Mega ekki ættleiða frá upprunalöndum Sunna Valgerðardóttir skrifar 28. júní 2013 08:00 Ekkert af samstarfslöndum Íslenskrar ættleiðingar leyfir ættleiðingar til samkynhneigðra hjóna. Mynd/Nordicphotos/Getty Ekkert land í heiminum sem leyfir ættleiðingar til annarra landa leyfir ættleiðingar til samkynhneigðra hjóna. Nokkur samkynhneigð hjón hafa leitað til Íslenskrar ættleiðingar (ÍÆ) í von um að getað ættleitt barn frá útlöndum, en er alltaf vísað frá. Ein hjón hafa þó fengið forsamþykki en umsóknin var þó aldrei send út á grundvelli erlendra laga. Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri ÍÆ, segir félagið enn ekki hafa fundið neitt land í heiminum sem leyfi alþjóðlegar ættleiðingar barna til samkynhneigðra, þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. „Það er einfaldlega þannig að það er ekkert verið að ættleiða frá þeim löndum sem heimila slíkar ættleiðingar, eins og til dæmis Íslandi, Svíþjóð eða Danmörku,“ segir hann. Ættleiðingarferlið hér á landi er tvískipt. Fyrst fara hjón eftir íslenskum reglum til að fá forsamþykki og til þess verða þau að uppfylla innlendar kröfur sem gerðar eru til kjörforeldra. „Svo erum við með samstarfslönd sem eru með sínar reglur og umsækjendur verða að uppfylla þær kröfur sem landið gerir. Og við þekkjum ekkert land í heiminum sem heimilar alþjóðlegar ættleiðingar samkynhneigðra,“ segir Kristinn. Fréttablaðið greindi frá því í gær að fyrsta ættleiðing samkynhneigðra hjóna hér á landi hafi gengið í gegn nýverið. Lög sem heimila samkynhneigðum að ættleiða hafa þó verið gild síðan árið 2006.Brýnt að ýta við utanríkisráðuneytinu Sérstakur starfshópur um ættleiðingar starfar innan Samtakanna ‘78 og hefur hópurinn meðal annars unnið náið með Íslenskri ættleiðingu. Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri samtakanna, segir að verið sé að setja þrýsting á utanríkisráðuneytið til að búa til samninga við þau lönd sem séu ekki alfarið á móti ættleiðingum samkynhneigðra og hafa verið að leyfa slíkar ættleiðingar innanlands. „Þetta verður eitt af verkefnum haustsins að sannfæra ráðuneytið um að fara í þessa vinnu, koma þessum málaflokki í lag og vinna af krafti í samningagerðum í samstarfi við Íslenska ættleiðingu,“ segir hann. „Það eru lönd sem hafa verið að ættleiða innanlands til hinsegin para á síðustu árum svo skrefið yrði ekkert langt.“ Árni finnur fyrir miklum vilja innan Samtakanna til að ýta við málaflokknum, sem endurspeglist meðal annars í þessum starfshópi sem einbeiti sér einungis að ættleiðingum. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Sjá meira
Ekkert land í heiminum sem leyfir ættleiðingar til annarra landa leyfir ættleiðingar til samkynhneigðra hjóna. Nokkur samkynhneigð hjón hafa leitað til Íslenskrar ættleiðingar (ÍÆ) í von um að getað ættleitt barn frá útlöndum, en er alltaf vísað frá. Ein hjón hafa þó fengið forsamþykki en umsóknin var þó aldrei send út á grundvelli erlendra laga. Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri ÍÆ, segir félagið enn ekki hafa fundið neitt land í heiminum sem leyfi alþjóðlegar ættleiðingar barna til samkynhneigðra, þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. „Það er einfaldlega þannig að það er ekkert verið að ættleiða frá þeim löndum sem heimila slíkar ættleiðingar, eins og til dæmis Íslandi, Svíþjóð eða Danmörku,“ segir hann. Ættleiðingarferlið hér á landi er tvískipt. Fyrst fara hjón eftir íslenskum reglum til að fá forsamþykki og til þess verða þau að uppfylla innlendar kröfur sem gerðar eru til kjörforeldra. „Svo erum við með samstarfslönd sem eru með sínar reglur og umsækjendur verða að uppfylla þær kröfur sem landið gerir. Og við þekkjum ekkert land í heiminum sem heimilar alþjóðlegar ættleiðingar samkynhneigðra,“ segir Kristinn. Fréttablaðið greindi frá því í gær að fyrsta ættleiðing samkynhneigðra hjóna hér á landi hafi gengið í gegn nýverið. Lög sem heimila samkynhneigðum að ættleiða hafa þó verið gild síðan árið 2006.Brýnt að ýta við utanríkisráðuneytinu Sérstakur starfshópur um ættleiðingar starfar innan Samtakanna ‘78 og hefur hópurinn meðal annars unnið náið með Íslenskri ættleiðingu. Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri samtakanna, segir að verið sé að setja þrýsting á utanríkisráðuneytið til að búa til samninga við þau lönd sem séu ekki alfarið á móti ættleiðingum samkynhneigðra og hafa verið að leyfa slíkar ættleiðingar innanlands. „Þetta verður eitt af verkefnum haustsins að sannfæra ráðuneytið um að fara í þessa vinnu, koma þessum málaflokki í lag og vinna af krafti í samningagerðum í samstarfi við Íslenska ættleiðingu,“ segir hann. „Það eru lönd sem hafa verið að ættleiða innanlands til hinsegin para á síðustu árum svo skrefið yrði ekkert langt.“ Árni finnur fyrir miklum vilja innan Samtakanna til að ýta við málaflokknum, sem endurspeglist meðal annars í þessum starfshópi sem einbeiti sér einungis að ættleiðingum.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Sjá meira