Hús Hannesar Hafstein opnað almenningi 4. febrúar 2013 17:30 Grundarstígur 10 verður opnaður almenningi næstu helgi. Hannes Hafstein ráðherra byggði húsið árið 1915. Myndir/GVA „Hannes Hafstein byggði þetta hús yfir fjölskyldu sína árið 1915 í kjölfarið á Reykjavíkurbrunanum mikla. Húsið er rammbyggt og eitt af fyrstu steinsteyptu húsunum í Reykjavík," segir Ragnheiður Jónsdóttir, sem fer fyrir sjálfseignarstofnuninni Hannesarholti. Ragnheiður og fjölskylda hennar festu kaup á Grundarstíg 10 árið 2007 í þeim tilgangi að gera það upp og opna það almenningi. „Mín tilfinning varð strax sú að fólk þyrfti að fá að nota þetta hús, ég myndi ekki búa í því sjálf," segir Ragnheiður. „Hús frá þessum tíma eru hluti af sögu sem við höfum ekki góðan aðgang að. Við heimsækjum Árbæjarsafn og förum á veitingastaði í gömlum timburhúsum en oftar en ekki eru hús frá þessum tíma í einkaeigu. Hér bjó skáld og stjórnmálamaður sem kemur mikið við sögu þjóðarinnar og húsið því partur af menningararfi okkar. Það fylgir því sérstök tilfinning að ganga inn í svona hús," útskýrir Ragnheiður og segir fjölskrúðugt líf hafa verið í húsinu alla tíð. „Hannes bjó hér í sjö ár með börnum sínum, móður og tengdamóður en konan hans var fallin frá. Húsið var síðan í eigu sömu fjölskyldu allt frá árinu 1929 og þar til við kaupum það árið 2007. Hér var einnig ýmiss konar atvinnustarfsemi, svo sem sófagerð, efnagerð, snyrtistofa, lögfræðistofa og leirmunaverkstæði. Það góða við húsið er að mikil virðing hefur verið borin fyrir því gegnum árin, ekkert skemmt og engu hent. Þá byggðum við viðbyggingu í garðinum sem verður tónlistarsalur." En hvert verður hlutverk hússins? „Ég lít á húsið sem félagsheimili og vonast til þess að það verði staður þar sem fólk kemur saman til uppbyggilegra hluta. Hægt verður að leigja húsið undir margs konar starfsemi en ég sé fyrir mér að með því að líta til baka til þess tíma þegar Reykjavík er að verða að borg getum við hlúð að rótum okkar og rifjað upp hver við erum. Íslendingar eru kraftmiklir og nýjungagjarnir og fá samfélög hafa breyst jafn hratt á jafn stuttum tíma. En vegna þess höfum við kannski týnt okkur. Í þessu húsi vonumst við til að geta ræktað tengsl okkar við ræturnar og hlúð að því besta í menningu okkar."Uppbyggilegt félagsheimili. „Í þessu húsi vonumst við til að geta ræktað tengsl okkar við ræturnar og hlúð að því besta í menningu okkar,“ segir Ragnheiður.Hannesarholt á Grundarstíg 10 verður opnað þann 8. febrúar og fyrsti opni viðburðurinn verður á Vetrarhátíð þann 9. febrúar þegar Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur fjallar um myrkar bókmenntir og Vetrarbandalagið spilar. Kaffihús verður rekið í húsinu milli klukkan 11 og 18 alla virka daga. Nánar má forvitnast um Hannesarholt á Facebook og á hannesarholt.is. Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Sjá meira
„Hannes Hafstein byggði þetta hús yfir fjölskyldu sína árið 1915 í kjölfarið á Reykjavíkurbrunanum mikla. Húsið er rammbyggt og eitt af fyrstu steinsteyptu húsunum í Reykjavík," segir Ragnheiður Jónsdóttir, sem fer fyrir sjálfseignarstofnuninni Hannesarholti. Ragnheiður og fjölskylda hennar festu kaup á Grundarstíg 10 árið 2007 í þeim tilgangi að gera það upp og opna það almenningi. „Mín tilfinning varð strax sú að fólk þyrfti að fá að nota þetta hús, ég myndi ekki búa í því sjálf," segir Ragnheiður. „Hús frá þessum tíma eru hluti af sögu sem við höfum ekki góðan aðgang að. Við heimsækjum Árbæjarsafn og förum á veitingastaði í gömlum timburhúsum en oftar en ekki eru hús frá þessum tíma í einkaeigu. Hér bjó skáld og stjórnmálamaður sem kemur mikið við sögu þjóðarinnar og húsið því partur af menningararfi okkar. Það fylgir því sérstök tilfinning að ganga inn í svona hús," útskýrir Ragnheiður og segir fjölskrúðugt líf hafa verið í húsinu alla tíð. „Hannes bjó hér í sjö ár með börnum sínum, móður og tengdamóður en konan hans var fallin frá. Húsið var síðan í eigu sömu fjölskyldu allt frá árinu 1929 og þar til við kaupum það árið 2007. Hér var einnig ýmiss konar atvinnustarfsemi, svo sem sófagerð, efnagerð, snyrtistofa, lögfræðistofa og leirmunaverkstæði. Það góða við húsið er að mikil virðing hefur verið borin fyrir því gegnum árin, ekkert skemmt og engu hent. Þá byggðum við viðbyggingu í garðinum sem verður tónlistarsalur." En hvert verður hlutverk hússins? „Ég lít á húsið sem félagsheimili og vonast til þess að það verði staður þar sem fólk kemur saman til uppbyggilegra hluta. Hægt verður að leigja húsið undir margs konar starfsemi en ég sé fyrir mér að með því að líta til baka til þess tíma þegar Reykjavík er að verða að borg getum við hlúð að rótum okkar og rifjað upp hver við erum. Íslendingar eru kraftmiklir og nýjungagjarnir og fá samfélög hafa breyst jafn hratt á jafn stuttum tíma. En vegna þess höfum við kannski týnt okkur. Í þessu húsi vonumst við til að geta ræktað tengsl okkar við ræturnar og hlúð að því besta í menningu okkar."Uppbyggilegt félagsheimili. „Í þessu húsi vonumst við til að geta ræktað tengsl okkar við ræturnar og hlúð að því besta í menningu okkar,“ segir Ragnheiður.Hannesarholt á Grundarstíg 10 verður opnað þann 8. febrúar og fyrsti opni viðburðurinn verður á Vetrarhátíð þann 9. febrúar þegar Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur fjallar um myrkar bókmenntir og Vetrarbandalagið spilar. Kaffihús verður rekið í húsinu milli klukkan 11 og 18 alla virka daga. Nánar má forvitnast um Hannesarholt á Facebook og á hannesarholt.is.
Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Sjá meira