Erlent

Risasmokkur náðist á mynd

Mynd úr þætti sem tekinn var upp í fyrrasumar.
Mynd úr þætti sem tekinn var upp í fyrrasumar. Fréttablaðið/AP
Vísindamenn og sjónvarpsfólk segjast í fyrsta sinn hafa náð upptökum af risasmokkfiski í sínu náttúrulega umhverfi.

Myndir náðust af þriggja metra smokki úr mönnuðum kafbáti í einum af hundrað ferðum hans í Kyrrahafi í fyrrasumar. Verið var að taka upp sjónvarpsþátt í samstarfi japanska sjónvarpsins NHK, Discovery Channel og Náttúruvísindasafns Japans. Smokkfiskurinn fannst á 630 metra dýpi um það bil þúsund kílómetra suður af Tókýó.

Þátturinn verður sýndur í Japan á sunnudaginn en 27. janúar á Discovery Channel. - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×