Sigrún tekin fram yfir Ólínu Heimir Már Pétursson skrifar 23. október 2013 13:39 Stefán B. Sigurðsson rektor hefur boðið Sigrúnu Stefánsdóttur starf sviðsforseta hug- og félagsvísindasviðs við Háskólann á Akureyri. En Ólína Þorvarðardóttir hlaut flest atkvæði þegar greidd voru atkvæði um umsækjendur hjá félagsvísindasviði skólans í sumar. Ólína segist eiga eftir að skoða gögn málsins sem hún hafi enn ekki fengið að sjá til að átta sig á rökunum í málinu. „En eins og þetta blasir við mér núna þá sýnist mér þarna opnað fyrir mikla geðþóttastjórnsýslu, satt að segja. Ég hef áhyggjur af því og finnst það slæmt fordæmi fyrir akademíska starfsmenn og aðra sem sækja um opinber störf,“ segir Ólína. Staða sviðsforseta var auglýst til umsóknar í apríl með umsóknarfresti til 6. maí. Fimm sóttu í upphafi um stöðuna og komst dómnefnd að þeirri niðurstöðu að fjórir umsækjenda teldust hæfir, en einn dró umsókn sína til baka. Eftir að umsækjendur höfðu kynnt sig fyrir starfsfólki félagsvísindasviðsins fór fram atkvæðagreiðsla um umsækjendur og hlutu Ólína og Rögnvadlur Ingþórsson þá jafnmörg atkvæði eða 16 en Sigrún Stefánsdóttir hlaut þrettán atkvæði. Í annari atkvæðagreiðslu þar sem kosið var milli Ólínu og Rögnvaldar hlaut Ólína 20 atkvæði en Rögnvaldur 19. Þegar þetta lá fyrir ákvað stjórn Háskólans á Akureyri að láta fara fram annað hæfnismat og kallaði Capacent Gallup til leiks til að framkvæma það, sem nú hefur leitt til þess að Sigrún Stefánsdóttir hefur verið ráðin. „Það er alla vega ljóst samkvæmt lögum og reglum hvað á að meta og með hvaða hætti við ráðningar í störf af þessu tagi. Og það er alveg ljóst að það var farið útfyrir auglýstan og hefðbundinn ráðningarferil í þessari málsmeðferð,“ segir Ólína. Þannig að hún velti fyrir sér hvers vegna annað ráðningarferli var sett af stað en lagt var upp með. Í tilkynningu frá Háskólanum segir að Sigrún hafi verið ein af sex umsækjendum um starfið og komið sterkust út í niðurstöðu dómnefndar og einnig í skýrslu Capacent en ekki hafi náðst fram meirihlutaálit sviðsins í kosningu á sviðsforseta. Ólína segir að hún hafi haft góða von um að fá starfið ef allt væri með felldu og verið farin að hlakka til að komast aftur inn í háskólasamfélagið. Niðurstaðan sé henni því vonbrigði. Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Stefán B. Sigurðsson rektor hefur boðið Sigrúnu Stefánsdóttur starf sviðsforseta hug- og félagsvísindasviðs við Háskólann á Akureyri. En Ólína Þorvarðardóttir hlaut flest atkvæði þegar greidd voru atkvæði um umsækjendur hjá félagsvísindasviði skólans í sumar. Ólína segist eiga eftir að skoða gögn málsins sem hún hafi enn ekki fengið að sjá til að átta sig á rökunum í málinu. „En eins og þetta blasir við mér núna þá sýnist mér þarna opnað fyrir mikla geðþóttastjórnsýslu, satt að segja. Ég hef áhyggjur af því og finnst það slæmt fordæmi fyrir akademíska starfsmenn og aðra sem sækja um opinber störf,“ segir Ólína. Staða sviðsforseta var auglýst til umsóknar í apríl með umsóknarfresti til 6. maí. Fimm sóttu í upphafi um stöðuna og komst dómnefnd að þeirri niðurstöðu að fjórir umsækjenda teldust hæfir, en einn dró umsókn sína til baka. Eftir að umsækjendur höfðu kynnt sig fyrir starfsfólki félagsvísindasviðsins fór fram atkvæðagreiðsla um umsækjendur og hlutu Ólína og Rögnvadlur Ingþórsson þá jafnmörg atkvæði eða 16 en Sigrún Stefánsdóttir hlaut þrettán atkvæði. Í annari atkvæðagreiðslu þar sem kosið var milli Ólínu og Rögnvaldar hlaut Ólína 20 atkvæði en Rögnvaldur 19. Þegar þetta lá fyrir ákvað stjórn Háskólans á Akureyri að láta fara fram annað hæfnismat og kallaði Capacent Gallup til leiks til að framkvæma það, sem nú hefur leitt til þess að Sigrún Stefánsdóttir hefur verið ráðin. „Það er alla vega ljóst samkvæmt lögum og reglum hvað á að meta og með hvaða hætti við ráðningar í störf af þessu tagi. Og það er alveg ljóst að það var farið útfyrir auglýstan og hefðbundinn ráðningarferil í þessari málsmeðferð,“ segir Ólína. Þannig að hún velti fyrir sér hvers vegna annað ráðningarferli var sett af stað en lagt var upp með. Í tilkynningu frá Háskólanum segir að Sigrún hafi verið ein af sex umsækjendum um starfið og komið sterkust út í niðurstöðu dómnefndar og einnig í skýrslu Capacent en ekki hafi náðst fram meirihlutaálit sviðsins í kosningu á sviðsforseta. Ólína segir að hún hafi haft góða von um að fá starfið ef allt væri með felldu og verið farin að hlakka til að komast aftur inn í háskólasamfélagið. Niðurstaðan sé henni því vonbrigði.
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira