Erlent

Rektor dæmdur fyrir kynferðisbrot gagnvart nemanda

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn þarf að greiða stúlkunni 200 þúsund norskar krónur í bætur.
Maðurinn þarf að greiða stúlkunni 200 þúsund norskar krónur í bætur.
Fyrrverandi rektor í skóla í norðurhluta Noregs hefur verið dæmdur fyrir að eiga í kynferðislegu sambandi við nemanda sinn, stúlku sem hann barnaði tvisvar sinnum.

Maðurinn er fundinn sekur um að alvarlega kynferðislega misnotkun, en stelpan var einungis fimmtán ára þegar misnotkunin átti sér stað. Maðurinn, sem er 51 árs gamall í dag mun sæta þriggja og hálfs árs fangelsi, eftir því sem fram kemur í blaðinu Nordland. Hann mun einnig þurfa að greiða 200 þúsund norskar krónur, um 4 milljónir íslenskra króna, í bætur.

„Það er gott að það er hægt að ljúka þessu máli," segir Kristin Fagerheim Hammervik, réttargæslumaður stúlkunnar. „Þetta hefur verið sársaukafullur og erfiður tími fyrir hana. En það er gott að málflutningur hennar hafi verið tekinn trúanlegur, bæði í undirdómi og yfirrétti," segir hún.

Það er hægt að lesa meira um málið í danska blaðinu MetroXpress.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×