Hús Hannesar Hafstein opnað almenningi 4. febrúar 2013 17:30 Grundarstígur 10 verður opnaður almenningi næstu helgi. Hannes Hafstein ráðherra byggði húsið árið 1915. Myndir/GVA „Hannes Hafstein byggði þetta hús yfir fjölskyldu sína árið 1915 í kjölfarið á Reykjavíkurbrunanum mikla. Húsið er rammbyggt og eitt af fyrstu steinsteyptu húsunum í Reykjavík," segir Ragnheiður Jónsdóttir, sem fer fyrir sjálfseignarstofnuninni Hannesarholti. Ragnheiður og fjölskylda hennar festu kaup á Grundarstíg 10 árið 2007 í þeim tilgangi að gera það upp og opna það almenningi. „Mín tilfinning varð strax sú að fólk þyrfti að fá að nota þetta hús, ég myndi ekki búa í því sjálf," segir Ragnheiður. „Hús frá þessum tíma eru hluti af sögu sem við höfum ekki góðan aðgang að. Við heimsækjum Árbæjarsafn og förum á veitingastaði í gömlum timburhúsum en oftar en ekki eru hús frá þessum tíma í einkaeigu. Hér bjó skáld og stjórnmálamaður sem kemur mikið við sögu þjóðarinnar og húsið því partur af menningararfi okkar. Það fylgir því sérstök tilfinning að ganga inn í svona hús," útskýrir Ragnheiður og segir fjölskrúðugt líf hafa verið í húsinu alla tíð. „Hannes bjó hér í sjö ár með börnum sínum, móður og tengdamóður en konan hans var fallin frá. Húsið var síðan í eigu sömu fjölskyldu allt frá árinu 1929 og þar til við kaupum það árið 2007. Hér var einnig ýmiss konar atvinnustarfsemi, svo sem sófagerð, efnagerð, snyrtistofa, lögfræðistofa og leirmunaverkstæði. Það góða við húsið er að mikil virðing hefur verið borin fyrir því gegnum árin, ekkert skemmt og engu hent. Þá byggðum við viðbyggingu í garðinum sem verður tónlistarsalur." En hvert verður hlutverk hússins? „Ég lít á húsið sem félagsheimili og vonast til þess að það verði staður þar sem fólk kemur saman til uppbyggilegra hluta. Hægt verður að leigja húsið undir margs konar starfsemi en ég sé fyrir mér að með því að líta til baka til þess tíma þegar Reykjavík er að verða að borg getum við hlúð að rótum okkar og rifjað upp hver við erum. Íslendingar eru kraftmiklir og nýjungagjarnir og fá samfélög hafa breyst jafn hratt á jafn stuttum tíma. En vegna þess höfum við kannski týnt okkur. Í þessu húsi vonumst við til að geta ræktað tengsl okkar við ræturnar og hlúð að því besta í menningu okkar."Uppbyggilegt félagsheimili. „Í þessu húsi vonumst við til að geta ræktað tengsl okkar við ræturnar og hlúð að því besta í menningu okkar,“ segir Ragnheiður.Hannesarholt á Grundarstíg 10 verður opnað þann 8. febrúar og fyrsti opni viðburðurinn verður á Vetrarhátíð þann 9. febrúar þegar Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur fjallar um myrkar bókmenntir og Vetrarbandalagið spilar. Kaffihús verður rekið í húsinu milli klukkan 11 og 18 alla virka daga. Nánar má forvitnast um Hannesarholt á Facebook og á hannesarholt.is. Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
„Hannes Hafstein byggði þetta hús yfir fjölskyldu sína árið 1915 í kjölfarið á Reykjavíkurbrunanum mikla. Húsið er rammbyggt og eitt af fyrstu steinsteyptu húsunum í Reykjavík," segir Ragnheiður Jónsdóttir, sem fer fyrir sjálfseignarstofnuninni Hannesarholti. Ragnheiður og fjölskylda hennar festu kaup á Grundarstíg 10 árið 2007 í þeim tilgangi að gera það upp og opna það almenningi. „Mín tilfinning varð strax sú að fólk þyrfti að fá að nota þetta hús, ég myndi ekki búa í því sjálf," segir Ragnheiður. „Hús frá þessum tíma eru hluti af sögu sem við höfum ekki góðan aðgang að. Við heimsækjum Árbæjarsafn og förum á veitingastaði í gömlum timburhúsum en oftar en ekki eru hús frá þessum tíma í einkaeigu. Hér bjó skáld og stjórnmálamaður sem kemur mikið við sögu þjóðarinnar og húsið því partur af menningararfi okkar. Það fylgir því sérstök tilfinning að ganga inn í svona hús," útskýrir Ragnheiður og segir fjölskrúðugt líf hafa verið í húsinu alla tíð. „Hannes bjó hér í sjö ár með börnum sínum, móður og tengdamóður en konan hans var fallin frá. Húsið var síðan í eigu sömu fjölskyldu allt frá árinu 1929 og þar til við kaupum það árið 2007. Hér var einnig ýmiss konar atvinnustarfsemi, svo sem sófagerð, efnagerð, snyrtistofa, lögfræðistofa og leirmunaverkstæði. Það góða við húsið er að mikil virðing hefur verið borin fyrir því gegnum árin, ekkert skemmt og engu hent. Þá byggðum við viðbyggingu í garðinum sem verður tónlistarsalur." En hvert verður hlutverk hússins? „Ég lít á húsið sem félagsheimili og vonast til þess að það verði staður þar sem fólk kemur saman til uppbyggilegra hluta. Hægt verður að leigja húsið undir margs konar starfsemi en ég sé fyrir mér að með því að líta til baka til þess tíma þegar Reykjavík er að verða að borg getum við hlúð að rótum okkar og rifjað upp hver við erum. Íslendingar eru kraftmiklir og nýjungagjarnir og fá samfélög hafa breyst jafn hratt á jafn stuttum tíma. En vegna þess höfum við kannski týnt okkur. Í þessu húsi vonumst við til að geta ræktað tengsl okkar við ræturnar og hlúð að því besta í menningu okkar."Uppbyggilegt félagsheimili. „Í þessu húsi vonumst við til að geta ræktað tengsl okkar við ræturnar og hlúð að því besta í menningu okkar,“ segir Ragnheiður.Hannesarholt á Grundarstíg 10 verður opnað þann 8. febrúar og fyrsti opni viðburðurinn verður á Vetrarhátíð þann 9. febrúar þegar Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur fjallar um myrkar bókmenntir og Vetrarbandalagið spilar. Kaffihús verður rekið í húsinu milli klukkan 11 og 18 alla virka daga. Nánar má forvitnast um Hannesarholt á Facebook og á hannesarholt.is.
Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent