Greint er frá málinu í þýska miðlinum Der Spiegel en þar er vísað í gögn sem uppljóstrarinn Edward Snowden lak til fjölmiðla á dögunum.
Í skjölunum kemur fram að bandaríska leyniþjónustan og þjóðaröryggisstofnun landsins hafi hlerað höfuðstöðvar Evrópusambandsins í Washington, New York og víðar.
Ekki liggur fyrir hvaða upplýsingar komust í hendur leyniþjónustunnar en í umfjöllun breska ríkisútvarpsins um málið kemur fram að bandarísk yfirvöld gætu hafa sóst eftir því að kynna sér afstöðu aðildarríkja Evrópusambandsins til viðskipta og hernaðarmála.

Bandarísk yfirvöld hafa kært uppljóstrarann Edward Snowden fyrir njósnir, þjófnað og misnotkun opinberra eigna. Snowden á yfir höfði sér tíu ára fangelsisvist fyrir hvert brot.
Varaforseti Bandaríkjanna, Joe Biden, hefur sett sig í samband við stjórvöld í Ekvador og farið fram á að Snowden verði framseldur til Bandaríkjanna komi hann þangað.