Reynt að stöðva jarðasöfnun erlendra auðkýfinga á Íslandi Stígur Helgason skrifar 28. janúar 2013 06:00 Heiðarvatn Svisslendingurinn Rudolph Lamprecht hefur meðal annars keypt Heiðarvatn í Mýrdal. Ögmundi finnst hann hafa seilst býsna langt. Mynd/Magnús Jóhannsson Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur látið vinna drög að frumvarpi í ráðuneytinu sem er hugsað til að koma í veg fyrir stórfelld uppkaup erlendra auðmanna á íslenskum landareignum. Hann gerir ráð fyrir því að kynna frumvarpið í ríkisstjórn á þriðjudag. „Hugsunin er ekki sú að girða fyrir allar fjárfestingar á Íslandi eins og margir hafa verið að gefa í skyn. Ég er að beina sjónum mínum fyrst og fremst að eignarlandi,“ segir Ögmundur. „Það eru brögð að því að auðkýfingar séu að safna hér jörðum án þess að hafa nokkurn tilgang með því að sinni annan en að safna eignarlandi á Íslandi,“ segir Ögmundur og nefnir sérstaklega landakaup Svisslendingsins Rudolfs Lamprecht á Mýrdal. „Ég hygg að þetta sé líka að gerast annars staðar án þess að ég vilji á þessu stigi fara nánar út í það,“ segir Ögmundur.Ögmundur Jónasson.Frumvarpsdrögin gera ráð fyrir að lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna verði breytt í tveimur meginatriðum: Annars vegar þurfi menn að hafa íslenskan ríkisborgararétt til að kaupa hér fasteign eða þá lögheimili hér og einskorðast þá heimildin við íbúðar- eða frístundahús. Hins vegar missi ráðherra opna heimild sína til að veita undanþágu fyrir fasteignakaupum að eigin geðþótta eins og nú er. Í staðinn geti hann aðeins veitt undanþágu fyrir kaupum sem tengjast beint fyrirhugaðri atvinnustarfsemi eða þeim sem hafa sérstök ættartengsl við landið. Þá eru lagðar til breytingar á reglugerð sem snertir fjárfestingar fólks innan Evrópska efnahagssvæðisins á þann veg að þeir verði að hafa skýran tilgang með kaupum sínum á íslenskum fasteignum. Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði í fréttum RÚV um helgina að tillögurnar gengju þvert á þá stefnu að auka erlenda fjárfestingu. Hann efaðist um að þær nytu stuðnings í ríkisstjórn eða á Alþingi. Spurður hvort hann telji að frumvarpinu verði vel tekið í ríkisstjórninni segir hann: „Þessu var nú ekki tekið með uppklappi af hálfu allra á fyrstu metrunum – og vísa ég þar í varaformann Samfylkingarinnar – en ég vil nú spyrja hvort það geti verið að hann sé að misskilja eitthvað í þessu," segir Ögmundur, sem kveðst telja að ríkur vilji sé fyrir breytingunni í samfélaginu. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur látið vinna drög að frumvarpi í ráðuneytinu sem er hugsað til að koma í veg fyrir stórfelld uppkaup erlendra auðmanna á íslenskum landareignum. Hann gerir ráð fyrir því að kynna frumvarpið í ríkisstjórn á þriðjudag. „Hugsunin er ekki sú að girða fyrir allar fjárfestingar á Íslandi eins og margir hafa verið að gefa í skyn. Ég er að beina sjónum mínum fyrst og fremst að eignarlandi,“ segir Ögmundur. „Það eru brögð að því að auðkýfingar séu að safna hér jörðum án þess að hafa nokkurn tilgang með því að sinni annan en að safna eignarlandi á Íslandi,“ segir Ögmundur og nefnir sérstaklega landakaup Svisslendingsins Rudolfs Lamprecht á Mýrdal. „Ég hygg að þetta sé líka að gerast annars staðar án þess að ég vilji á þessu stigi fara nánar út í það,“ segir Ögmundur.Ögmundur Jónasson.Frumvarpsdrögin gera ráð fyrir að lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna verði breytt í tveimur meginatriðum: Annars vegar þurfi menn að hafa íslenskan ríkisborgararétt til að kaupa hér fasteign eða þá lögheimili hér og einskorðast þá heimildin við íbúðar- eða frístundahús. Hins vegar missi ráðherra opna heimild sína til að veita undanþágu fyrir fasteignakaupum að eigin geðþótta eins og nú er. Í staðinn geti hann aðeins veitt undanþágu fyrir kaupum sem tengjast beint fyrirhugaðri atvinnustarfsemi eða þeim sem hafa sérstök ættartengsl við landið. Þá eru lagðar til breytingar á reglugerð sem snertir fjárfestingar fólks innan Evrópska efnahagssvæðisins á þann veg að þeir verði að hafa skýran tilgang með kaupum sínum á íslenskum fasteignum. Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði í fréttum RÚV um helgina að tillögurnar gengju þvert á þá stefnu að auka erlenda fjárfestingu. Hann efaðist um að þær nytu stuðnings í ríkisstjórn eða á Alþingi. Spurður hvort hann telji að frumvarpinu verði vel tekið í ríkisstjórninni segir hann: „Þessu var nú ekki tekið með uppklappi af hálfu allra á fyrstu metrunum – og vísa ég þar í varaformann Samfylkingarinnar – en ég vil nú spyrja hvort það geti verið að hann sé að misskilja eitthvað í þessu," segir Ögmundur, sem kveðst telja að ríkur vilji sé fyrir breytingunni í samfélaginu.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira