Umfjöllun: Holland - Ísland 0-1 | Ísland áfram í 8 liða úrslitin á EM Óskar Ófeigur Jónsson í Växjö skrifar 17. júlí 2013 10:58 Rakel Hönnudóttir í baráttunni í Växjö. Nordicphotos/AFP Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta skrifaði nýjan kafla í íslenska knattspyrnusögu í Vaxjö í dag með því að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumóts kvenna í Svíþjóð en það gerðu stelpurnar með því að vinna 1-0 sigur á Hollandi í lokaumferð B-riðilsins. Það var Dagný Brynjarsdótttir sem skoraði sigurmark íslenska liðsins á 29. mínútu leiksins með frábærum skalla og það var einkum frábær fyrri hálfleikur sem sló hollenska liðið út af laginu. Dagný var kosin besti leikmaður leiksins af UEFA. Íslenska liðið endaði þar með í þriðja sæti riðilsins á eftir Noregi og Þýskalandi en er komið áfram því liðið verður alltaf með fleiri stig en Danir sem urðu í 3. sæti í A-riðli. Íslenska liðið mætir annaðhvort Svíþjóð eða Frakklandi í átta liða úrslitunum en það kemur ekki í ljós fyrr en á morgun hvort liðið verður mótherji íslensku stelpnanna í átta liða úrslitunum. Þetta var fyrsti sigur íslenska kvennalandsliðsins á stórmóti og með þessum sigri hafa stelpurnar tekið gríðarlega stórt skref fyrir litla Ísland. Samheldni, vinnusemi og mikið sjálfstraust frá fyrstu mínútu lagði grunninn að einstöku afreki. Íslenska liðið spilaði frábæran fyrri hálfleik. Vörnin hélt vel, Guðbjörg Gunnarsdóttir var mjög vakandi í markinu og íslenska liðinu tókst að búa ítrekað til góðar sóknir sem sköpuðu hættu. Það var nefnilega ekki eins og glæsilegt mark Dagnýjar Brynjarsdóttur á 29. mínútu hafi komið upp úr þurru. Íslenska liðið var lengstum með öll völd á vellinum í hálfleiknum, ávallt yfirvegaðar á boltanum og reyndu umfram allt að spila boltanum upp völlinn. Katrín Jónsdóttir átti Hörkuskalli eftir horn á 9. mínútu en hægri bakvörður Hollendinga bjargaði á línu. Hólmfríður Magnúsdóttir átti skot í stöngina á 15. mínútu eftir frábært hlaup upp vinstri vænginn. Hollenska liðið skapaði hættu í nokkur skipti en Guðbjörg Gunnarsdóttir greip oft vel inn í og varði síðan þrumuskot Lieke Martens af 25 metra færi í slána. Markið hennar Dagnýjar Brynjarsdóttur var síðan algjört augnakonfekt. Hallbera Guðný Gísladóttir átti frábæra fyrirgjöf frá vinstri inn í frábært hlaup Dagnýjar sem skallaði boltann glæsilega í markið. Seinni hálfleikurinn gekk ekki eins vel og hollenska liðið var mikið með boltann þar sem íslensku stelpunum gekk mjög illa að halda boltanum, ólíkt því sem var í fyrri hálfleiknum. Guðbjörg var áfram vakandi í markinu og hollenska liðið skapaði sér sem betur fer ekki góð færi. Það voru helst langskot sem ógnuðu eitthvapð íslenska markinu. Íslenska liðið hélt út, tókst að létta af pressuna þegar á leið hálfleikinn og fögnuðu síðan eins og brjálaðar þegar lokaflautið gall. Stórkostlegu dagur fyrir Ísland og íslenska kvennaknattspyrnu. Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta skrifaði nýjan kafla í íslenska knattspyrnusögu í Vaxjö í dag með því að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumóts kvenna í Svíþjóð en það gerðu stelpurnar með því að vinna 1-0 sigur á Hollandi í lokaumferð B-riðilsins. Það var Dagný Brynjarsdótttir sem skoraði sigurmark íslenska liðsins á 29. mínútu leiksins með frábærum skalla og það var einkum frábær fyrri hálfleikur sem sló hollenska liðið út af laginu. Dagný var kosin besti leikmaður leiksins af UEFA. Íslenska liðið endaði þar með í þriðja sæti riðilsins á eftir Noregi og Þýskalandi en er komið áfram því liðið verður alltaf með fleiri stig en Danir sem urðu í 3. sæti í A-riðli. Íslenska liðið mætir annaðhvort Svíþjóð eða Frakklandi í átta liða úrslitunum en það kemur ekki í ljós fyrr en á morgun hvort liðið verður mótherji íslensku stelpnanna í átta liða úrslitunum. Þetta var fyrsti sigur íslenska kvennalandsliðsins á stórmóti og með þessum sigri hafa stelpurnar tekið gríðarlega stórt skref fyrir litla Ísland. Samheldni, vinnusemi og mikið sjálfstraust frá fyrstu mínútu lagði grunninn að einstöku afreki. Íslenska liðið spilaði frábæran fyrri hálfleik. Vörnin hélt vel, Guðbjörg Gunnarsdóttir var mjög vakandi í markinu og íslenska liðinu tókst að búa ítrekað til góðar sóknir sem sköpuðu hættu. Það var nefnilega ekki eins og glæsilegt mark Dagnýjar Brynjarsdóttur á 29. mínútu hafi komið upp úr þurru. Íslenska liðið var lengstum með öll völd á vellinum í hálfleiknum, ávallt yfirvegaðar á boltanum og reyndu umfram allt að spila boltanum upp völlinn. Katrín Jónsdóttir átti Hörkuskalli eftir horn á 9. mínútu en hægri bakvörður Hollendinga bjargaði á línu. Hólmfríður Magnúsdóttir átti skot í stöngina á 15. mínútu eftir frábært hlaup upp vinstri vænginn. Hollenska liðið skapaði hættu í nokkur skipti en Guðbjörg Gunnarsdóttir greip oft vel inn í og varði síðan þrumuskot Lieke Martens af 25 metra færi í slána. Markið hennar Dagnýjar Brynjarsdóttur var síðan algjört augnakonfekt. Hallbera Guðný Gísladóttir átti frábæra fyrirgjöf frá vinstri inn í frábært hlaup Dagnýjar sem skallaði boltann glæsilega í markið. Seinni hálfleikurinn gekk ekki eins vel og hollenska liðið var mikið með boltann þar sem íslensku stelpunum gekk mjög illa að halda boltanum, ólíkt því sem var í fyrri hálfleiknum. Guðbjörg var áfram vakandi í markinu og hollenska liðið skapaði sér sem betur fer ekki góð færi. Það voru helst langskot sem ógnuðu eitthvapð íslenska markinu. Íslenska liðið hélt út, tókst að létta af pressuna þegar á leið hálfleikinn og fögnuðu síðan eins og brjálaðar þegar lokaflautið gall. Stórkostlegu dagur fyrir Ísland og íslenska kvennaknattspyrnu.
Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Sjá meira