Alvogen fjárfestir fyrir 25 milljarða í Vatnsmýri Jón Júlíus Karlsson skrifar 19. september 2013 17:47 Borgarráð ákvað á fundi sínum í dag að úthluta Háskóla Íslands lóð við Sæmundargötu 15–19 vegna Vísindagarða. Á lóðinni, sem er tæpir sjö þúsund fermetrar, fyrirhugar alþjóðlega lyfjafyrirtækið Alvogen að reisa um ellefu þúsund fermetra byggingu en þar verður starfrækt Hátæknisetur í samvinnu við Vísindagarða Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Alvogen hyggst hefja framkvæmdir við Hátæknisetrið fyrir árslok og stefnt er að því að húsið verði fullbúið innan tveggja ára. Verkefnið felur í sér eina stærstu fjárfestingu einkafyrirtækis á Íslandi frá hruni. Heildarfjárfesting Alvogen vegna verkefnisins er áætluð um 25 milljarðar króna, þar með talið uppbygging á aðstöðu á Íslandi fyrir um 6 milljarða króna. Hátæknisetrið mun hýsa alþjóðlegar skrifstofur Alvogen. Þar mun einnig fara fram þróun- og framleiðsla líftæknilyfja. Í Hátæknisetrinu munu um 200 starfsmenn Alvogen starfa á næstu árum. „Þetta er tímamótamál og gífurlegt fagnaðarefni fyrir Reykjavík. Í fyrsta lagi hefur Reykjavík orðið ofan á í alþjóðlegri samkeppni um að ná þessari mikilvægu starfsemi og fjárfestingu til sín. Það sýnir hvað hægt er að gera með nánu samstarfi borgarinnar og háskólanna. Í öðru lagi er þetta stærsta beina erlenda fjárfesting á Íslandi frá hruni. Síðast en ekki síst er þetta upphafið að uppbyggingu Vísindagarða Háskóla Íslands í Vatnsmýri. Sú uppbygging felur í sér nýtt og spennandi nýsköpunarsetur og mikla innspýtingu í þekkingarhagkerfi borgarinnar með nýjan stóran vinnustað fyrir 200 starfsmenn í hátækniiðnaði. Öll þessi atriði eru í fullkomnu samræmi við nýja atvinnustefnu borgarinnar,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs.Þróa og framleiða samheitalyfjaútgáfu líftæknilyfja Í Hátæknisetri Alvogen er fyrirhugað að þróa og framleiða samheitalyfjaútgáfu líftæknilyfja sem eru nú þegar á markaði og markaðssetja þau þegar einkaleyfi þeirra renna út. Lyfin eru öll í hópi söluhæstu lyfja í heiminum í dag og seljast fyrir tugi milljarða bandaríkjadala á ári. Undanfarna mánuði hefur Alvogen lagt mat á ákjósanlega staðsetningu fyrir starfsemina og þykir Ísland nú ákjósanlegasti staðurinn fyrir byggingu Hátækniseturs. Ýmsir þættir hafa hinsvegar áhrif á endanlega niðurstöðu, s.s. leyfisveitingar. Hátæknisetrið verður rekið sem hluti af Vísindagörðum Háskóla Íslands og mun Alvogen m.a. hafa samstarf við deildir og stofnanir innan Háskóla Íslands, þar á meðal verkfræðideildir og lyfjafræðideild skólans. „Þetta er mikil lyftistöng fyrir Háskóla Íslands og við fögnum mjög fyrirhuguðu samstarfi við Alvogen og Reykjavíkurborg. Með þessu verkefni getur skólinn hagnýtt gríðarlega þekkingu sem hefur byggst upp í áratuga kennslu- og rannsóknarstarfi. Samstarf af þessu tagi er gott dæmi um með hvaða hætti skólinn getur komið með beinum hætti að uppbyggingu verðmæta- og gjaldeyrisskapandi atvinnugreina á sama tíma og stórkostleg tækifæri skapast fyrir nemendur og vísindamenn í mörgum greinum,“ segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands.Hilmar B. Janusson, stjórnarformaður Vísindagarða og forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands segir að það skipti háskólann miklu að Alvogen velji hann til væntanlegs samstarfs. „Ísland var einn af fleiri kostum sem fyrirtækinu stóð til boða við þessa uppbyggingu. Það er til marks um þá miklu þekkingu sem byggð hefur verið upp hér í landinu að fyrirtækið vilji byggja upp þessa starfsemi í tengslum við háskólann hér,“ segir Hilmar.Ísland ákjósanlegur staður fyrir lyfjaþróun Dr. Fjalar Kristjánsson, framkvæmdastjóri tækni- og gæðasviðs Alvogen, mun stýra hönnun og uppbyggingu setursins, sem m.a. hefur verið unnin í samstarfi við íslensk fyrirtæki. Dr. Fjalar hefur áratuga reynslu af lyfjageiranum og hefur verið lykilstjórnandi hjá Alvogen, Actavis og Delta. Erlendir lykilstjórnendur með áratuga reynslu á sviði líftæknilyfja hafa einnig verið ráðnir til Alvogen og munu styðja við vöxt félagsins á þessu sviði. „Ísland er ákjósanlegur staður fyrir lyfjaþróun þar sem einkaleyfaumhverfi hér á landi gerir fyrirtækjum kleift að hefja þróun og framleiðslu lyfja áður en einkaleyfi þeirra renna út. Þetta skapar ákveðið samkeppnisforskot fyrir Alvogen á heimsvísu. Við sjáum því mikil tækifæri á þessu sviði og áhugavert er að byggja upp slíka starfsemi á Íslandi. Við vonumst til að þetta verkefni nái fram að ganga og stjórn félagsins mun taka lokaákvörðun um málið þegar allir fyrirvarar eru frágengnir,“ segir Fjalar. Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fleiri fréttir Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Sjá meira
Borgarráð ákvað á fundi sínum í dag að úthluta Háskóla Íslands lóð við Sæmundargötu 15–19 vegna Vísindagarða. Á lóðinni, sem er tæpir sjö þúsund fermetrar, fyrirhugar alþjóðlega lyfjafyrirtækið Alvogen að reisa um ellefu þúsund fermetra byggingu en þar verður starfrækt Hátæknisetur í samvinnu við Vísindagarða Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Alvogen hyggst hefja framkvæmdir við Hátæknisetrið fyrir árslok og stefnt er að því að húsið verði fullbúið innan tveggja ára. Verkefnið felur í sér eina stærstu fjárfestingu einkafyrirtækis á Íslandi frá hruni. Heildarfjárfesting Alvogen vegna verkefnisins er áætluð um 25 milljarðar króna, þar með talið uppbygging á aðstöðu á Íslandi fyrir um 6 milljarða króna. Hátæknisetrið mun hýsa alþjóðlegar skrifstofur Alvogen. Þar mun einnig fara fram þróun- og framleiðsla líftæknilyfja. Í Hátæknisetrinu munu um 200 starfsmenn Alvogen starfa á næstu árum. „Þetta er tímamótamál og gífurlegt fagnaðarefni fyrir Reykjavík. Í fyrsta lagi hefur Reykjavík orðið ofan á í alþjóðlegri samkeppni um að ná þessari mikilvægu starfsemi og fjárfestingu til sín. Það sýnir hvað hægt er að gera með nánu samstarfi borgarinnar og háskólanna. Í öðru lagi er þetta stærsta beina erlenda fjárfesting á Íslandi frá hruni. Síðast en ekki síst er þetta upphafið að uppbyggingu Vísindagarða Háskóla Íslands í Vatnsmýri. Sú uppbygging felur í sér nýtt og spennandi nýsköpunarsetur og mikla innspýtingu í þekkingarhagkerfi borgarinnar með nýjan stóran vinnustað fyrir 200 starfsmenn í hátækniiðnaði. Öll þessi atriði eru í fullkomnu samræmi við nýja atvinnustefnu borgarinnar,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs.Þróa og framleiða samheitalyfjaútgáfu líftæknilyfja Í Hátæknisetri Alvogen er fyrirhugað að þróa og framleiða samheitalyfjaútgáfu líftæknilyfja sem eru nú þegar á markaði og markaðssetja þau þegar einkaleyfi þeirra renna út. Lyfin eru öll í hópi söluhæstu lyfja í heiminum í dag og seljast fyrir tugi milljarða bandaríkjadala á ári. Undanfarna mánuði hefur Alvogen lagt mat á ákjósanlega staðsetningu fyrir starfsemina og þykir Ísland nú ákjósanlegasti staðurinn fyrir byggingu Hátækniseturs. Ýmsir þættir hafa hinsvegar áhrif á endanlega niðurstöðu, s.s. leyfisveitingar. Hátæknisetrið verður rekið sem hluti af Vísindagörðum Háskóla Íslands og mun Alvogen m.a. hafa samstarf við deildir og stofnanir innan Háskóla Íslands, þar á meðal verkfræðideildir og lyfjafræðideild skólans. „Þetta er mikil lyftistöng fyrir Háskóla Íslands og við fögnum mjög fyrirhuguðu samstarfi við Alvogen og Reykjavíkurborg. Með þessu verkefni getur skólinn hagnýtt gríðarlega þekkingu sem hefur byggst upp í áratuga kennslu- og rannsóknarstarfi. Samstarf af þessu tagi er gott dæmi um með hvaða hætti skólinn getur komið með beinum hætti að uppbyggingu verðmæta- og gjaldeyrisskapandi atvinnugreina á sama tíma og stórkostleg tækifæri skapast fyrir nemendur og vísindamenn í mörgum greinum,“ segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands.Hilmar B. Janusson, stjórnarformaður Vísindagarða og forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands segir að það skipti háskólann miklu að Alvogen velji hann til væntanlegs samstarfs. „Ísland var einn af fleiri kostum sem fyrirtækinu stóð til boða við þessa uppbyggingu. Það er til marks um þá miklu þekkingu sem byggð hefur verið upp hér í landinu að fyrirtækið vilji byggja upp þessa starfsemi í tengslum við háskólann hér,“ segir Hilmar.Ísland ákjósanlegur staður fyrir lyfjaþróun Dr. Fjalar Kristjánsson, framkvæmdastjóri tækni- og gæðasviðs Alvogen, mun stýra hönnun og uppbyggingu setursins, sem m.a. hefur verið unnin í samstarfi við íslensk fyrirtæki. Dr. Fjalar hefur áratuga reynslu af lyfjageiranum og hefur verið lykilstjórnandi hjá Alvogen, Actavis og Delta. Erlendir lykilstjórnendur með áratuga reynslu á sviði líftæknilyfja hafa einnig verið ráðnir til Alvogen og munu styðja við vöxt félagsins á þessu sviði. „Ísland er ákjósanlegur staður fyrir lyfjaþróun þar sem einkaleyfaumhverfi hér á landi gerir fyrirtækjum kleift að hefja þróun og framleiðslu lyfja áður en einkaleyfi þeirra renna út. Þetta skapar ákveðið samkeppnisforskot fyrir Alvogen á heimsvísu. Við sjáum því mikil tækifæri á þessu sviði og áhugavert er að byggja upp slíka starfsemi á Íslandi. Við vonumst til að þetta verkefni nái fram að ganga og stjórn félagsins mun taka lokaákvörðun um málið þegar allir fyrirvarar eru frágengnir,“ segir Fjalar.
Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fleiri fréttir Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Sjá meira