Erlent

Auglýsingarnar ollu vonbrigðum

Áhorfendur vestanhafs og víðar urðu fyrir vonbrigðum með auglýsingarnar sem frumsýndar voru í sjónvarpsútsendingu frá leiknum um Ofurskálina (e. Super Bowl) í nótt.

Ólíklegt má telja að auglýsendur taki viðbrögðunum fagnandi enda kostar 30 sekúndna auglýsing um fjórar milljónir dollara eða sem nemur um hálfum milljarði íslenskra króna. Gagnrýnendur virtust á einu máli að nokkrar auglýsinganna hefðu verið vel heppnaðar en heilt yfir hefðu þær valdið vonbrigðum.

Enginn viðburður vestanhafs fær meira áhorf árlega en umræddur leikur. Fjölmargir þeirra sem á horfa hafa umfram allt gaman af auglýsingunum. Í myndbandinu hér fyrir ofan má sjá tíu auglýsingar sem voru meðal þeirra sem fengu betri viðtökur en aðrar.


Tengdar fréttir

Í hverju var Beyoncé Knowles?

"Allra augu eru á söngdívunni og drottningunni Beyoncé Knowles eftir Super Bowl framkomu gærkvöldsins. Það er því eiginlega ekki hægt komast hjá því að ræða það aðeins," skrifar Elísabet Gunnars tískubloggari á Trendnet.is.

Hrafnarnir frá Baltimore unnu leikinn um Ofurskálina

Baltimore Ravens er meistari í NFL-deildinni en liðið vann magnaðan sigur, 34-31, á San Francisco 49ers í Super Bowl í nótt. 49ers var lengi í gang, kom til baka og var ekki fjarri því að stela sigrinum.

Vann bróður sinn en kallar hann samt besta þjálfarann í NFL

John Harbaugh stýrði Baltimore Ravens til sigurs í ameríska fótboltanum í nótt en Ravens-liðið vann þá 34-31 sigur á San Francisco 49ers í leiknum um Ofurskálina, Super Bowl. Jim Harbaugh, yngri bróðir, hans þjálfar lið 49ers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×