Allir miðar á Hátíð vonar ógiltir Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 28. ágúst 2013 20:13 Hátíð vonar hefur verið afar umdeild eftir að það fréttist að Franklin Graham. mynd/365 Allir miðar sem pantaðir voru á Hátíð vonar hafa verið ógiltir. Eigendur miðanna hafa fengið sendan tölvupóst þess efnis en í honum kemur fram að það sé vegna „misnotkunar ýmissa aðila á miðasölu hátíðarinnar“. Miðaeigendur eru beðnir afsökunar og þeir eigendur sem pöntuðu miða í góðum hug eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Hátíðar vonar eða senda póst til þeirra og starffólk hátíðarinnar muni tryggja þeim og vinum þeirra miða til að taka þátt í hátíðinni. „Það var að ósk okkar, aðstandenda hátíðarinnar að þetta var gert,“ segir Ragnar Gunnarsson framkvæmdarstjóri Hátíðar vonar á Íslandi. „Það voru rúmlega 4.000 miðar sem fóru á þessum tveimur dögum sem opið var fyrir „miðasöluna“. Meðal annars voru tveir einstaklingar sem virðast hafa komist fram hjá kerfinu og náðu að panta um 1.400 miða.“ Ragnar segir að miðapantanir í framhaldinu verði unnar í samstarfi við þá sem að hátíðinni koma, kirkjunum og sóknunum og telur að það hljóti að skýrast fljótlega hvernig best sé að standa að því. „Við erum ekkert að fara á límingunum útaf þessu, við lærum af reynslunni,“ segir Ragnar. Aðspurður hvort að ekki hefði dugað að ógilda þessa 1.400 miða sem tveir einstaklingar náðu svarar Ragnar að þau teldu að það hefðu verið samantekin ráð fólks að panta miðana sem fóru þessa tvo daga. Um misnotkun á kerfinu væri að ræða og fólkið væri að skemma fyrir hátíðinni og Miða.is með þessari aðferð. Ragnar segir að það hefði verið ákveðið að gera þetta þar sem margar óskir hefðu komið frá fólki sem raunverulega vildi sækja hátíðina en fékk ekki miða. „Við ákváðum að fara þessa leið og ógilda miðana og þeir sem eiga pantaðan miða að fá tölvupóst með frekari upplýsingum,“ segir Ragnar. Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Sjá meira
Allir miðar sem pantaðir voru á Hátíð vonar hafa verið ógiltir. Eigendur miðanna hafa fengið sendan tölvupóst þess efnis en í honum kemur fram að það sé vegna „misnotkunar ýmissa aðila á miðasölu hátíðarinnar“. Miðaeigendur eru beðnir afsökunar og þeir eigendur sem pöntuðu miða í góðum hug eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Hátíðar vonar eða senda póst til þeirra og starffólk hátíðarinnar muni tryggja þeim og vinum þeirra miða til að taka þátt í hátíðinni. „Það var að ósk okkar, aðstandenda hátíðarinnar að þetta var gert,“ segir Ragnar Gunnarsson framkvæmdarstjóri Hátíðar vonar á Íslandi. „Það voru rúmlega 4.000 miðar sem fóru á þessum tveimur dögum sem opið var fyrir „miðasöluna“. Meðal annars voru tveir einstaklingar sem virðast hafa komist fram hjá kerfinu og náðu að panta um 1.400 miða.“ Ragnar segir að miðapantanir í framhaldinu verði unnar í samstarfi við þá sem að hátíðinni koma, kirkjunum og sóknunum og telur að það hljóti að skýrast fljótlega hvernig best sé að standa að því. „Við erum ekkert að fara á límingunum útaf þessu, við lærum af reynslunni,“ segir Ragnar. Aðspurður hvort að ekki hefði dugað að ógilda þessa 1.400 miða sem tveir einstaklingar náðu svarar Ragnar að þau teldu að það hefðu verið samantekin ráð fólks að panta miðana sem fóru þessa tvo daga. Um misnotkun á kerfinu væri að ræða og fólkið væri að skemma fyrir hátíðinni og Miða.is með þessari aðferð. Ragnar segir að það hefði verið ákveðið að gera þetta þar sem margar óskir hefðu komið frá fólki sem raunverulega vildi sækja hátíðina en fékk ekki miða. „Við ákváðum að fara þessa leið og ógilda miðana og þeir sem eiga pantaðan miða að fá tölvupóst með frekari upplýsingum,“ segir Ragnar.
Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent