Í nýju myndbandi á YouTube fer Arnór Borg á kostum hvað varðar leikni sína með boltann. Arnór sem er á þrettánda aldursári æfir með Breiðablik í Kópavogi hér á landi en með UD Cornella Catalunya í Barcelona þar sem hann býr.
Greinilegt er að framtíðin er björt hjá Arnóri Borg sem býr greinilega yfir flottri boltatækni. Taktana má sjá í myndbandinu hér að neðan.
Sportið á Vísi er á Facebook.