Vill hafa gætur á arðgreiðslum ISNIC Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2013 09:54 Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, vill koma í veg fyrir að miklir fjármunir verði teknir út úr fyrirtækinu ISNIC í formi arðgreiðslna. Þetta kom fram í máli ráðherrans á Alþingi í gær þar sem hann mælti fyrir frumvarpi um landslénið .is. Frumvarpið felur meðal annars í sér 3,5% skatt á bókfærðri veltu ISNIC. ISNIC er skráningarstofa íslenska höfuðlénsins .is og hefur frá árinu 1995 haldið utan um rekstur íslenska hluta Internetsins. Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, veitti andsvar við frumvarpi ráðherrans og vitnaði í ummæli Jens Péturs Jensen úr viðtali á Vísi í gær. Þar kom fram að í könnun sem fyrirtækið lét gera og náði til fimmtíu landa hafi komið í ljós að ekkert landanna fimmtíu innheimti lénaskatt. „Tekjur ríkisjóðs munu snarlækka. Þetta mun draga úr skráningum og þar með skattgreiðslu ISNIC. Þrátt fyrir að vera mjög lítið fyrirtæki er ISNIC mjög öflugur skattgreiðandi," sagði Jens Pétur í viðtalinu við Vísi í gær. Ögmundur sagði í svari sínu til Ásbjörns að við vinnslu frumvarpsins hefði verið hlustað á sjónarmið ISNIC og Póst- og fjarskiptastofnunar sem mun sinna innheimtuhlutverkinu verði frumvarpið að lögum. „Við viljum koma í veg fyrir að miklir fjármunir verði teknir í arði út úr starfseminni. Það er vísað til þess í þessu frumvarpi og eftirlitið lítur meðal annars að slíkum þáttum. En um leið viljum við að fyrirtækinu vegni sem allra best því það eru hagsmunir samfélagsins. Þess vegna viljum við gæta að því að það sé ekki skattlagt um hóf og því sé búin umgjörð sem býr þessari starfsemi öryggi til frambúðar," sagði Ögmundur og bætti við að breytingar hefðu verið gerðar á eldra frumvarpi til þess að koma að einhverju leyti til móts við athugasemdir ISNIC. ISNIC greiddi 162 milljónir í arð til hluthafa sinna á árunum 2002-2006 samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins frá árinu 2011. Enginn arður var greiddur fyrir næstu fimm ár en árið 2011 voru 30 milljónir greiddar til eigenda í formi arðgreiðslna. Jens Pétur Jensen, framkvæmdastjóri ISNIC, er stærsti hluthafinn í ISNIC með 30% hlut. Aðrir stórir hluthafar eru Íslandspóstur (19%), Magnús Soffaníasson (17%) og Bárður Tryggason (16%). Hluthafar eru samtals 24 samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins frá því í desember. Eftirlit með skráningaraðilum og rétthöfumÁsbjörn spurði Ögmund út í 15. grein frumvarpsins þar sem fram kemur að Póst- og fjarskiptastofnun fari, eftir atvikum, með eftirlit starfsemi skráningaraðila og rétthafa. Jens Pétur sagði í viðtalinu við Vísi í gær að greinin fæli mögulega í sér ritskoðun. „Það sem átt er við er að ef upp koma umkvartanir í tengslum við aðila sem reka lén þá er hægt að ganga úr skugga um að skráning sé réttmæt og farið að lögum og réttar upplýsingar gefnar fram," sagði Ögmundur. Innlent Tengdar fréttir Segir yfirvöld opna á ritskoðun á Internetinu Með frumvarpi um landslénið .is, sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun leggja fyrir Alþingi í dag, er verið að fara aftur til fornaldar að sögn Jens Péturs Jenssonar, framkvæmdastjóra ISNIC. 15. janúar 2013 11:37 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, vill koma í veg fyrir að miklir fjármunir verði teknir út úr fyrirtækinu ISNIC í formi arðgreiðslna. Þetta kom fram í máli ráðherrans á Alþingi í gær þar sem hann mælti fyrir frumvarpi um landslénið .is. Frumvarpið felur meðal annars í sér 3,5% skatt á bókfærðri veltu ISNIC. ISNIC er skráningarstofa íslenska höfuðlénsins .is og hefur frá árinu 1995 haldið utan um rekstur íslenska hluta Internetsins. Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, veitti andsvar við frumvarpi ráðherrans og vitnaði í ummæli Jens Péturs Jensen úr viðtali á Vísi í gær. Þar kom fram að í könnun sem fyrirtækið lét gera og náði til fimmtíu landa hafi komið í ljós að ekkert landanna fimmtíu innheimti lénaskatt. „Tekjur ríkisjóðs munu snarlækka. Þetta mun draga úr skráningum og þar með skattgreiðslu ISNIC. Þrátt fyrir að vera mjög lítið fyrirtæki er ISNIC mjög öflugur skattgreiðandi," sagði Jens Pétur í viðtalinu við Vísi í gær. Ögmundur sagði í svari sínu til Ásbjörns að við vinnslu frumvarpsins hefði verið hlustað á sjónarmið ISNIC og Póst- og fjarskiptastofnunar sem mun sinna innheimtuhlutverkinu verði frumvarpið að lögum. „Við viljum koma í veg fyrir að miklir fjármunir verði teknir í arði út úr starfseminni. Það er vísað til þess í þessu frumvarpi og eftirlitið lítur meðal annars að slíkum þáttum. En um leið viljum við að fyrirtækinu vegni sem allra best því það eru hagsmunir samfélagsins. Þess vegna viljum við gæta að því að það sé ekki skattlagt um hóf og því sé búin umgjörð sem býr þessari starfsemi öryggi til frambúðar," sagði Ögmundur og bætti við að breytingar hefðu verið gerðar á eldra frumvarpi til þess að koma að einhverju leyti til móts við athugasemdir ISNIC. ISNIC greiddi 162 milljónir í arð til hluthafa sinna á árunum 2002-2006 samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins frá árinu 2011. Enginn arður var greiddur fyrir næstu fimm ár en árið 2011 voru 30 milljónir greiddar til eigenda í formi arðgreiðslna. Jens Pétur Jensen, framkvæmdastjóri ISNIC, er stærsti hluthafinn í ISNIC með 30% hlut. Aðrir stórir hluthafar eru Íslandspóstur (19%), Magnús Soffaníasson (17%) og Bárður Tryggason (16%). Hluthafar eru samtals 24 samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins frá því í desember. Eftirlit með skráningaraðilum og rétthöfumÁsbjörn spurði Ögmund út í 15. grein frumvarpsins þar sem fram kemur að Póst- og fjarskiptastofnun fari, eftir atvikum, með eftirlit starfsemi skráningaraðila og rétthafa. Jens Pétur sagði í viðtalinu við Vísi í gær að greinin fæli mögulega í sér ritskoðun. „Það sem átt er við er að ef upp koma umkvartanir í tengslum við aðila sem reka lén þá er hægt að ganga úr skugga um að skráning sé réttmæt og farið að lögum og réttar upplýsingar gefnar fram," sagði Ögmundur.
Innlent Tengdar fréttir Segir yfirvöld opna á ritskoðun á Internetinu Með frumvarpi um landslénið .is, sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun leggja fyrir Alþingi í dag, er verið að fara aftur til fornaldar að sögn Jens Péturs Jenssonar, framkvæmdastjóra ISNIC. 15. janúar 2013 11:37 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Segir yfirvöld opna á ritskoðun á Internetinu Með frumvarpi um landslénið .is, sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun leggja fyrir Alþingi í dag, er verið að fara aftur til fornaldar að sögn Jens Péturs Jenssonar, framkvæmdastjóra ISNIC. 15. janúar 2013 11:37