Bandarískur karlmaður var í gær fundinn sekur um kynferðisbrot í innanlandsflugi, en hann misnotaði sofandi konu í sætinu við hliðina á honum.
Bawer Aksal, sem 49 ára frá New Jersey, var sakfelldur í tveimur ákæruliðum fyrir kynferðisbrot gegn konunni, en brotin áttu sér stað í flugi United Airlines-flugfélagsins frá Phoenix til Newark í fyrra.
Konan, sem sat í gluggasæti, vaknaði við það að Aksal var kominn með höndina inn á nærbuxur hennar og leitaði hún strax aðstoðar frá flugþjónum. Farþegi sem sat í sömu röð varð vitni að atburðinum og staðfesti sögu konunnar.
Málið er alríkismál þar sem brotið átti sér stað í flugi, og tilheyrir þá ekki umdæmi sérstakra fylkja. Aksal á yfir höfði sér 250 þúsund dala sekt og allt að ævilangt fangelsi, en refsing hans verður ákveðin í október.
Misnotaði sofandi konu í flugvél
Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
