Erlent

Tugir látnir í sprengjutilræðum í Írak

Þorgils Jónsson skrifar
47 manns hið minnst eru látin og tugir eru sárir eftir hrinu sprenginga í Írak í dag, meðal annars í höfuðborginni Bagdad.
47 manns hið minnst eru látin og tugir eru sárir eftir hrinu sprenginga í Írak í dag, meðal annars í höfuðborginni Bagdad. NordicPhotos/AFP
47 manns hið minnsta eru látin og tugir eru sárir eftir hrinu sprenginga í Írak í dag, meðal annars í höfuðborginni Bagdad.

Á fjórða þúsund hafa látist í sprengjutilræðum í Írak það sem af er ári, þar af 500 í júlímánuði einum saman.

Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á sprengingunum, en þær þykja bera vott um handbragð Al-Qaeda. Tólf bílsprengjur sprungu á markaðstorgum og bílastæðum í  hverfum sjíta í Bagdad þar sem 36 létust, og elleftu til viðbótar féllu í sprengingum í Basra og Kut í suðurhluta landsins.

Ofbeldi milli trúarhópa í Írak hefur stigmagnast síðan í apríl þegar öryggissveitir stjórnarinnar, þar sem sjítar ráða ríkjum, gerði árás á mótmælendur úr hópi súnníta. Margir óttast að ástandið stefni hraðbyri í átt að viðlíka átökum og gengu yfir landið í kjölfar þess að Bandaríkin veltu Saddam Hússein út stóli fyrir réttum áratug.

Tvö ár eru síðan bandarískar hersveitir yfirgáfu Írak. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×