Keyrt inn í Melabúðina Þórhildur Þorkelsdóttir og Boði Logason skrifar 22. júlí 2013 17:17 Litlu munaði að illa færi í Melabúðinni í dag. MYND/VÍSIR Eldri maður á jeppa keyrði á Melabúðina í dag. Talsvert eignatjón varð en engin alvarleg slys urðu á fólki. Lögregla og slökkvilið voru kölluð á staðinn. Maðurinn keyrði inn í austurhlið verslunarinnar svo kælir féll á hliðina og gosflöskur runnu um alla búð. „Sem betur fer var enginn þarna hjá kælinum, annars hefði þetta getað endað mjög illa,“ sagði sjónarvottur í samtali við Vísi. Starfsólki var mjög brugðið, en þrátt fyrir atvikið var áfram opið í versluninni. Hér fyrir neðan má sjá myndbandsupptöku innan úr versluninni þegar bíllinn skellur á veggnum. Melabúðin birti það á Facebook-síðu sinni stuttu eftir slysið. Bílstjórinn ætlaði að leggja bílnum fyrir utan verslunina en svo virðist sem hann hafi fyrir slysni stigið á bensíngjöfina í staðinn fyrir bremsuna. „Ég stóð við kjötborðið og við heyrðum mikinn mikinn skell, þetta var meira eins og sprenging en eitthvað annað. Við sáum bara hvernig hillan kom á móti okkur, þetta var það mikið högg. Það fyrsta sem við gerðum öll var að hlaupa til og athuga hvað gerðist og hvort einhver hefði slasast. Við vorum öll í sjokki en maður reyndi nú bara að bregðast hratt og rétt við," segir Anna Þóra Alfreðsdóttir, starfsmaður í versluninni í viðtali við fréttir Stöðvar 2. Talsvert eignatjón varð við höggið en engin alvarleg slys urðu á fólki. Kona sem var með sofandi barn sitt í þessum barnavagni sagði í samtali við fréttastofu stuttu eftir atvikið að hún hafi ætlað að leggja vagninn frá sér á sama stað og jeppinn kom inn í veginn. Það varð henni hinsvegar til happs að annar viðskiptavinur benti henni á að setja vagninn nær hurðinni á meðan hún færi inn að versla. Nokkrum sekúndum síðar var jeppanum ekið á veginn. „Það er algjört lán í óláni að enginn slasaðist. Tjónið skiptir okkur engu máli og það verður bætt, en bara gott að allir komumst heilir frá þessu," segir Pétur Alan Guðmundsson, eigandi Melabúðarinnar. Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
Eldri maður á jeppa keyrði á Melabúðina í dag. Talsvert eignatjón varð en engin alvarleg slys urðu á fólki. Lögregla og slökkvilið voru kölluð á staðinn. Maðurinn keyrði inn í austurhlið verslunarinnar svo kælir féll á hliðina og gosflöskur runnu um alla búð. „Sem betur fer var enginn þarna hjá kælinum, annars hefði þetta getað endað mjög illa,“ sagði sjónarvottur í samtali við Vísi. Starfsólki var mjög brugðið, en þrátt fyrir atvikið var áfram opið í versluninni. Hér fyrir neðan má sjá myndbandsupptöku innan úr versluninni þegar bíllinn skellur á veggnum. Melabúðin birti það á Facebook-síðu sinni stuttu eftir slysið. Bílstjórinn ætlaði að leggja bílnum fyrir utan verslunina en svo virðist sem hann hafi fyrir slysni stigið á bensíngjöfina í staðinn fyrir bremsuna. „Ég stóð við kjötborðið og við heyrðum mikinn mikinn skell, þetta var meira eins og sprenging en eitthvað annað. Við sáum bara hvernig hillan kom á móti okkur, þetta var það mikið högg. Það fyrsta sem við gerðum öll var að hlaupa til og athuga hvað gerðist og hvort einhver hefði slasast. Við vorum öll í sjokki en maður reyndi nú bara að bregðast hratt og rétt við," segir Anna Þóra Alfreðsdóttir, starfsmaður í versluninni í viðtali við fréttir Stöðvar 2. Talsvert eignatjón varð við höggið en engin alvarleg slys urðu á fólki. Kona sem var með sofandi barn sitt í þessum barnavagni sagði í samtali við fréttastofu stuttu eftir atvikið að hún hafi ætlað að leggja vagninn frá sér á sama stað og jeppinn kom inn í veginn. Það varð henni hinsvegar til happs að annar viðskiptavinur benti henni á að setja vagninn nær hurðinni á meðan hún færi inn að versla. Nokkrum sekúndum síðar var jeppanum ekið á veginn. „Það er algjört lán í óláni að enginn slasaðist. Tjónið skiptir okkur engu máli og það verður bætt, en bara gott að allir komumst heilir frá þessu," segir Pétur Alan Guðmundsson, eigandi Melabúðarinnar.
Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira