
"Yndislegt krem sem kemur bæði sem dag- og næturkrem. Auk þess að vera stútfullt af lífvirkum, uppbyggjandi og andoxunarefnum er það laust við öll paraben efni og önnur óæskileg efni. Svo er það líka íslensk nýsköpun og framleiðsla."

" Ofsalega fallegt sólarpúður sem gefur manni smá líf í andlitið í svartasta og kaldasta skammdeginu."

"Ég nota þessa olíu í allt svei mér þá. Til þess að þrífa farða af andliti og augum, ég nota hana á líkamann, eftir sturtu, set hana í hárið þegar það er þurrt, nota hana sem sólarvörn á sumrin, smyr henni á börnin mín til að verja þau fyrir kulda og sól. Ég gæti haldið endalaust áfram."

"Svona til að skerpa aðeins augnumgjörðina þar sem hún á það til að verða næstum ósýnileg hjá okkur ljóshærða fólkinu."

"Það er létt og áferðarfallegt og nauðsynlegt til að jafna aðeins húðlitinn í kuldaátökum vetrarins."
