Keyrt inn í Melabúðina Þórhildur Þorkelsdóttir og Boði Logason skrifar 22. júlí 2013 17:17 Litlu munaði að illa færi í Melabúðinni í dag. MYND/VÍSIR Eldri maður á jeppa keyrði á Melabúðina í dag. Talsvert eignatjón varð en engin alvarleg slys urðu á fólki. Lögregla og slökkvilið voru kölluð á staðinn. Maðurinn keyrði inn í austurhlið verslunarinnar svo kælir féll á hliðina og gosflöskur runnu um alla búð. „Sem betur fer var enginn þarna hjá kælinum, annars hefði þetta getað endað mjög illa,“ sagði sjónarvottur í samtali við Vísi. Starfsólki var mjög brugðið, en þrátt fyrir atvikið var áfram opið í versluninni. Hér fyrir neðan má sjá myndbandsupptöku innan úr versluninni þegar bíllinn skellur á veggnum. Melabúðin birti það á Facebook-síðu sinni stuttu eftir slysið. Bílstjórinn ætlaði að leggja bílnum fyrir utan verslunina en svo virðist sem hann hafi fyrir slysni stigið á bensíngjöfina í staðinn fyrir bremsuna. „Ég stóð við kjötborðið og við heyrðum mikinn mikinn skell, þetta var meira eins og sprenging en eitthvað annað. Við sáum bara hvernig hillan kom á móti okkur, þetta var það mikið högg. Það fyrsta sem við gerðum öll var að hlaupa til og athuga hvað gerðist og hvort einhver hefði slasast. Við vorum öll í sjokki en maður reyndi nú bara að bregðast hratt og rétt við," segir Anna Þóra Alfreðsdóttir, starfsmaður í versluninni í viðtali við fréttir Stöðvar 2. Talsvert eignatjón varð við höggið en engin alvarleg slys urðu á fólki. Kona sem var með sofandi barn sitt í þessum barnavagni sagði í samtali við fréttastofu stuttu eftir atvikið að hún hafi ætlað að leggja vagninn frá sér á sama stað og jeppinn kom inn í veginn. Það varð henni hinsvegar til happs að annar viðskiptavinur benti henni á að setja vagninn nær hurðinni á meðan hún færi inn að versla. Nokkrum sekúndum síðar var jeppanum ekið á veginn. „Það er algjört lán í óláni að enginn slasaðist. Tjónið skiptir okkur engu máli og það verður bætt, en bara gott að allir komumst heilir frá þessu," segir Pétur Alan Guðmundsson, eigandi Melabúðarinnar. Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Sjá meira
Eldri maður á jeppa keyrði á Melabúðina í dag. Talsvert eignatjón varð en engin alvarleg slys urðu á fólki. Lögregla og slökkvilið voru kölluð á staðinn. Maðurinn keyrði inn í austurhlið verslunarinnar svo kælir féll á hliðina og gosflöskur runnu um alla búð. „Sem betur fer var enginn þarna hjá kælinum, annars hefði þetta getað endað mjög illa,“ sagði sjónarvottur í samtali við Vísi. Starfsólki var mjög brugðið, en þrátt fyrir atvikið var áfram opið í versluninni. Hér fyrir neðan má sjá myndbandsupptöku innan úr versluninni þegar bíllinn skellur á veggnum. Melabúðin birti það á Facebook-síðu sinni stuttu eftir slysið. Bílstjórinn ætlaði að leggja bílnum fyrir utan verslunina en svo virðist sem hann hafi fyrir slysni stigið á bensíngjöfina í staðinn fyrir bremsuna. „Ég stóð við kjötborðið og við heyrðum mikinn mikinn skell, þetta var meira eins og sprenging en eitthvað annað. Við sáum bara hvernig hillan kom á móti okkur, þetta var það mikið högg. Það fyrsta sem við gerðum öll var að hlaupa til og athuga hvað gerðist og hvort einhver hefði slasast. Við vorum öll í sjokki en maður reyndi nú bara að bregðast hratt og rétt við," segir Anna Þóra Alfreðsdóttir, starfsmaður í versluninni í viðtali við fréttir Stöðvar 2. Talsvert eignatjón varð við höggið en engin alvarleg slys urðu á fólki. Kona sem var með sofandi barn sitt í þessum barnavagni sagði í samtali við fréttastofu stuttu eftir atvikið að hún hafi ætlað að leggja vagninn frá sér á sama stað og jeppinn kom inn í veginn. Það varð henni hinsvegar til happs að annar viðskiptavinur benti henni á að setja vagninn nær hurðinni á meðan hún færi inn að versla. Nokkrum sekúndum síðar var jeppanum ekið á veginn. „Það er algjört lán í óláni að enginn slasaðist. Tjónið skiptir okkur engu máli og það verður bætt, en bara gott að allir komumst heilir frá þessu," segir Pétur Alan Guðmundsson, eigandi Melabúðarinnar.
Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Sjá meira