Vill byrja að reisa mosku næsta sumar 24. janúar 2013 16:02 "Vonandi að við getum byrjað næsta sumar,“ segir Salmann Tamimi, varaformaður Félags múslima á Íslandi. „Vonandi að við getum byrjað næsta sumar," segir Salmann Tamimi, varaformaður Félags múslima á Íslandi en það var samþykkt í skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær að kynna tillögu um breytta landnotkun í Sogamýri svo að þar geti verið þrjá nýjar byggingarlóðir. Ein lóðin er ætluð Félagi múslima á Íslandi. Tamimi vill hefja byggingu sem allra fyrst. Í Fréttablaðinu í morgun segir að í drögum að breytingum komi fram að tilgangurinn sé meðal annars að koma til móts við óskir um lóð fyrir trúarstofnun. Það sé í samræmi við markmið mannréttindastefnu og menningarstefnu borgarinnar. Þessu fagnar Tamimi þó hann taki fréttunum með stóískri ró, enda hefur félagið beðið lengi eftir lóð til þess að byggja bænahús. „Við höfum beðið frá árinu 1999, eða í um þrettán ár," segir Tamimi um stöðu mála. Tillögurnar fara nú í kynningu, og gangi allt eftir, verður múslimum frjálst að byggja mosku í Sogamýrinni innan skamms. Þessum hugmyndum hefur þó ekki verið tekið vel allstaðar, bæði úr samfélaginu sem og frá stjórnmálaflokkum. Þannig sátu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hjá í málinu þegar það var samþykkt. „Það er á skjön við vinnubrögð skipulagsráðs að taka einstakar lóðir út fyrir sviga með þessum hætti og láta heildarhugsun í skipulagi víkja," sögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks þegar þeir útskýrðu ástæður sínar fyrir hjásetu. Tamimi segir í samtali við Vísi að það megi ekki mikið gerast til þess að félagið þurfi að bíða í annan áratug eftir mosku. „Stjórnarskipti gætu þýtt önnur þrettán ár," segir Tamimi. Um andstöðu við mosku í samfélaginu segir Tamimi að meirihluti þjóðarinnar sé á þeirri skoðun að múslimar eigi rétt á því að byggja sína mosku. „Svo eru auðvitað sumir sem eru beinlínis sjúkir af hatri í okkar garð," bætir hann við. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira
„Vonandi að við getum byrjað næsta sumar," segir Salmann Tamimi, varaformaður Félags múslima á Íslandi en það var samþykkt í skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær að kynna tillögu um breytta landnotkun í Sogamýri svo að þar geti verið þrjá nýjar byggingarlóðir. Ein lóðin er ætluð Félagi múslima á Íslandi. Tamimi vill hefja byggingu sem allra fyrst. Í Fréttablaðinu í morgun segir að í drögum að breytingum komi fram að tilgangurinn sé meðal annars að koma til móts við óskir um lóð fyrir trúarstofnun. Það sé í samræmi við markmið mannréttindastefnu og menningarstefnu borgarinnar. Þessu fagnar Tamimi þó hann taki fréttunum með stóískri ró, enda hefur félagið beðið lengi eftir lóð til þess að byggja bænahús. „Við höfum beðið frá árinu 1999, eða í um þrettán ár," segir Tamimi um stöðu mála. Tillögurnar fara nú í kynningu, og gangi allt eftir, verður múslimum frjálst að byggja mosku í Sogamýrinni innan skamms. Þessum hugmyndum hefur þó ekki verið tekið vel allstaðar, bæði úr samfélaginu sem og frá stjórnmálaflokkum. Þannig sátu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hjá í málinu þegar það var samþykkt. „Það er á skjön við vinnubrögð skipulagsráðs að taka einstakar lóðir út fyrir sviga með þessum hætti og láta heildarhugsun í skipulagi víkja," sögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks þegar þeir útskýrðu ástæður sínar fyrir hjásetu. Tamimi segir í samtali við Vísi að það megi ekki mikið gerast til þess að félagið þurfi að bíða í annan áratug eftir mosku. „Stjórnarskipti gætu þýtt önnur þrettán ár," segir Tamimi. Um andstöðu við mosku í samfélaginu segir Tamimi að meirihluti þjóðarinnar sé á þeirri skoðun að múslimar eigi rétt á því að byggja sína mosku. „Svo eru auðvitað sumir sem eru beinlínis sjúkir af hatri í okkar garð," bætir hann við.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira