Borgar á annan milljarð samtals fyrir afnot af Perlunni Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. ágúst 2013 18:50 Ríkissjóður þarf að borga 80 milljónir króna á ári í leigu fyrir afnot af Perlunni undir Náttúruminjasafn Íslands eða samtals vel á annan milljarð króna á samningstímanum. Samningurinn er til 15 ára og er óuppsaegjanlegur. Stjórnarþingmenn gagnrýna leiguna og segja hana óeðlilega háa. Sýning Náttúruminjasafnsins verður á fyrstu hæðinni í Perlunni, en auk leigu á hæðinni fylgir leiga á einum tanki. Munirnir sem verða á sýningunni hafa verið lengi í bráðabirgðahúsnæði í gömlu loftskeytastöðinni í Vesturbænum Við suðurgötu 43. Almennilegan sýningarstað hefur vantað undir þessa muni og samkvæmt áætlunum á safnið að opna haustið 2014. Stjórnarþingmenn eins og Guðlaugur Þór Þórðarson segja að sýningarstaðurinn sé full dýru verði leigður. Sérstaklega á tímum aðhalds í ríkisfjármálum. Guðlaugi Þór finnst einnig hæpið að samningurinn sé óuppsegjanlegur, en hann er gerður með fyrirvara um samþykki Alþingis.Milljarða fjárhæðir „sem á að senda á skattgreiðendur“ „Það er áhugavert að sjá að samningurinn er óuppsegjanlegur til 15 ára og það er ekki hægt að sjá að þarna sé um lága leigu að ræða. Þegar allt er tekið, uppsetningin og annað slíkt þá er um að ræða milljarða upphæðir sem á að senda á skattgreiðendur. Það eina góða við þennan samning er að hann hefur ekki verið samþykktur af hálfu Alþingis. Það kemur því til kasta þingsins í haust hvort menn vilja forgangsraða með þeim hætti að menn setji milljarða í þetta verkefni,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir að nú verði að forgangsraða í ríkisfjármálum, enda sé ríkið að greiða tvöfalda þá fjárhæð sem fer í rekstur heilbrigðiskerfisins í vexti af lánum ríkissjóðs. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir að samningurinn sé sanngjarn fyrir bæði ríki og borg. „Borgin keypti Perluna og leggur um hundrað milljónir króna í breytingar á henni svo af þessari sýningu geti orðið. Leigan stendur í raun bara undir þeirri fjárfestingu (kaupunum á Perlunni innsk.blm) en ekkert umfram það. Þetta er ekki samningur sem er gerður til að græða á leigunni heldur fremur til að njóta góðs af því að þarna opni gott náttúruminjasafn,“ segir Dagur. Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Ríkissjóður þarf að borga 80 milljónir króna á ári í leigu fyrir afnot af Perlunni undir Náttúruminjasafn Íslands eða samtals vel á annan milljarð króna á samningstímanum. Samningurinn er til 15 ára og er óuppsaegjanlegur. Stjórnarþingmenn gagnrýna leiguna og segja hana óeðlilega háa. Sýning Náttúruminjasafnsins verður á fyrstu hæðinni í Perlunni, en auk leigu á hæðinni fylgir leiga á einum tanki. Munirnir sem verða á sýningunni hafa verið lengi í bráðabirgðahúsnæði í gömlu loftskeytastöðinni í Vesturbænum Við suðurgötu 43. Almennilegan sýningarstað hefur vantað undir þessa muni og samkvæmt áætlunum á safnið að opna haustið 2014. Stjórnarþingmenn eins og Guðlaugur Þór Þórðarson segja að sýningarstaðurinn sé full dýru verði leigður. Sérstaklega á tímum aðhalds í ríkisfjármálum. Guðlaugi Þór finnst einnig hæpið að samningurinn sé óuppsegjanlegur, en hann er gerður með fyrirvara um samþykki Alþingis.Milljarða fjárhæðir „sem á að senda á skattgreiðendur“ „Það er áhugavert að sjá að samningurinn er óuppsegjanlegur til 15 ára og það er ekki hægt að sjá að þarna sé um lága leigu að ræða. Þegar allt er tekið, uppsetningin og annað slíkt þá er um að ræða milljarða upphæðir sem á að senda á skattgreiðendur. Það eina góða við þennan samning er að hann hefur ekki verið samþykktur af hálfu Alþingis. Það kemur því til kasta þingsins í haust hvort menn vilja forgangsraða með þeim hætti að menn setji milljarða í þetta verkefni,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir að nú verði að forgangsraða í ríkisfjármálum, enda sé ríkið að greiða tvöfalda þá fjárhæð sem fer í rekstur heilbrigðiskerfisins í vexti af lánum ríkissjóðs. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir að samningurinn sé sanngjarn fyrir bæði ríki og borg. „Borgin keypti Perluna og leggur um hundrað milljónir króna í breytingar á henni svo af þessari sýningu geti orðið. Leigan stendur í raun bara undir þeirri fjárfestingu (kaupunum á Perlunni innsk.blm) en ekkert umfram það. Þetta er ekki samningur sem er gerður til að græða á leigunni heldur fremur til að njóta góðs af því að þarna opni gott náttúruminjasafn,“ segir Dagur.
Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira