Módel íhugar endurkomu alvarlega Kjartan Guðmundsson skrifar 19. ágúst 2013 16:30 Edda Borg. Fréttablaðið/Valli „Það má eiginlega segja að það séu tímamót á öllum vígstöðum,“ segir tónlistarkonan Edda Borg sem kemur fram á tónleikum á Café Rosenberg í kvöld klukkan 21 ásamt hljómsveit. Tónleikarnir eru hluti af Jazzhátíð Reykjavíkur og á þeim fylgir Edda eftir útgáfu sinnar fyrstu sólóplötu, No Words Needed, fyrr í sumar. Segja má að Edda sýni á sér nýja hlið á plötunni, en hún hefur lengi fengist við djasssöng. Því kom mörgum á óvart að á sólóplötunni syngur hún aðeins laglínur án orða í nokkrum lögum en hin lögin eru án söngs. Tónlistarkonan segir að tónlistinni á plötunni megi ef til vill líkja við það sem hljómsveitin Mezzoforte hefur fengist við, en gítarleikarinn Friðrik Karlsson úr Mezzoforte er einmitt meðlimur í sveitinni sem kemur fram með Eddu á tónleikunum. Auk tónleikanna á Rósenberg í kvöld kemur Edda fram með sveitinni í Iðnó á menningarnótt og þar verður frítt inn. Á níunda áratugnum gerði Edda garðinn frægan með hljómsveitinni Módel, sem sendi frá sér smelli á borð við Lífið er lag og Ástarbréf merkt X. Í þeirri sveit lék Edda á hljómborð sem hún hélt á og vakti athygli fyrir vikið. „Svona hljóðfæri eru stundum kölluð „keytar“, en ég hef líka heyrt að í bransanum hér á landi séu þau kölluð Eddu Borg-hljómborð,“ segir tónlistarkonan og hlær. „Fyrir ári sameinaðist fjölskyldan mín um að gefa mér svona hljómborð í afmælisgjöf. Dóttir mín gekk í það að leita svona hljómborð uppi á Ebay og svo var bara lagt í púkk og keypt. Ég hef ekki notað hljómborðið enn þá og er að hugsa um að geyma það þangað til Módel snýr aftur.“ Blaðamaður hváir, enda vitað að endurkoma Módels er mörgum tónlistarunnandanum ofarlega í huga. Edda útskýrir að skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður á Ísafirði hafi mikið reynt að fá Módel til að koma fram á hátíðinni á síðasta ári. „Það munaði litlu að það hefði tekist þá, en án gríns þá erum við alvarlega að spá í að koma með „kombakk“. Frissi [Friðrik Karlsson] er fluttur aftur til landsins og þannig opnast gluggi. Eiríkur Hauksson er búsettur í Noregi en hann er til, þegar rétta augnablikið gefst. Ég veit ekki hvort við myndum flytja nýtt efni því þetta er allt á umræðustiginu enn þá,“ segir Edda. Einnig eru tímamót í starfsemi Tónskóla Eddu Borg um þessar mundir því skólinn er að sigla inn í sitt 25. starfsár og útskrifar senn sinn fyrsta nemanda af framhaldsstigi. Þá er tónlistarkonan nánast tilbúin með aðra plötu þar sem hún syngur djassstandarda með bandaríska píanóleikaranum Don Randi, fyrrverandi hljómsveitarstjóra Frank Sinatra. „Það kemur í ljós hvenær sú plata kemur út, en ég tók hana upp um leið og ég vann að fyrstu sólóplötunni. Um leið og ég byrjaði var eins og opnaðist fyrir allt heila klabbið,“ segir Edda. Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Julian McMahon látinn Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Það má eiginlega segja að það séu tímamót á öllum vígstöðum,“ segir tónlistarkonan Edda Borg sem kemur fram á tónleikum á Café Rosenberg í kvöld klukkan 21 ásamt hljómsveit. Tónleikarnir eru hluti af Jazzhátíð Reykjavíkur og á þeim fylgir Edda eftir útgáfu sinnar fyrstu sólóplötu, No Words Needed, fyrr í sumar. Segja má að Edda sýni á sér nýja hlið á plötunni, en hún hefur lengi fengist við djasssöng. Því kom mörgum á óvart að á sólóplötunni syngur hún aðeins laglínur án orða í nokkrum lögum en hin lögin eru án söngs. Tónlistarkonan segir að tónlistinni á plötunni megi ef til vill líkja við það sem hljómsveitin Mezzoforte hefur fengist við, en gítarleikarinn Friðrik Karlsson úr Mezzoforte er einmitt meðlimur í sveitinni sem kemur fram með Eddu á tónleikunum. Auk tónleikanna á Rósenberg í kvöld kemur Edda fram með sveitinni í Iðnó á menningarnótt og þar verður frítt inn. Á níunda áratugnum gerði Edda garðinn frægan með hljómsveitinni Módel, sem sendi frá sér smelli á borð við Lífið er lag og Ástarbréf merkt X. Í þeirri sveit lék Edda á hljómborð sem hún hélt á og vakti athygli fyrir vikið. „Svona hljóðfæri eru stundum kölluð „keytar“, en ég hef líka heyrt að í bransanum hér á landi séu þau kölluð Eddu Borg-hljómborð,“ segir tónlistarkonan og hlær. „Fyrir ári sameinaðist fjölskyldan mín um að gefa mér svona hljómborð í afmælisgjöf. Dóttir mín gekk í það að leita svona hljómborð uppi á Ebay og svo var bara lagt í púkk og keypt. Ég hef ekki notað hljómborðið enn þá og er að hugsa um að geyma það þangað til Módel snýr aftur.“ Blaðamaður hváir, enda vitað að endurkoma Módels er mörgum tónlistarunnandanum ofarlega í huga. Edda útskýrir að skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður á Ísafirði hafi mikið reynt að fá Módel til að koma fram á hátíðinni á síðasta ári. „Það munaði litlu að það hefði tekist þá, en án gríns þá erum við alvarlega að spá í að koma með „kombakk“. Frissi [Friðrik Karlsson] er fluttur aftur til landsins og þannig opnast gluggi. Eiríkur Hauksson er búsettur í Noregi en hann er til, þegar rétta augnablikið gefst. Ég veit ekki hvort við myndum flytja nýtt efni því þetta er allt á umræðustiginu enn þá,“ segir Edda. Einnig eru tímamót í starfsemi Tónskóla Eddu Borg um þessar mundir því skólinn er að sigla inn í sitt 25. starfsár og útskrifar senn sinn fyrsta nemanda af framhaldsstigi. Þá er tónlistarkonan nánast tilbúin með aðra plötu þar sem hún syngur djassstandarda með bandaríska píanóleikaranum Don Randi, fyrrverandi hljómsveitarstjóra Frank Sinatra. „Það kemur í ljós hvenær sú plata kemur út, en ég tók hana upp um leið og ég vann að fyrstu sólóplötunni. Um leið og ég byrjaði var eins og opnaðist fyrir allt heila klabbið,“ segir Edda.
Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Julian McMahon látinn Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög