Guðmundur Steingrímsson: Ekkert fast í hendi 1. mars 2013 10:30 Guðmundur Steingrímsson „Það er greinilega allt á fleygiferð," segir Guðmundur Steingrímsson, annar formaður Bjartrar Framtíðar sem lækkar allnokkuð í nýrri könnun Fréttablaðsins sem birtist í dag. Björt Framtíð hefur hingað til mælst með fylgi yfir 15 prósentum, og á tímabili mældist flokkurinn með nær 20 prósent fylgi í könnunum. Nú aftur á móti er staðan önnur. Flokkurinn hrapar bókstaflega niður í 8,7 prósent. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að flokkurinn er enn stærsta nýja framboðið og verði niðurstaðan í kosningum eins og könnunin í dag þá næði flokkurinn 6 þingmönnum. Guðmundur segir fylgi flokka á fleygiferð, „og það er ljóst að það er ekkert fast í hendi," bætir hann við. Hann bendir á að óákveðnir eru margir, eða um 42 prósent svarenda könnunarinnar. „Þannig að flokkur óákveðinna er stærsti flokkurinn," segir Guðmundur. Hann segir enn mikinn tíma til stefnu, „nú stendur upp á okkur, eins og með aðra flokka, að skýra fyrir hvað við stöndum fyrir." Spurður hvort Björt framtíð sé að gjalda fyrir mikla áherslu á aðildarviðræður og inngöngu inn í Evrópusambandið, en minni áherslu á skuldavanda heimilanna - eins og virðist ætla að verða línan hjá öðrum flokkum - svarar Guðmundur því til að eina raunhæfa lausnin til þess að bæta skuldastöðu heimilanna sé að koma á stöðugri gjaldmiðli. „Það kemur fljótlega í ljós þegar maður reiknar sig í gegnum allar þessar tillögur um að bæta skuldastöðu heimilanna að þar sé verið að færa fjármagn á milli hópa og lánin eru alltaf jafn dýr," segir Guðmundur. Spurður hvað taki nú við svarar Guðmundur: „Við erum bjartsýn. Nú er bara að keyra þetta upp og sýna úr hverju við erum gerð." Tengdar fréttir Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn mælist minni í kjölfar landsfundar en í lok janúar. Framsóknarflokkurinn þarf lítið að bæta sig til að verða stærsti flokkurinn. Fylgi Bjartrar framtíðar hrynur milli skoðanakannana. Vinstri græn virðast heldur vera að ná vopnum sínum. 1. mars 2013 06:00 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
„Það er greinilega allt á fleygiferð," segir Guðmundur Steingrímsson, annar formaður Bjartrar Framtíðar sem lækkar allnokkuð í nýrri könnun Fréttablaðsins sem birtist í dag. Björt Framtíð hefur hingað til mælst með fylgi yfir 15 prósentum, og á tímabili mældist flokkurinn með nær 20 prósent fylgi í könnunum. Nú aftur á móti er staðan önnur. Flokkurinn hrapar bókstaflega niður í 8,7 prósent. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að flokkurinn er enn stærsta nýja framboðið og verði niðurstaðan í kosningum eins og könnunin í dag þá næði flokkurinn 6 þingmönnum. Guðmundur segir fylgi flokka á fleygiferð, „og það er ljóst að það er ekkert fast í hendi," bætir hann við. Hann bendir á að óákveðnir eru margir, eða um 42 prósent svarenda könnunarinnar. „Þannig að flokkur óákveðinna er stærsti flokkurinn," segir Guðmundur. Hann segir enn mikinn tíma til stefnu, „nú stendur upp á okkur, eins og með aðra flokka, að skýra fyrir hvað við stöndum fyrir." Spurður hvort Björt framtíð sé að gjalda fyrir mikla áherslu á aðildarviðræður og inngöngu inn í Evrópusambandið, en minni áherslu á skuldavanda heimilanna - eins og virðist ætla að verða línan hjá öðrum flokkum - svarar Guðmundur því til að eina raunhæfa lausnin til þess að bæta skuldastöðu heimilanna sé að koma á stöðugri gjaldmiðli. „Það kemur fljótlega í ljós þegar maður reiknar sig í gegnum allar þessar tillögur um að bæta skuldastöðu heimilanna að þar sé verið að færa fjármagn á milli hópa og lánin eru alltaf jafn dýr," segir Guðmundur. Spurður hvað taki nú við svarar Guðmundur: „Við erum bjartsýn. Nú er bara að keyra þetta upp og sýna úr hverju við erum gerð."
Tengdar fréttir Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn mælist minni í kjölfar landsfundar en í lok janúar. Framsóknarflokkurinn þarf lítið að bæta sig til að verða stærsti flokkurinn. Fylgi Bjartrar framtíðar hrynur milli skoðanakannana. Vinstri græn virðast heldur vera að ná vopnum sínum. 1. mars 2013 06:00 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn mælist minni í kjölfar landsfundar en í lok janúar. Framsóknarflokkurinn þarf lítið að bæta sig til að verða stærsti flokkurinn. Fylgi Bjartrar framtíðar hrynur milli skoðanakannana. Vinstri græn virðast heldur vera að ná vopnum sínum. 1. mars 2013 06:00