Sakamál gegn Landsbankanum í Lúxemborg Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2013 07:00 Höfuðstöðvar Landsbankans í Lúxemborg sem nú hefur verið tekinn til skipta. Fréttablaðið/BÞS Hópur breskra lífeyrisþega er að reyna að höfða sakamál á Spáni gegn forsvarsmönnum Landsbankans í Lúxemborg vegna fjársvika sem þeir telja sig hafa orðið fyrir í viðskiptum við bankann. Þetta kemur fram í blaðinu Round Town News sem gefið er út af Bretum búsettum á Spáni. Í því segir að hundruð lífeyrisþega, sem búsettir eru á Spáni, í Frakklandi og Portúgal, flestir breskir, hafi verið skilir eftir í fjárhagslegum kröggum eftir hrun Landsbankans. Fjölmargir lífeyrisþegar í þessari stöðu hafa stofnað hópinn „Landsbanki Victims Action Group“ og hafa nú höfðað sakamál í bænum San Roque á Spáni, en yfir 60 manns úr hópnum hafa verið boðaðir í skýrslutöku við undirbúning málshöfðunarinnar. Dómstóll í borginni Dénia hefur nú þegar hafnað beiðni hópsins í sambærilegu máli, þar sem um sé að ræða mál af einkaréttarlegum toga frekar en sakamál. Talsmaður hópsins, Mike McInnes, sagði í samtali við blaðið að málshöfðunin væri frábær frétt fyrir lífeyrisþegana, þar sem eftir fimm ára baráttu séu hjól réttlætisins loksins farin að snúast. „Við vonum að þeir sem stóðu fyrir þessum svikum munu núna þurfi að bera ábyrgð á gjörðum sínum,“ sagði McInnes. Hann bætti við að einhver fórnarlamba hinna meintu fjársvika hefðu látist vitandi af því að makar þeirra þyrftu að takast á við að glata húsnæði sínu til slitastjórnar Landsbankans. Í fyrra voru yfir 120 meðlimir hópsins búsettir á Costa del Sol og Costa Blanca á Spáni og yfir 16 meðlimir hafa látist síðan hópurinn var stofnaður. Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi slitastjórnar Landsbankans á Íslandi, segir þetta mál ekki snerta slitastjórnina með neinum hætti. „Landsbankinn í Lúxemborg var sjálfstætt félag, dótturfélag Landsbankans, og heyrir ekki undir þrotabú gamla Landsbankans. Uppgjör á kröfum milli bankans og þess í Lúxemborg hefur farið fram og við höfum engin afskipti af þessum málum,“ sagði Páll í samtali við Fréttablaðið. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Hópur breskra lífeyrisþega er að reyna að höfða sakamál á Spáni gegn forsvarsmönnum Landsbankans í Lúxemborg vegna fjársvika sem þeir telja sig hafa orðið fyrir í viðskiptum við bankann. Þetta kemur fram í blaðinu Round Town News sem gefið er út af Bretum búsettum á Spáni. Í því segir að hundruð lífeyrisþega, sem búsettir eru á Spáni, í Frakklandi og Portúgal, flestir breskir, hafi verið skilir eftir í fjárhagslegum kröggum eftir hrun Landsbankans. Fjölmargir lífeyrisþegar í þessari stöðu hafa stofnað hópinn „Landsbanki Victims Action Group“ og hafa nú höfðað sakamál í bænum San Roque á Spáni, en yfir 60 manns úr hópnum hafa verið boðaðir í skýrslutöku við undirbúning málshöfðunarinnar. Dómstóll í borginni Dénia hefur nú þegar hafnað beiðni hópsins í sambærilegu máli, þar sem um sé að ræða mál af einkaréttarlegum toga frekar en sakamál. Talsmaður hópsins, Mike McInnes, sagði í samtali við blaðið að málshöfðunin væri frábær frétt fyrir lífeyrisþegana, þar sem eftir fimm ára baráttu séu hjól réttlætisins loksins farin að snúast. „Við vonum að þeir sem stóðu fyrir þessum svikum munu núna þurfi að bera ábyrgð á gjörðum sínum,“ sagði McInnes. Hann bætti við að einhver fórnarlamba hinna meintu fjársvika hefðu látist vitandi af því að makar þeirra þyrftu að takast á við að glata húsnæði sínu til slitastjórnar Landsbankans. Í fyrra voru yfir 120 meðlimir hópsins búsettir á Costa del Sol og Costa Blanca á Spáni og yfir 16 meðlimir hafa látist síðan hópurinn var stofnaður. Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi slitastjórnar Landsbankans á Íslandi, segir þetta mál ekki snerta slitastjórnina með neinum hætti. „Landsbankinn í Lúxemborg var sjálfstætt félag, dótturfélag Landsbankans, og heyrir ekki undir þrotabú gamla Landsbankans. Uppgjör á kröfum milli bankans og þess í Lúxemborg hefur farið fram og við höfum engin afskipti af þessum málum,“ sagði Páll í samtali við Fréttablaðið.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira