóðarinnar og húsið því partur af menningararfi okkar. Það fylgir því sérstök tilfinning að ganga inn í svona hús," útskýrir Ragnheiður og segir fjölskrúðugt líf hafa verið í húsinu alla tíð. „Hannes bjó hér í sjö ár með börnum sínum, móður og tengdamóður en konan hans var fallin frá. Húsið var síðan í eigu sömu fjölskyldu allt frá árinu 1929 og þar til við kaupum það árið 2007. Hér var einnig ýmiss konar atvinnustarfsemi, svo sem sófagerð, efnagerð, snyrtistofa, lögfræðistofa og leirmunaverkstæði. Það góða við húsið er að mikil virðing hefur verið borin fyrir því gegnum árin, ekkert skemmt og engu hent. Þá byggðum við viðbyggingu í garðinum sem verður tónlistarsalur." En hvert verður hlutverk hússins? „Ég lít á húsið sem félagsheimili og vonast til þess að það verði staður þar sem fólk kemur saman til uppbyggilegra hluta. Hægt verður að leigja húsið undir margs konar starfsemi en ég sé fyrir mér að með því að líta til baka til þess tíma þegar Reykjavík er að verða að borg getum við hlúð að rótum okkar og rifjað upp hver við erum. Íslendingar eru kraftmiklir og nýjungagjarnir og fá samfélög hafa breyst jafn hratt á jafn stuttum tíma. En vegna þess höfum við kannski týnt okkur. Í þessu húsi vonumst við til að geta ræktað tengsl okkar við ræturnar og hlúð að því besta í menningu okkar."Uppbyggilegt félagsheimili. „Í þessu húsi vonumst við til að geta ræktað tengsl okkar við ræturnar og hlúð að því besta í menningu okkar,“ segir Ragnheiður.Hannesarholt á Grundarstíg 10 verður opnað þann 8. febrúar og fyrsti opni viðburðurinn verður á Vetrarhátíð þann 9. febrúar þegar Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur fjallar um myrkar bókmenntir og Vetrarbandalagið spilar. Kaffihús verður rekið í húsinu milli klukkan 11 og 18 alla virka daga. Nánar má forvitnast um Hannesarholt á Facebook og á hannesarholt.is.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira