„Sænskt munntóbak er ekki krabbameinsvaldandi" Jóhannes Stefánsson skrifar 16. maí 2013 15:09 Sænskt munntóbak er mun skaðminna en reyktóbak, en þó ekki skaðlaust Mynd/ Getty/ Landspítali „Sænskt munntóbak er ekki krabbameinsvaldandi samkvæmt fjölmörgum löngum og stórum rannsóknum í Svíþjóð, þó að sumir tannlæknar og einstaka krabbameinslæknar hafi haldið því fram," segir Hannes Hjartarson, háls- nef- og eyrnalæknir sem hefur starfað árum saman við lækningar á krabbameini í höfði og hálsi. Hannes segir sænska munntóbakið þó ekki skaðlaust, enda skemmi það slímhúð og valdi ofholdgun og bólgum. Hannes segist þó ekki vita hvort íslenska neftóbakið, sem stundum er sett í vör, sé krabbameinsvaldandi. „Nú eru menn farnir að nota íslenskt neftóbak í munninn, það eru engar rannsóknir til um það og þetta er það nýlega byrjað [notkun þess í vör innsk. blm.] að við getum ekkert sagt fyrir um það hvort það sé krabbameinsvaldandi." Hannes segir þó að allt bendi til þess að neftóbak sem notað er í nefið sé ekki krabbameinsvaldandi.Áfangasigur fyrir reykingamenn að nota munntóbak Aðspurður um það hvort það sé rétt að neysla munntóbaks sé skaðminni en tóbaksreykingar segir Hannes: „Það er náttúrulega skaðminna en reykingar, það er bara staðreynd." Hannes segir að notkun munntóbaks geti komið sér vel fyrir þá sem hafa beitt öllum tiltækum ráðum til að hætta að reykja en ekki haft erindi sem erfiði. „Ég get nú persónulega mælt með því að menn [reykingamenn innsk. blm.] geti notað sænskt munntóbak, sem búið er að rannsaka í áratugi, og menn vita að sé ekki krabbameinsvaldandi. Þá er það hiklaust áfangasigur í því samhengi." Þá bætir Hannes við: „Þá er ég sammála því að þannig gæti það bjargað mannslífum."Segir órökrétt að banna innflutning á sænsku munntóbaki Hannes segir að það skjóti skökku við að komið sé í veg fyrir innflutning á vöru sem er mun skaðminni heldur en reyktóbak. „Ég myndi frekar banna innflutning á sígarettum og vindlum heldur en sænsku munntóbaki," segir Hannes. Íslenska neftóbakið er ólíkt því sænska, sem lengi hefur verið notað í vör, að því leyti að kornastærð hins íslenska er mun stærri og það er grófara en hið sænska. Þá er sænska munntóbakið oft rakt en hið íslenska þurrt. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
„Sænskt munntóbak er ekki krabbameinsvaldandi samkvæmt fjölmörgum löngum og stórum rannsóknum í Svíþjóð, þó að sumir tannlæknar og einstaka krabbameinslæknar hafi haldið því fram," segir Hannes Hjartarson, háls- nef- og eyrnalæknir sem hefur starfað árum saman við lækningar á krabbameini í höfði og hálsi. Hannes segir sænska munntóbakið þó ekki skaðlaust, enda skemmi það slímhúð og valdi ofholdgun og bólgum. Hannes segist þó ekki vita hvort íslenska neftóbakið, sem stundum er sett í vör, sé krabbameinsvaldandi. „Nú eru menn farnir að nota íslenskt neftóbak í munninn, það eru engar rannsóknir til um það og þetta er það nýlega byrjað [notkun þess í vör innsk. blm.] að við getum ekkert sagt fyrir um það hvort það sé krabbameinsvaldandi." Hannes segir þó að allt bendi til þess að neftóbak sem notað er í nefið sé ekki krabbameinsvaldandi.Áfangasigur fyrir reykingamenn að nota munntóbak Aðspurður um það hvort það sé rétt að neysla munntóbaks sé skaðminni en tóbaksreykingar segir Hannes: „Það er náttúrulega skaðminna en reykingar, það er bara staðreynd." Hannes segir að notkun munntóbaks geti komið sér vel fyrir þá sem hafa beitt öllum tiltækum ráðum til að hætta að reykja en ekki haft erindi sem erfiði. „Ég get nú persónulega mælt með því að menn [reykingamenn innsk. blm.] geti notað sænskt munntóbak, sem búið er að rannsaka í áratugi, og menn vita að sé ekki krabbameinsvaldandi. Þá er það hiklaust áfangasigur í því samhengi." Þá bætir Hannes við: „Þá er ég sammála því að þannig gæti það bjargað mannslífum."Segir órökrétt að banna innflutning á sænsku munntóbaki Hannes segir að það skjóti skökku við að komið sé í veg fyrir innflutning á vöru sem er mun skaðminni heldur en reyktóbak. „Ég myndi frekar banna innflutning á sígarettum og vindlum heldur en sænsku munntóbaki," segir Hannes. Íslenska neftóbakið er ólíkt því sænska, sem lengi hefur verið notað í vör, að því leyti að kornastærð hins íslenska er mun stærri og það er grófara en hið sænska. Þá er sænska munntóbakið oft rakt en hið íslenska þurrt.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira