Erlent

Minnst 25 létust þegar hús hrundi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eyðileggingin er gríðarleg eins og sjá má á þessari mynd.
Eyðileggingin er gríðarleg eins og sjá má á þessari mynd. Mynd/ AFP.
Að minnsta kosti 25 manns eru látnir og 12 alvarlega slasaðir eftir að tólf hæða bygging hrundi í egypsku borginni Alexandría. Slysið gerðist að morgni til að staðartíma og björgunarmenn segja að enn fleiri liggi fastir inni í húsarústunum og kalli á hjálp. Einn úr hópi viðbragðsaðila segir við Ritzau fréttastofuna að tekist hafi að bjarga 10 manns út úr húsinu. Alls bjuggu 24 fjölskyldur í umræddu húsi.

Hér má lesa meira um atvikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×