Þór/KA er komið áfram í undanúrslit Borgunarbikarkeppni kvenna eftir öruggan 6-0 sigur á Þrótti í kvöld.
Sandra María Jessen skoraði tvö mörk fyrir Akureyringa í kvöld og þær Kayle Grimsley, Gígja Valgerður Harðardóttir, Hafrún Olgeirsdóttir og Tahnai Annis eitt hvert.
Þór/KA er ríkjandi Íslandsmeistari og situr í 6. sæti Pepsi-deildar kvenna sem stendur. Þróttur er í neðsta sæti sömu deildar án stiga.
Fyrr í kvöld tryggði Breiðablik sér sæti í undanúrslitum með sigri á ÍBV í Vestmannaeyjum.
Þór/KA vann stórsigur
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn




Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button
Íslenski boltinn
