Frank Ocean syngur í Laugardalshöll í júlí Freyr Bjarnason skrifar 17. maí 2013 07:00 Tónlistarmaðurinn Frank Ocean verður í Laugardalshöll 16. júlí. nordicphotos/getty „Við erum ótrúlega spenntir fyrir því að hafa náð að landa tónlistarmanni sem er sjóðandi heitur núna,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu. Bandaríski tónlistarmaðurinn Frank Ocean verður með tónleika í Laugardalshöllinni 16. júlí. „Það síðasta sem hann gerir áður en hann kemur til Íslands er að koma fram á tónlistarhátíð í London með Justin Timberlake. Það sýnir svolítið hversu stór hann er,“ segir Ísleifur. „Við erum búnir að vinna lengi í því að fá einhvern ungan og ferskan tónlistarmann á uppleið til landsins. Hann er einn heitasti listamaður samtímans og það er brjálæðislegt „buzz“ í kringum hann. Það er ótrúlega strembið fyrir litla Ísland að ná svona mönnum.“ Hinn 26 ára Ocean frá New Orleans hóf feril sinn sem lagahöfundur fyrir stjörnur á borð við Beyoncé Knowles, Brandy, Justin Bieber og John Legend. Í fyrra kom út hans fyrsta sólóplata, Channel Orange, sem hefur slegið í gegn um heim allan. Þar blandaði hann saman R&B, poppi og rappi á silkimjúkan og grípandi hátt. Ocean hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir plötuna, þar á meðal tvenn Grammy-verðlaun, Brit-verðlaun sem besti alþjóðlegi karlkyns listamaðurinn og Q-verðlaunin sem bjartasta vonin. Um síðustu áramót toppaði Channel Orange svo marga árslista fjölmiðla og gagnrýnenda um allan heim að annað eins hefur varla sést. Meðal þeirra sem völdu hana bestu plötu ársins eru til dæmis Spin, Mojo, The New York Times, Time og Washington Post, auk þess sem hún var efst á blaði hjá tónlistarsérfræðingum Fréttablaðsins. Á vefsíðunni Metacritic, sem tekur saman einkunnir allra helstu gagnrýnenda heims, var Channel Orange með langhæsta meðaltalið fyrir síðasta ár. Til marks um þá stöðu sem Frank Ocean hefur skapað sér þá er hann að finna á lista tímaritsins Time í ár yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims. Mikla athygli vakti þegar hann tilkynnti á Tumblr-síðu sinni í fyrra að þegar hann var nítján ára hefði hann orðið ástfanginn af öðrum karlmanni. Hann varð þar með einn fyrsti frægi, þeldökki bandaríski tónlistarmaðurinn til að greina opinberlega frá samkynhneigð sinni. Það er sérlega athyglisvert í ljósi þess að bandaríska hipphopptónlistarsenan er þekkt fyrir fordóma sína gegn samkynhneigðum. Justin Bieber á Íslandi Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira
„Við erum ótrúlega spenntir fyrir því að hafa náð að landa tónlistarmanni sem er sjóðandi heitur núna,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu. Bandaríski tónlistarmaðurinn Frank Ocean verður með tónleika í Laugardalshöllinni 16. júlí. „Það síðasta sem hann gerir áður en hann kemur til Íslands er að koma fram á tónlistarhátíð í London með Justin Timberlake. Það sýnir svolítið hversu stór hann er,“ segir Ísleifur. „Við erum búnir að vinna lengi í því að fá einhvern ungan og ferskan tónlistarmann á uppleið til landsins. Hann er einn heitasti listamaður samtímans og það er brjálæðislegt „buzz“ í kringum hann. Það er ótrúlega strembið fyrir litla Ísland að ná svona mönnum.“ Hinn 26 ára Ocean frá New Orleans hóf feril sinn sem lagahöfundur fyrir stjörnur á borð við Beyoncé Knowles, Brandy, Justin Bieber og John Legend. Í fyrra kom út hans fyrsta sólóplata, Channel Orange, sem hefur slegið í gegn um heim allan. Þar blandaði hann saman R&B, poppi og rappi á silkimjúkan og grípandi hátt. Ocean hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir plötuna, þar á meðal tvenn Grammy-verðlaun, Brit-verðlaun sem besti alþjóðlegi karlkyns listamaðurinn og Q-verðlaunin sem bjartasta vonin. Um síðustu áramót toppaði Channel Orange svo marga árslista fjölmiðla og gagnrýnenda um allan heim að annað eins hefur varla sést. Meðal þeirra sem völdu hana bestu plötu ársins eru til dæmis Spin, Mojo, The New York Times, Time og Washington Post, auk þess sem hún var efst á blaði hjá tónlistarsérfræðingum Fréttablaðsins. Á vefsíðunni Metacritic, sem tekur saman einkunnir allra helstu gagnrýnenda heims, var Channel Orange með langhæsta meðaltalið fyrir síðasta ár. Til marks um þá stöðu sem Frank Ocean hefur skapað sér þá er hann að finna á lista tímaritsins Time í ár yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims. Mikla athygli vakti þegar hann tilkynnti á Tumblr-síðu sinni í fyrra að þegar hann var nítján ára hefði hann orðið ástfanginn af öðrum karlmanni. Hann varð þar með einn fyrsti frægi, þeldökki bandaríski tónlistarmaðurinn til að greina opinberlega frá samkynhneigð sinni. Það er sérlega athyglisvert í ljósi þess að bandaríska hipphopptónlistarsenan er þekkt fyrir fordóma sína gegn samkynhneigðum.
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira