Innlent

Jóhanna Sigurðardóttir og dómharðir Íslendingar í Simpsons

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir hlustar á þrumuræðu Hómers við Hallgrímskirkju.
Jóhanna Sigurðardóttir hlustar á þrumuræðu Hómers við Hallgrímskirkju.

Hin margumtalaði Íslandsþáttur í seríunni um Simpson-fjölskylduna var sýndur í Bandaríkjunum í gærkvöldi.

Eins og áður hefur komið fram fjallar þátturinn um Íslandsför þeirra Hómers, Móa barþjóns, og vina þeirra tveggja, Lenny og Carl, en sá síðastnefndi stelur lottóvinningi af hinum og stingur af til Íslands.

Íslenska þjóðin er sögð í þættinum vera langrækin og dómhörð þjóð. Meðal annars hefur fjölskylda Carls verið útskúfuð úr samfélaginu vegna atburða sem gerðust fyrir löngu.

Þá sjást margir kunnuglegir staðir á landinu, en þeirra á meðal eru Bláa lónið, Hallgrímskirkja, Perlan og Skólavörðustígur. Þá bregður strákunum í Sigur Rós fyrir, sem og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Rúsínan í pylsuendanum hlýtur þó að vera þegar Hómer sjálfur segir setningu á íslensku.

Þátturinn verður sýndur í kvöld klukkan 19:45 á Stöð 2.

Félagarnir heimsækja meðal annars Bláa lónið.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×