Umfjöllun: Holland - Ísland 0-1 | Ísland áfram í 8 liða úrslitin á EM Óskar Ófeigur Jónsson í Växjö skrifar 17. júlí 2013 10:58 Rakel Hönnudóttir í baráttunni í Växjö. Nordicphotos/AFP Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta skrifaði nýjan kafla í íslenska knattspyrnusögu í Vaxjö í dag með því að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumóts kvenna í Svíþjóð en það gerðu stelpurnar með því að vinna 1-0 sigur á Hollandi í lokaumferð B-riðilsins. Það var Dagný Brynjarsdótttir sem skoraði sigurmark íslenska liðsins á 29. mínútu leiksins með frábærum skalla og það var einkum frábær fyrri hálfleikur sem sló hollenska liðið út af laginu. Dagný var kosin besti leikmaður leiksins af UEFA. Íslenska liðið endaði þar með í þriðja sæti riðilsins á eftir Noregi og Þýskalandi en er komið áfram því liðið verður alltaf með fleiri stig en Danir sem urðu í 3. sæti í A-riðli. Íslenska liðið mætir annaðhvort Svíþjóð eða Frakklandi í átta liða úrslitunum en það kemur ekki í ljós fyrr en á morgun hvort liðið verður mótherji íslensku stelpnanna í átta liða úrslitunum. Þetta var fyrsti sigur íslenska kvennalandsliðsins á stórmóti og með þessum sigri hafa stelpurnar tekið gríðarlega stórt skref fyrir litla Ísland. Samheldni, vinnusemi og mikið sjálfstraust frá fyrstu mínútu lagði grunninn að einstöku afreki. Íslenska liðið spilaði frábæran fyrri hálfleik. Vörnin hélt vel, Guðbjörg Gunnarsdóttir var mjög vakandi í markinu og íslenska liðinu tókst að búa ítrekað til góðar sóknir sem sköpuðu hættu. Það var nefnilega ekki eins og glæsilegt mark Dagnýjar Brynjarsdóttur á 29. mínútu hafi komið upp úr þurru. Íslenska liðið var lengstum með öll völd á vellinum í hálfleiknum, ávallt yfirvegaðar á boltanum og reyndu umfram allt að spila boltanum upp völlinn. Katrín Jónsdóttir átti Hörkuskalli eftir horn á 9. mínútu en hægri bakvörður Hollendinga bjargaði á línu. Hólmfríður Magnúsdóttir átti skot í stöngina á 15. mínútu eftir frábært hlaup upp vinstri vænginn. Hollenska liðið skapaði hættu í nokkur skipti en Guðbjörg Gunnarsdóttir greip oft vel inn í og varði síðan þrumuskot Lieke Martens af 25 metra færi í slána. Markið hennar Dagnýjar Brynjarsdóttur var síðan algjört augnakonfekt. Hallbera Guðný Gísladóttir átti frábæra fyrirgjöf frá vinstri inn í frábært hlaup Dagnýjar sem skallaði boltann glæsilega í markið. Seinni hálfleikurinn gekk ekki eins vel og hollenska liðið var mikið með boltann þar sem íslensku stelpunum gekk mjög illa að halda boltanum, ólíkt því sem var í fyrri hálfleiknum. Guðbjörg var áfram vakandi í markinu og hollenska liðið skapaði sér sem betur fer ekki góð færi. Það voru helst langskot sem ógnuðu eitthvapð íslenska markinu. Íslenska liðið hélt út, tókst að létta af pressuna þegar á leið hálfleikinn og fögnuðu síðan eins og brjálaðar þegar lokaflautið gall. Stórkostlegu dagur fyrir Ísland og íslenska kvennaknattspyrnu. Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta skrifaði nýjan kafla í íslenska knattspyrnusögu í Vaxjö í dag með því að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumóts kvenna í Svíþjóð en það gerðu stelpurnar með því að vinna 1-0 sigur á Hollandi í lokaumferð B-riðilsins. Það var Dagný Brynjarsdótttir sem skoraði sigurmark íslenska liðsins á 29. mínútu leiksins með frábærum skalla og það var einkum frábær fyrri hálfleikur sem sló hollenska liðið út af laginu. Dagný var kosin besti leikmaður leiksins af UEFA. Íslenska liðið endaði þar með í þriðja sæti riðilsins á eftir Noregi og Þýskalandi en er komið áfram því liðið verður alltaf með fleiri stig en Danir sem urðu í 3. sæti í A-riðli. Íslenska liðið mætir annaðhvort Svíþjóð eða Frakklandi í átta liða úrslitunum en það kemur ekki í ljós fyrr en á morgun hvort liðið verður mótherji íslensku stelpnanna í átta liða úrslitunum. Þetta var fyrsti sigur íslenska kvennalandsliðsins á stórmóti og með þessum sigri hafa stelpurnar tekið gríðarlega stórt skref fyrir litla Ísland. Samheldni, vinnusemi og mikið sjálfstraust frá fyrstu mínútu lagði grunninn að einstöku afreki. Íslenska liðið spilaði frábæran fyrri hálfleik. Vörnin hélt vel, Guðbjörg Gunnarsdóttir var mjög vakandi í markinu og íslenska liðinu tókst að búa ítrekað til góðar sóknir sem sköpuðu hættu. Það var nefnilega ekki eins og glæsilegt mark Dagnýjar Brynjarsdóttur á 29. mínútu hafi komið upp úr þurru. Íslenska liðið var lengstum með öll völd á vellinum í hálfleiknum, ávallt yfirvegaðar á boltanum og reyndu umfram allt að spila boltanum upp völlinn. Katrín Jónsdóttir átti Hörkuskalli eftir horn á 9. mínútu en hægri bakvörður Hollendinga bjargaði á línu. Hólmfríður Magnúsdóttir átti skot í stöngina á 15. mínútu eftir frábært hlaup upp vinstri vænginn. Hollenska liðið skapaði hættu í nokkur skipti en Guðbjörg Gunnarsdóttir greip oft vel inn í og varði síðan þrumuskot Lieke Martens af 25 metra færi í slána. Markið hennar Dagnýjar Brynjarsdóttur var síðan algjört augnakonfekt. Hallbera Guðný Gísladóttir átti frábæra fyrirgjöf frá vinstri inn í frábært hlaup Dagnýjar sem skallaði boltann glæsilega í markið. Seinni hálfleikurinn gekk ekki eins vel og hollenska liðið var mikið með boltann þar sem íslensku stelpunum gekk mjög illa að halda boltanum, ólíkt því sem var í fyrri hálfleiknum. Guðbjörg var áfram vakandi í markinu og hollenska liðið skapaði sér sem betur fer ekki góð færi. Það voru helst langskot sem ógnuðu eitthvapð íslenska markinu. Íslenska liðið hélt út, tókst að létta af pressuna þegar á leið hálfleikinn og fögnuðu síðan eins og brjálaðar þegar lokaflautið gall. Stórkostlegu dagur fyrir Ísland og íslenska kvennaknattspyrnu.
Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira