Borgar á annan milljarð samtals fyrir afnot af Perlunni Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. ágúst 2013 18:50 Ríkissjóður þarf að borga 80 milljónir króna á ári í leigu fyrir afnot af Perlunni undir Náttúruminjasafn Íslands eða samtals vel á annan milljarð króna á samningstímanum. Samningurinn er til 15 ára og er óuppsaegjanlegur. Stjórnarþingmenn gagnrýna leiguna og segja hana óeðlilega háa. Sýning Náttúruminjasafnsins verður á fyrstu hæðinni í Perlunni, en auk leigu á hæðinni fylgir leiga á einum tanki. Munirnir sem verða á sýningunni hafa verið lengi í bráðabirgðahúsnæði í gömlu loftskeytastöðinni í Vesturbænum Við suðurgötu 43. Almennilegan sýningarstað hefur vantað undir þessa muni og samkvæmt áætlunum á safnið að opna haustið 2014. Stjórnarþingmenn eins og Guðlaugur Þór Þórðarson segja að sýningarstaðurinn sé full dýru verði leigður. Sérstaklega á tímum aðhalds í ríkisfjármálum. Guðlaugi Þór finnst einnig hæpið að samningurinn sé óuppsegjanlegur, en hann er gerður með fyrirvara um samþykki Alþingis.Milljarða fjárhæðir „sem á að senda á skattgreiðendur“ „Það er áhugavert að sjá að samningurinn er óuppsegjanlegur til 15 ára og það er ekki hægt að sjá að þarna sé um lága leigu að ræða. Þegar allt er tekið, uppsetningin og annað slíkt þá er um að ræða milljarða upphæðir sem á að senda á skattgreiðendur. Það eina góða við þennan samning er að hann hefur ekki verið samþykktur af hálfu Alþingis. Það kemur því til kasta þingsins í haust hvort menn vilja forgangsraða með þeim hætti að menn setji milljarða í þetta verkefni,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir að nú verði að forgangsraða í ríkisfjármálum, enda sé ríkið að greiða tvöfalda þá fjárhæð sem fer í rekstur heilbrigðiskerfisins í vexti af lánum ríkissjóðs. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir að samningurinn sé sanngjarn fyrir bæði ríki og borg. „Borgin keypti Perluna og leggur um hundrað milljónir króna í breytingar á henni svo af þessari sýningu geti orðið. Leigan stendur í raun bara undir þeirri fjárfestingu (kaupunum á Perlunni innsk.blm) en ekkert umfram það. Þetta er ekki samningur sem er gerður til að græða á leigunni heldur fremur til að njóta góðs af því að þarna opni gott náttúruminjasafn,“ segir Dagur. Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Sjá meira
Ríkissjóður þarf að borga 80 milljónir króna á ári í leigu fyrir afnot af Perlunni undir Náttúruminjasafn Íslands eða samtals vel á annan milljarð króna á samningstímanum. Samningurinn er til 15 ára og er óuppsaegjanlegur. Stjórnarþingmenn gagnrýna leiguna og segja hana óeðlilega háa. Sýning Náttúruminjasafnsins verður á fyrstu hæðinni í Perlunni, en auk leigu á hæðinni fylgir leiga á einum tanki. Munirnir sem verða á sýningunni hafa verið lengi í bráðabirgðahúsnæði í gömlu loftskeytastöðinni í Vesturbænum Við suðurgötu 43. Almennilegan sýningarstað hefur vantað undir þessa muni og samkvæmt áætlunum á safnið að opna haustið 2014. Stjórnarþingmenn eins og Guðlaugur Þór Þórðarson segja að sýningarstaðurinn sé full dýru verði leigður. Sérstaklega á tímum aðhalds í ríkisfjármálum. Guðlaugi Þór finnst einnig hæpið að samningurinn sé óuppsegjanlegur, en hann er gerður með fyrirvara um samþykki Alþingis.Milljarða fjárhæðir „sem á að senda á skattgreiðendur“ „Það er áhugavert að sjá að samningurinn er óuppsegjanlegur til 15 ára og það er ekki hægt að sjá að þarna sé um lága leigu að ræða. Þegar allt er tekið, uppsetningin og annað slíkt þá er um að ræða milljarða upphæðir sem á að senda á skattgreiðendur. Það eina góða við þennan samning er að hann hefur ekki verið samþykktur af hálfu Alþingis. Það kemur því til kasta þingsins í haust hvort menn vilja forgangsraða með þeim hætti að menn setji milljarða í þetta verkefni,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir að nú verði að forgangsraða í ríkisfjármálum, enda sé ríkið að greiða tvöfalda þá fjárhæð sem fer í rekstur heilbrigðiskerfisins í vexti af lánum ríkissjóðs. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir að samningurinn sé sanngjarn fyrir bæði ríki og borg. „Borgin keypti Perluna og leggur um hundrað milljónir króna í breytingar á henni svo af þessari sýningu geti orðið. Leigan stendur í raun bara undir þeirri fjárfestingu (kaupunum á Perlunni innsk.blm) en ekkert umfram það. Þetta er ekki samningur sem er gerður til að græða á leigunni heldur fremur til að njóta góðs af því að þarna opni gott náttúruminjasafn,“ segir Dagur.
Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Sjá meira