Hinn margumtalaði Íslandsþáttur Simpson-fjölskyldunnar er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld.
Þátturinn, sem inniheldur tónlist Sigur Rósar, hefst klukkan 19:45 og segir frá heimsókn Hómers, Móa, Lennys og Carls hingað til lands, en Carl ólst upp á Íslandi.
Reyndar fá áhorfendur Stöðvar 2 tvöfaldan skammt af Simpson-fjölskyldunni í kvöld, en strax á eftir Íslandsþættinum verður lokaþáttur seríunnar sýndur.
Sýnishorn úr Íslandsþættinum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, og þar má sjá þá Hómer, Móa og Lenny nýkomna til Reykjavíkur.
