Íslendingar á fremsta bekk þegar halastjarna skýst yfir himininn Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. mars 2013 14:56 Halastjarnan PANSTARRS mun gleðja augu jarðarbúa seinna í þessum mánuði. MYND/GETTY Halastjarnan PANSTARRS mun gleðja augu jarðarbúa seinna í þessum mánuði. Stjarnan verður sjáanleg berum augum frá norðurhveli jarðar og því má segja að Íslendingar séu fremsta bekk þegar fyrirbærið þýtur framhjá jörðinni. Sævar Helgi Bragason, hjá Stjörnufræðivefnum og formaður formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, segir atburðinn vera nokkuð merkilegan enda var það síðast árið 2007 sem Íslendingar sáu síðast slíkt fyrirbæri. „PANSTARRS verður næst sólinni þann 12. mars. Í kjölfarið mun hún dofna nokkuð en ætti að haldast sjáanleg út mánuðinn," segir Sævar Helgi og ítrekar að um nokkuð magnað sjónarspil verði að ræða. „Fyrst um sinn verður hún sjáanleg í ljósaskiptunum. Síðan mun hún hækka nokkuð á himni og verður í kjölfarið áberandi fram eftir nóttu."Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness mun bjóða fólki að fylgjast með PANSTARRS í Valhúsaskóla.MYND/GETTYEkki er þörf á sjónauka til að sjá PANSTARRS. Engu að síður er nauðsynlegt fyrir forvitna stjörnuáhugamenn að koma sér fyrir á góðum stað þar sem ekkert byrgir sín, enda verður halastjarnan lágt á himni í fyrstu. „Það er um að gera fyrir fólk að horfa í vesturátt við sólsetur," segir Sævar Helgi. „Þetta verður afar fallegt. Slíkir atburðir hafa ávallt vakið mikla athygli enda er hali stjörnunnar bjartur." Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness mun bjóða fólki að fylgjast með PANSTARRS í Valhúsaskóla en þar er fyrirtaks útsýni í vestur. En þó svo að koma PANSTARRS sé að mörgu leyti söguleg stund er hún aðeins upphitun fyrir glæsilegt fyrirbæri sem mun sjást á himni seinna á þessu ári. Í nóvember mun hjalastjarnan mikla ISON skjótast framhjá Jörðinni en miklar vonir eru bundnar við komu hennar. Rætist spár stjörnufræðinga gæti ISON orði fegursta stjarna sem prýtt hefur himininn um árabil. Hægt er að nálgast ítarlegar upplýsingar um PANSTARRS, ISON og halastjörnur almennt á Stjörnufræðivefnum. Hér fyrir neðan er síðan hægt að nálgast Sjónaukann en þar fer Sævar Helgi og fleiri yfir það helsta sem á sér stað í geimnum í mars. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Sjá meira
Halastjarnan PANSTARRS mun gleðja augu jarðarbúa seinna í þessum mánuði. Stjarnan verður sjáanleg berum augum frá norðurhveli jarðar og því má segja að Íslendingar séu fremsta bekk þegar fyrirbærið þýtur framhjá jörðinni. Sævar Helgi Bragason, hjá Stjörnufræðivefnum og formaður formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, segir atburðinn vera nokkuð merkilegan enda var það síðast árið 2007 sem Íslendingar sáu síðast slíkt fyrirbæri. „PANSTARRS verður næst sólinni þann 12. mars. Í kjölfarið mun hún dofna nokkuð en ætti að haldast sjáanleg út mánuðinn," segir Sævar Helgi og ítrekar að um nokkuð magnað sjónarspil verði að ræða. „Fyrst um sinn verður hún sjáanleg í ljósaskiptunum. Síðan mun hún hækka nokkuð á himni og verður í kjölfarið áberandi fram eftir nóttu."Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness mun bjóða fólki að fylgjast með PANSTARRS í Valhúsaskóla.MYND/GETTYEkki er þörf á sjónauka til að sjá PANSTARRS. Engu að síður er nauðsynlegt fyrir forvitna stjörnuáhugamenn að koma sér fyrir á góðum stað þar sem ekkert byrgir sín, enda verður halastjarnan lágt á himni í fyrstu. „Það er um að gera fyrir fólk að horfa í vesturátt við sólsetur," segir Sævar Helgi. „Þetta verður afar fallegt. Slíkir atburðir hafa ávallt vakið mikla athygli enda er hali stjörnunnar bjartur." Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness mun bjóða fólki að fylgjast með PANSTARRS í Valhúsaskóla en þar er fyrirtaks útsýni í vestur. En þó svo að koma PANSTARRS sé að mörgu leyti söguleg stund er hún aðeins upphitun fyrir glæsilegt fyrirbæri sem mun sjást á himni seinna á þessu ári. Í nóvember mun hjalastjarnan mikla ISON skjótast framhjá Jörðinni en miklar vonir eru bundnar við komu hennar. Rætist spár stjörnufræðinga gæti ISON orði fegursta stjarna sem prýtt hefur himininn um árabil. Hægt er að nálgast ítarlegar upplýsingar um PANSTARRS, ISON og halastjörnur almennt á Stjörnufræðivefnum. Hér fyrir neðan er síðan hægt að nálgast Sjónaukann en þar fer Sævar Helgi og fleiri yfir það helsta sem á sér stað í geimnum í mars.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Sjá meira