Rúmlega helmingur vill halda í krónuna 4. febrúar 2013 07:00 Krónan Meirihluti landsmanna vill að krónan verði framtíðargjaldmiðill landsins samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Fleiri vilja halda krónunni nú en fyrir tveimur árum. Alls sögðust 52,6 prósent þeirra sem afstöðu tóku vilja að krónan verði framtíðargjaldmiðill á Íslandi, en 47,4 prósent sögðust ekki vilja krónuna áfram. Hlutfall þeirra sem vilja halda krónunni hefur hækkað verulega, en 40,5 prósent vildu halda krónunni í febrúar 2011, þegar afstaðan til hennar var könnuð síðast í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Enn færri, 38,1 prósent, voru þeirrar skoðunar í apríl 2009. Stuðningur við krónuna er afar misjafn eftir stjórnmálaskoðunum fólks. Meirihluti stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna vill halda krónunni, en lítill hluti stuðningsmanna Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar er sömu skoðunar, eins og sjá má hér til hliðar. Mikill munur er á afstöðu kynjanna til krónunnar. Minnihluti karla, 46 prósent, vill halda krónunni, en ríflegur meirihluti kvenna, 60,1 prósent. Einnig er talsverður munur á afstöðu fólks eftir aldri. Um 55,5 prósent fólks á bilinu 18 til 49 ára vilja að krónan verði framtíðargjaldmiðill Íslands, en 49 prósent 50 ára og eldri. Við framkvæmd könnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 var hringt í 1.382 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki. Hringt var miðvikudaginn 30. janúar og fimmtudaginn 31. janúar. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Vilt þú að krónan verði framtíðargjaldmiðill á Íslandi? Alls tóku 72,8 prósent þeirra sem tóku þátt afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Meirihluti landsmanna vill að krónan verði framtíðargjaldmiðill landsins samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Fleiri vilja halda krónunni nú en fyrir tveimur árum. Alls sögðust 52,6 prósent þeirra sem afstöðu tóku vilja að krónan verði framtíðargjaldmiðill á Íslandi, en 47,4 prósent sögðust ekki vilja krónuna áfram. Hlutfall þeirra sem vilja halda krónunni hefur hækkað verulega, en 40,5 prósent vildu halda krónunni í febrúar 2011, þegar afstaðan til hennar var könnuð síðast í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Enn færri, 38,1 prósent, voru þeirrar skoðunar í apríl 2009. Stuðningur við krónuna er afar misjafn eftir stjórnmálaskoðunum fólks. Meirihluti stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna vill halda krónunni, en lítill hluti stuðningsmanna Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar er sömu skoðunar, eins og sjá má hér til hliðar. Mikill munur er á afstöðu kynjanna til krónunnar. Minnihluti karla, 46 prósent, vill halda krónunni, en ríflegur meirihluti kvenna, 60,1 prósent. Einnig er talsverður munur á afstöðu fólks eftir aldri. Um 55,5 prósent fólks á bilinu 18 til 49 ára vilja að krónan verði framtíðargjaldmiðill Íslands, en 49 prósent 50 ára og eldri. Við framkvæmd könnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 var hringt í 1.382 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki. Hringt var miðvikudaginn 30. janúar og fimmtudaginn 31. janúar. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Vilt þú að krónan verði framtíðargjaldmiðill á Íslandi? Alls tóku 72,8 prósent þeirra sem tóku þátt afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira