Bann á The Pirate Bay og deildu.net neyðarúrræði Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 2. október 2013 19:58 Hagsmunaaðilar um höfundarrétt fara fram á að stærstu netþjónustufyrirtæki landsins loki fyrir aðgang að skráarskipta-síðunum Deildu.net og The Pirate Bay. Neyðarúrræði segir formaður plötuútgefanda á meðan þingmaður pírata og þungarokkari kalla eftir nýju lagaumhverfi. Lögbannsbeiðnin verður tekin fyrir af Sýslumanninum í Reykjavík á föstudaginn en að henni standa Smáís, Stef, Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda og Félag hljómplötuframleiðenda. Í yfirlýsingu frá hópnum kemur fram að hér sé um neyðarúrræði að ræða enda sé erfitt að sækja þá sem ábyrgð bera á þessum vefsíðum til saka. Tekið hefur verið til sambærilegra aðgerða á norðulöndum. „Við erum búnir að reyna allar aðrar leiðir, þar á meðal að kæra þá sem bera ábyrgð á deildu.net. Það hefur ekkert gerst í því,“ segir Gunnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda. „Þetta er í raun eins og við séum að loka verslun sem selur ólöglegar vöru eða stolinn varning.“ Þá segir að fjárhagslegt tjón rétthafa sé nú þegar gífurlegt af völdum ólöglegs niðurhals. Þar á meðal hefur íslenska kvikmyndin djúpið verið hlaðið niður meira en tíu þúsund sinnum á deildu.net. Síminn hefur bent á að úrskurður sýslumanns sé tímabær enda sé lagalegur vafi á því hvort að unnt sé að takmarka aðgengi með þessum hætti. Talsmaður Vodafone tekur í sama streng, fyrirtækið bíði átekta og fagnar því að réttaróvissu verði eytt. „Þetta er svolítið eins og að ef lögreglumenn myndu varpa ábyrgð á Vegagerðina þegar þeir hafa ekki hendur í hári bankaræningja, einfaldlega vegna þess að þeir hafi nýtt sér vegakerfið til að komast undan,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. „Við erum hér að tala um internetið. Það eru þúsundir, ef ekki milljónir, vefsíðan sem deila efni sem þessu. Ef það á að fara niður þessa leið til þess að vernda klassíska útgáfu af höfundarréttarlögum þá er erfitt að sjá hvar það endar, annað hvort með mistökum eða gerræði yfir internetinu.“ „Ég veit fyrir víst að það er verið að deila okkar efni alveg á fullu,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari Skálmaldar. „Það breytir því hins vegar ekki að við erum að selja vel, bæði heima og erlendis. Það getur einfaldlega ekki verið rétt að meirihluti fólks víli ekki fyrir að sér að brjóta lög, þá eru reglurnar einfaldlega ekki réttar.“ Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Sjá meira
Hagsmunaaðilar um höfundarrétt fara fram á að stærstu netþjónustufyrirtæki landsins loki fyrir aðgang að skráarskipta-síðunum Deildu.net og The Pirate Bay. Neyðarúrræði segir formaður plötuútgefanda á meðan þingmaður pírata og þungarokkari kalla eftir nýju lagaumhverfi. Lögbannsbeiðnin verður tekin fyrir af Sýslumanninum í Reykjavík á föstudaginn en að henni standa Smáís, Stef, Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda og Félag hljómplötuframleiðenda. Í yfirlýsingu frá hópnum kemur fram að hér sé um neyðarúrræði að ræða enda sé erfitt að sækja þá sem ábyrgð bera á þessum vefsíðum til saka. Tekið hefur verið til sambærilegra aðgerða á norðulöndum. „Við erum búnir að reyna allar aðrar leiðir, þar á meðal að kæra þá sem bera ábyrgð á deildu.net. Það hefur ekkert gerst í því,“ segir Gunnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda. „Þetta er í raun eins og við séum að loka verslun sem selur ólöglegar vöru eða stolinn varning.“ Þá segir að fjárhagslegt tjón rétthafa sé nú þegar gífurlegt af völdum ólöglegs niðurhals. Þar á meðal hefur íslenska kvikmyndin djúpið verið hlaðið niður meira en tíu þúsund sinnum á deildu.net. Síminn hefur bent á að úrskurður sýslumanns sé tímabær enda sé lagalegur vafi á því hvort að unnt sé að takmarka aðgengi með þessum hætti. Talsmaður Vodafone tekur í sama streng, fyrirtækið bíði átekta og fagnar því að réttaróvissu verði eytt. „Þetta er svolítið eins og að ef lögreglumenn myndu varpa ábyrgð á Vegagerðina þegar þeir hafa ekki hendur í hári bankaræningja, einfaldlega vegna þess að þeir hafi nýtt sér vegakerfið til að komast undan,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. „Við erum hér að tala um internetið. Það eru þúsundir, ef ekki milljónir, vefsíðan sem deila efni sem þessu. Ef það á að fara niður þessa leið til þess að vernda klassíska útgáfu af höfundarréttarlögum þá er erfitt að sjá hvar það endar, annað hvort með mistökum eða gerræði yfir internetinu.“ „Ég veit fyrir víst að það er verið að deila okkar efni alveg á fullu,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari Skálmaldar. „Það breytir því hins vegar ekki að við erum að selja vel, bæði heima og erlendis. Það getur einfaldlega ekki verið rétt að meirihluti fólks víli ekki fyrir að sér að brjóta lög, þá eru reglurnar einfaldlega ekki réttar.“
Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Sjá meira