Framherjinn Mario Gomez leikur með Fiorentina í efstu deild ítölsku knattspyrnunnar á næstu leiktíð. Ítalska félagið og Bayern München hafa komist að samkomulagi um kaupverð kappans.
Karl Heinz-Rummenigge sagði í samtali við heimasíðu Bæjara að Mario Gomez hefði óskað eftir því að fá að yfirgefa Evrópumeistarana. Framherjinn var notaður sem varaskeifa fyrir Mario Mandzukic stóran hluta síðustu leiktíðar.
Gomez varð dýrasti leikmaðurinn í efstu deild þýsku knattspyrnunnar fyrir fjórum árum þegar hann var keyptur til Bæjara frá Stuttgart.
Mario Gomez til Fiorentina
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn



„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti

Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn
