Ætla að kæra Tal og Flix til lögreglunnar Valur Grettisson skrifar 29. október 2013 09:00 þjónusta Tal býður upp á tæknilegar lausnir svo viðskiptavinir geti nálgast Netflix og Hulu. Fréttablaðið/Anton „Við munum kæra þetta,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri samtaka myndréttarhafa á Íslandi (SMÁÍS), en samtökin ætla að kæra símafyrirtækið Tal sem og forsvarsmenn heimasíðunnar Flix.is, fyrir brot á lögum um höfundarrétt. Snæbjörn segir málið borðleggjandi, enda höfundarréttarlögin skýr. Þar kveður meðal annars á um að það sé óheimilt, án samþykkis rétthafa, að sniðganga tæknilegar ráðstafanir til að vernda höfundarrétt. Snæbjörn telur að með því að bjóða upp á tæknilegar lausnir til þess að nálgast efnisveitur, svo sem Netflix eða Hulu, séu Tal og Flix að gegn þessu lagaákvæði. Flix hefur verið minna í umræðunni en forsvarsmenn síðunnar auglýsa grímulaust tæknilegar lausnir gegn þóknun svo fólk geti nálgast efnisveiturnar. Það sama á við um Tal. „Það kemur okkur mjög á óvart að svona flott fyrirtæki eins og Tal sé að bjóða upp á svona lagað, en við munum kæra það sem og Flix.is,“ segir Snæbjörn sem telur engan vafa á sekt fyrirtækjanna eftir að hafa skoðað málið. Fréttablaðið hafði samband við nokkra lögfræðinga sem eru sérfræðingar á sviði laga um hugverkaréttindi. Einn þeirra sagði símafyrirtækið stuðla að því eða hvetja til þess að einstaklingurinn villi á sér heimildir um það hvar hann nýtir þjónustu efnisveitunnar. Með þessu sé gengið á svig við ákvörðun rétthafans um svæðisskiptingu en efnisveiturnar hafa ekki gert samning um birtingu á efninu hér á landi eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Annar lögmaður sem Fréttablaðið ræddi við sagði mögulegt að fyrirtækin séu brotleg gegn lögum þar sem forsvarsmenn þeirra viti að þjónustan sem þeir bjóða upp á verði notuð til þess að nálgast efnisveitur á ólöglegan hátt. Forsvarsmaður Istorrent var til að mynda dæmdur í Hæstarétti Íslands árið 2010 á þeim forsendum. Enginn lögfræðingur þorði þó að fullyrða að hér væri um að ræða klárt brot á lögum um höfundarrétt. Aðspurður hvenær Smáís muni kæra fyrirtækin, svarar Snæbjörn því til að það verði innan skamms. Það þurfi að undirbúa svona mál vel. Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
„Við munum kæra þetta,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri samtaka myndréttarhafa á Íslandi (SMÁÍS), en samtökin ætla að kæra símafyrirtækið Tal sem og forsvarsmenn heimasíðunnar Flix.is, fyrir brot á lögum um höfundarrétt. Snæbjörn segir málið borðleggjandi, enda höfundarréttarlögin skýr. Þar kveður meðal annars á um að það sé óheimilt, án samþykkis rétthafa, að sniðganga tæknilegar ráðstafanir til að vernda höfundarrétt. Snæbjörn telur að með því að bjóða upp á tæknilegar lausnir til þess að nálgast efnisveitur, svo sem Netflix eða Hulu, séu Tal og Flix að gegn þessu lagaákvæði. Flix hefur verið minna í umræðunni en forsvarsmenn síðunnar auglýsa grímulaust tæknilegar lausnir gegn þóknun svo fólk geti nálgast efnisveiturnar. Það sama á við um Tal. „Það kemur okkur mjög á óvart að svona flott fyrirtæki eins og Tal sé að bjóða upp á svona lagað, en við munum kæra það sem og Flix.is,“ segir Snæbjörn sem telur engan vafa á sekt fyrirtækjanna eftir að hafa skoðað málið. Fréttablaðið hafði samband við nokkra lögfræðinga sem eru sérfræðingar á sviði laga um hugverkaréttindi. Einn þeirra sagði símafyrirtækið stuðla að því eða hvetja til þess að einstaklingurinn villi á sér heimildir um það hvar hann nýtir þjónustu efnisveitunnar. Með þessu sé gengið á svig við ákvörðun rétthafans um svæðisskiptingu en efnisveiturnar hafa ekki gert samning um birtingu á efninu hér á landi eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Annar lögmaður sem Fréttablaðið ræddi við sagði mögulegt að fyrirtækin séu brotleg gegn lögum þar sem forsvarsmenn þeirra viti að þjónustan sem þeir bjóða upp á verði notuð til þess að nálgast efnisveitur á ólöglegan hátt. Forsvarsmaður Istorrent var til að mynda dæmdur í Hæstarétti Íslands árið 2010 á þeim forsendum. Enginn lögfræðingur þorði þó að fullyrða að hér væri um að ræða klárt brot á lögum um höfundarrétt. Aðspurður hvenær Smáís muni kæra fyrirtækin, svarar Snæbjörn því til að það verði innan skamms. Það þurfi að undirbúa svona mál vel.
Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira