Erlent

Reyna að ráða niðurlögum skógarelda fyrir næstu hitabylgju

Slökkviliðsmenn í suðurhluta Ástralíu vinna nú allan sólarhringinn við að ráða niðurlögum skógarelda sem geisa þar áður en næsta hitabylgja skellur á svæðinu um helgina.

Yfir 120 skógareldar brenna enn í Nýju Suður Wales en þar hafa um 300.000 hektarar lands eyðilagst í eldunum og búfé hefur farist í þúsundavís.

Hitabylgjan sem valdið hefur skógareldunum hefur færst sig norðar í Ástralíu og nýir eldar hafa kviknað í Queensland af þeim sökum.

Töluvert hefur dregið úr hitanum í suðurhluta Ástralíu en strax í dag mun það breytast og hitinn mun ná 40 stigum að nýju undir kvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×