Bann á The Pirate Bay og deildu.net neyðarúrræði Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 2. október 2013 19:58 Hagsmunaaðilar um höfundarrétt fara fram á að stærstu netþjónustufyrirtæki landsins loki fyrir aðgang að skráarskipta-síðunum Deildu.net og The Pirate Bay. Neyðarúrræði segir formaður plötuútgefanda á meðan þingmaður pírata og þungarokkari kalla eftir nýju lagaumhverfi. Lögbannsbeiðnin verður tekin fyrir af Sýslumanninum í Reykjavík á föstudaginn en að henni standa Smáís, Stef, Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda og Félag hljómplötuframleiðenda. Í yfirlýsingu frá hópnum kemur fram að hér sé um neyðarúrræði að ræða enda sé erfitt að sækja þá sem ábyrgð bera á þessum vefsíðum til saka. Tekið hefur verið til sambærilegra aðgerða á norðulöndum. „Við erum búnir að reyna allar aðrar leiðir, þar á meðal að kæra þá sem bera ábyrgð á deildu.net. Það hefur ekkert gerst í því,“ segir Gunnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda. „Þetta er í raun eins og við séum að loka verslun sem selur ólöglegar vöru eða stolinn varning.“ Þá segir að fjárhagslegt tjón rétthafa sé nú þegar gífurlegt af völdum ólöglegs niðurhals. Þar á meðal hefur íslenska kvikmyndin djúpið verið hlaðið niður meira en tíu þúsund sinnum á deildu.net. Síminn hefur bent á að úrskurður sýslumanns sé tímabær enda sé lagalegur vafi á því hvort að unnt sé að takmarka aðgengi með þessum hætti. Talsmaður Vodafone tekur í sama streng, fyrirtækið bíði átekta og fagnar því að réttaróvissu verði eytt. „Þetta er svolítið eins og að ef lögreglumenn myndu varpa ábyrgð á Vegagerðina þegar þeir hafa ekki hendur í hári bankaræningja, einfaldlega vegna þess að þeir hafi nýtt sér vegakerfið til að komast undan,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. „Við erum hér að tala um internetið. Það eru þúsundir, ef ekki milljónir, vefsíðan sem deila efni sem þessu. Ef það á að fara niður þessa leið til þess að vernda klassíska útgáfu af höfundarréttarlögum þá er erfitt að sjá hvar það endar, annað hvort með mistökum eða gerræði yfir internetinu.“ „Ég veit fyrir víst að það er verið að deila okkar efni alveg á fullu,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari Skálmaldar. „Það breytir því hins vegar ekki að við erum að selja vel, bæði heima og erlendis. Það getur einfaldlega ekki verið rétt að meirihluti fólks víli ekki fyrir að sér að brjóta lög, þá eru reglurnar einfaldlega ekki réttar.“ Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Sjá meira
Hagsmunaaðilar um höfundarrétt fara fram á að stærstu netþjónustufyrirtæki landsins loki fyrir aðgang að skráarskipta-síðunum Deildu.net og The Pirate Bay. Neyðarúrræði segir formaður plötuútgefanda á meðan þingmaður pírata og þungarokkari kalla eftir nýju lagaumhverfi. Lögbannsbeiðnin verður tekin fyrir af Sýslumanninum í Reykjavík á föstudaginn en að henni standa Smáís, Stef, Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda og Félag hljómplötuframleiðenda. Í yfirlýsingu frá hópnum kemur fram að hér sé um neyðarúrræði að ræða enda sé erfitt að sækja þá sem ábyrgð bera á þessum vefsíðum til saka. Tekið hefur verið til sambærilegra aðgerða á norðulöndum. „Við erum búnir að reyna allar aðrar leiðir, þar á meðal að kæra þá sem bera ábyrgð á deildu.net. Það hefur ekkert gerst í því,“ segir Gunnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda. „Þetta er í raun eins og við séum að loka verslun sem selur ólöglegar vöru eða stolinn varning.“ Þá segir að fjárhagslegt tjón rétthafa sé nú þegar gífurlegt af völdum ólöglegs niðurhals. Þar á meðal hefur íslenska kvikmyndin djúpið verið hlaðið niður meira en tíu þúsund sinnum á deildu.net. Síminn hefur bent á að úrskurður sýslumanns sé tímabær enda sé lagalegur vafi á því hvort að unnt sé að takmarka aðgengi með þessum hætti. Talsmaður Vodafone tekur í sama streng, fyrirtækið bíði átekta og fagnar því að réttaróvissu verði eytt. „Þetta er svolítið eins og að ef lögreglumenn myndu varpa ábyrgð á Vegagerðina þegar þeir hafa ekki hendur í hári bankaræningja, einfaldlega vegna þess að þeir hafi nýtt sér vegakerfið til að komast undan,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. „Við erum hér að tala um internetið. Það eru þúsundir, ef ekki milljónir, vefsíðan sem deila efni sem þessu. Ef það á að fara niður þessa leið til þess að vernda klassíska útgáfu af höfundarréttarlögum þá er erfitt að sjá hvar það endar, annað hvort með mistökum eða gerræði yfir internetinu.“ „Ég veit fyrir víst að það er verið að deila okkar efni alveg á fullu,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari Skálmaldar. „Það breytir því hins vegar ekki að við erum að selja vel, bæði heima og erlendis. Það getur einfaldlega ekki verið rétt að meirihluti fólks víli ekki fyrir að sér að brjóta lög, þá eru reglurnar einfaldlega ekki réttar.“
Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Sjá meira