Erlent

Níu norskir starfsmenn Statoil teknir í gíslingu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jens Stoltenberg segir að unnið sé að því að tryggja öryggi gíslanna.
Jens Stoltenberg segir að unnið sé að því að tryggja öryggi gíslanna. Mynd/ AFP.
Níu norskir starfsmenn norska olíufélagsins Statoil voru teknir gíslar í Alsír í dag. Fjórir aðrir Norðmenn og einn Kanandamaður eru í öruggu skjóli en fyrr í dag var talið að þeir hefðu líka verið teknir í gíslingu.

Lars Christian Bacher yfirmaður hjá Statoil segir í samtali við norska ríkisútvarpið að einungis sé hægt að gefa takmarkaðar upplýsingar um gang mála. „Af öryggisástæðum er takmarkað hvað við getum sagt," segir hann.

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, og Espen Barth Eide utanríkisráðherra sögðu á blaðamannafundi í dag að ríkisstjórnin muni senda áfallateymi til að aðstoða sendiherra Noregs í því að fást við málið.

Við fengum upplýsinjgar fyrr í dag og höfum síðan unnði að því að tryggja öryggi gíslana og upplýsa aðstandendur. Þetta verkefni er nú í fullum gangi. Við höfum líka sent út teymi til að aðstoða sendiherrann í Alsír," sagði Stoltenberg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×