Íslendingar á fremsta bekk þegar halastjarna skýst yfir himininn Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. mars 2013 14:56 Halastjarnan PANSTARRS mun gleðja augu jarðarbúa seinna í þessum mánuði. MYND/GETTY Halastjarnan PANSTARRS mun gleðja augu jarðarbúa seinna í þessum mánuði. Stjarnan verður sjáanleg berum augum frá norðurhveli jarðar og því má segja að Íslendingar séu fremsta bekk þegar fyrirbærið þýtur framhjá jörðinni. Sævar Helgi Bragason, hjá Stjörnufræðivefnum og formaður formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, segir atburðinn vera nokkuð merkilegan enda var það síðast árið 2007 sem Íslendingar sáu síðast slíkt fyrirbæri. „PANSTARRS verður næst sólinni þann 12. mars. Í kjölfarið mun hún dofna nokkuð en ætti að haldast sjáanleg út mánuðinn," segir Sævar Helgi og ítrekar að um nokkuð magnað sjónarspil verði að ræða. „Fyrst um sinn verður hún sjáanleg í ljósaskiptunum. Síðan mun hún hækka nokkuð á himni og verður í kjölfarið áberandi fram eftir nóttu."Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness mun bjóða fólki að fylgjast með PANSTARRS í Valhúsaskóla.MYND/GETTYEkki er þörf á sjónauka til að sjá PANSTARRS. Engu að síður er nauðsynlegt fyrir forvitna stjörnuáhugamenn að koma sér fyrir á góðum stað þar sem ekkert byrgir sín, enda verður halastjarnan lágt á himni í fyrstu. „Það er um að gera fyrir fólk að horfa í vesturátt við sólsetur," segir Sævar Helgi. „Þetta verður afar fallegt. Slíkir atburðir hafa ávallt vakið mikla athygli enda er hali stjörnunnar bjartur." Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness mun bjóða fólki að fylgjast með PANSTARRS í Valhúsaskóla en þar er fyrirtaks útsýni í vestur. En þó svo að koma PANSTARRS sé að mörgu leyti söguleg stund er hún aðeins upphitun fyrir glæsilegt fyrirbæri sem mun sjást á himni seinna á þessu ári. Í nóvember mun hjalastjarnan mikla ISON skjótast framhjá Jörðinni en miklar vonir eru bundnar við komu hennar. Rætist spár stjörnufræðinga gæti ISON orði fegursta stjarna sem prýtt hefur himininn um árabil. Hægt er að nálgast ítarlegar upplýsingar um PANSTARRS, ISON og halastjörnur almennt á Stjörnufræðivefnum. Hér fyrir neðan er síðan hægt að nálgast Sjónaukann en þar fer Sævar Helgi og fleiri yfir það helsta sem á sér stað í geimnum í mars. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sjá meira
Halastjarnan PANSTARRS mun gleðja augu jarðarbúa seinna í þessum mánuði. Stjarnan verður sjáanleg berum augum frá norðurhveli jarðar og því má segja að Íslendingar séu fremsta bekk þegar fyrirbærið þýtur framhjá jörðinni. Sævar Helgi Bragason, hjá Stjörnufræðivefnum og formaður formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, segir atburðinn vera nokkuð merkilegan enda var það síðast árið 2007 sem Íslendingar sáu síðast slíkt fyrirbæri. „PANSTARRS verður næst sólinni þann 12. mars. Í kjölfarið mun hún dofna nokkuð en ætti að haldast sjáanleg út mánuðinn," segir Sævar Helgi og ítrekar að um nokkuð magnað sjónarspil verði að ræða. „Fyrst um sinn verður hún sjáanleg í ljósaskiptunum. Síðan mun hún hækka nokkuð á himni og verður í kjölfarið áberandi fram eftir nóttu."Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness mun bjóða fólki að fylgjast með PANSTARRS í Valhúsaskóla.MYND/GETTYEkki er þörf á sjónauka til að sjá PANSTARRS. Engu að síður er nauðsynlegt fyrir forvitna stjörnuáhugamenn að koma sér fyrir á góðum stað þar sem ekkert byrgir sín, enda verður halastjarnan lágt á himni í fyrstu. „Það er um að gera fyrir fólk að horfa í vesturátt við sólsetur," segir Sævar Helgi. „Þetta verður afar fallegt. Slíkir atburðir hafa ávallt vakið mikla athygli enda er hali stjörnunnar bjartur." Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness mun bjóða fólki að fylgjast með PANSTARRS í Valhúsaskóla en þar er fyrirtaks útsýni í vestur. En þó svo að koma PANSTARRS sé að mörgu leyti söguleg stund er hún aðeins upphitun fyrir glæsilegt fyrirbæri sem mun sjást á himni seinna á þessu ári. Í nóvember mun hjalastjarnan mikla ISON skjótast framhjá Jörðinni en miklar vonir eru bundnar við komu hennar. Rætist spár stjörnufræðinga gæti ISON orði fegursta stjarna sem prýtt hefur himininn um árabil. Hægt er að nálgast ítarlegar upplýsingar um PANSTARRS, ISON og halastjörnur almennt á Stjörnufræðivefnum. Hér fyrir neðan er síðan hægt að nálgast Sjónaukann en þar fer Sævar Helgi og fleiri yfir það helsta sem á sér stað í geimnum í mars.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sjá meira