„Sænskt munntóbak er ekki krabbameinsvaldandi" Jóhannes Stefánsson skrifar 16. maí 2013 15:09 Sænskt munntóbak er mun skaðminna en reyktóbak, en þó ekki skaðlaust Mynd/ Getty/ Landspítali „Sænskt munntóbak er ekki krabbameinsvaldandi samkvæmt fjölmörgum löngum og stórum rannsóknum í Svíþjóð, þó að sumir tannlæknar og einstaka krabbameinslæknar hafi haldið því fram," segir Hannes Hjartarson, háls- nef- og eyrnalæknir sem hefur starfað árum saman við lækningar á krabbameini í höfði og hálsi. Hannes segir sænska munntóbakið þó ekki skaðlaust, enda skemmi það slímhúð og valdi ofholdgun og bólgum. Hannes segist þó ekki vita hvort íslenska neftóbakið, sem stundum er sett í vör, sé krabbameinsvaldandi. „Nú eru menn farnir að nota íslenskt neftóbak í munninn, það eru engar rannsóknir til um það og þetta er það nýlega byrjað [notkun þess í vör innsk. blm.] að við getum ekkert sagt fyrir um það hvort það sé krabbameinsvaldandi." Hannes segir þó að allt bendi til þess að neftóbak sem notað er í nefið sé ekki krabbameinsvaldandi.Áfangasigur fyrir reykingamenn að nota munntóbak Aðspurður um það hvort það sé rétt að neysla munntóbaks sé skaðminni en tóbaksreykingar segir Hannes: „Það er náttúrulega skaðminna en reykingar, það er bara staðreynd." Hannes segir að notkun munntóbaks geti komið sér vel fyrir þá sem hafa beitt öllum tiltækum ráðum til að hætta að reykja en ekki haft erindi sem erfiði. „Ég get nú persónulega mælt með því að menn [reykingamenn innsk. blm.] geti notað sænskt munntóbak, sem búið er að rannsaka í áratugi, og menn vita að sé ekki krabbameinsvaldandi. Þá er það hiklaust áfangasigur í því samhengi." Þá bætir Hannes við: „Þá er ég sammála því að þannig gæti það bjargað mannslífum."Segir órökrétt að banna innflutning á sænsku munntóbaki Hannes segir að það skjóti skökku við að komið sé í veg fyrir innflutning á vöru sem er mun skaðminni heldur en reyktóbak. „Ég myndi frekar banna innflutning á sígarettum og vindlum heldur en sænsku munntóbaki," segir Hannes. Íslenska neftóbakið er ólíkt því sænska, sem lengi hefur verið notað í vör, að því leyti að kornastærð hins íslenska er mun stærri og það er grófara en hið sænska. Þá er sænska munntóbakið oft rakt en hið íslenska þurrt. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
„Sænskt munntóbak er ekki krabbameinsvaldandi samkvæmt fjölmörgum löngum og stórum rannsóknum í Svíþjóð, þó að sumir tannlæknar og einstaka krabbameinslæknar hafi haldið því fram," segir Hannes Hjartarson, háls- nef- og eyrnalæknir sem hefur starfað árum saman við lækningar á krabbameini í höfði og hálsi. Hannes segir sænska munntóbakið þó ekki skaðlaust, enda skemmi það slímhúð og valdi ofholdgun og bólgum. Hannes segist þó ekki vita hvort íslenska neftóbakið, sem stundum er sett í vör, sé krabbameinsvaldandi. „Nú eru menn farnir að nota íslenskt neftóbak í munninn, það eru engar rannsóknir til um það og þetta er það nýlega byrjað [notkun þess í vör innsk. blm.] að við getum ekkert sagt fyrir um það hvort það sé krabbameinsvaldandi." Hannes segir þó að allt bendi til þess að neftóbak sem notað er í nefið sé ekki krabbameinsvaldandi.Áfangasigur fyrir reykingamenn að nota munntóbak Aðspurður um það hvort það sé rétt að neysla munntóbaks sé skaðminni en tóbaksreykingar segir Hannes: „Það er náttúrulega skaðminna en reykingar, það er bara staðreynd." Hannes segir að notkun munntóbaks geti komið sér vel fyrir þá sem hafa beitt öllum tiltækum ráðum til að hætta að reykja en ekki haft erindi sem erfiði. „Ég get nú persónulega mælt með því að menn [reykingamenn innsk. blm.] geti notað sænskt munntóbak, sem búið er að rannsaka í áratugi, og menn vita að sé ekki krabbameinsvaldandi. Þá er það hiklaust áfangasigur í því samhengi." Þá bætir Hannes við: „Þá er ég sammála því að þannig gæti það bjargað mannslífum."Segir órökrétt að banna innflutning á sænsku munntóbaki Hannes segir að það skjóti skökku við að komið sé í veg fyrir innflutning á vöru sem er mun skaðminni heldur en reyktóbak. „Ég myndi frekar banna innflutning á sígarettum og vindlum heldur en sænsku munntóbaki," segir Hannes. Íslenska neftóbakið er ólíkt því sænska, sem lengi hefur verið notað í vör, að því leyti að kornastærð hins íslenska er mun stærri og það er grófara en hið sænska. Þá er sænska munntóbakið oft rakt en hið íslenska þurrt.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira