Íslendingur dúxaði í Yale-háskólanum Ólöf Skaftadóttir skrifar 14. júní 2013 09:00 Arnaldur Hjartarson, í miðjunni, og skólafélagar við útskrift MYND/ÚR EINKASAFNI „Ég var mjög lánsamur að hljóta styrki frá bæði Fulbright og stofnun Leifs Eiríkssonar. Þessir styrkir gerðu mér námið kleift,“ segir Arnaldur Hjartarson, 29 ára lögfræðingur sem nýverið lauk framhaldsnámi í lögfræði við Yale Law School. Hann hlaut hæstu mögulegu einkunn úr öllum kúrsum í náminu. Yale Law School er án vafa ein af sterkari lagadeildum í heiminum. Skólinn hefur afar gott hlutfall af fjölda kennara miðað við fjölda nemenda, reyndar það besta bandarískra lagaskóla. „Kennslan verður fyrir vikið öll mun persónulegri. Það eykur líka pressuna á að vera ávallt vel undirbúinn því maður verður alltaf að geta tekið þátt í umræðum með vitrænum í hætti. Í litlum bekk verður fljótt ljóst ef einhver er illa lesinn,“ segir Arnaldur kíminn. Í Bandaríkjunum er rík hefð fyrir mikill samkeppni og menn reyna reglulega að mæla eftir ákveðnum leiðum hver sé besti skólinn. Yale Law School virðist almennt tróna á toppnum í slíkum könnunum. „Ég held reyndar að slíkar mælingar séu alltaf dálitið afstæðar. Ég hefði sjálfur verið sáttur við hvern þann skóla þar sem ég sótti um skólavist,“ bætir Arnaldur við. Bandaríkjamenn hafa ætíð hugsað mikið um slíkar mælingar og af þeim sökum sækja margir sterkustu námsmenn þeirra í laganámið í Yale.Arnaldur og forseti Yale Law School, Robert C. PostMYND/ÚR EINKASAFNIArnaldur kynntist ýmsu áhugaverðu fólki í skólanum. „Sumir eru alvörugefnir og stefna hátt í stjórnmálum. Þeir vilja jafnvel feta í fótspor fyrrum nemenda á borð við Bill og Hillary Clinton. Aðrir eru skemmtilega flippaðir, til dæmis einn skólafélagi minn sem fjármagnar skólagjöld og lífstíl sinn með stærðfræðikunnáttu sinni. Hann telur spil í spilavítum, eins og í kvikmyndinni Rain Man. Svo var hann fyrrum atvinnumaður í hnefaleikum,“ segir Arnaldur. „Svo hafði ég einn kennara sem heitir Amy Chua. Hún er ekki aðeins fræg fyrir lögfræði heldur skrifaði bókina Battle Hymn of the Tiger Mother, þar sem hún lýsti þeim ofurströngu uppeldisaðferðum sem hún beitti á dætur sínar. Bókin var mjög umdeild, og flestir íslenskir foreldrar myndu sennilega gapa af undrun yfir þeim harkalegu aðferðum sem hún beitti, en hún virtist alltaf breytast í mjög indæla manneskju þegar kom að samskiptum við nemendur,“ segir Arnaldur að lokum. Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
„Ég var mjög lánsamur að hljóta styrki frá bæði Fulbright og stofnun Leifs Eiríkssonar. Þessir styrkir gerðu mér námið kleift,“ segir Arnaldur Hjartarson, 29 ára lögfræðingur sem nýverið lauk framhaldsnámi í lögfræði við Yale Law School. Hann hlaut hæstu mögulegu einkunn úr öllum kúrsum í náminu. Yale Law School er án vafa ein af sterkari lagadeildum í heiminum. Skólinn hefur afar gott hlutfall af fjölda kennara miðað við fjölda nemenda, reyndar það besta bandarískra lagaskóla. „Kennslan verður fyrir vikið öll mun persónulegri. Það eykur líka pressuna á að vera ávallt vel undirbúinn því maður verður alltaf að geta tekið þátt í umræðum með vitrænum í hætti. Í litlum bekk verður fljótt ljóst ef einhver er illa lesinn,“ segir Arnaldur kíminn. Í Bandaríkjunum er rík hefð fyrir mikill samkeppni og menn reyna reglulega að mæla eftir ákveðnum leiðum hver sé besti skólinn. Yale Law School virðist almennt tróna á toppnum í slíkum könnunum. „Ég held reyndar að slíkar mælingar séu alltaf dálitið afstæðar. Ég hefði sjálfur verið sáttur við hvern þann skóla þar sem ég sótti um skólavist,“ bætir Arnaldur við. Bandaríkjamenn hafa ætíð hugsað mikið um slíkar mælingar og af þeim sökum sækja margir sterkustu námsmenn þeirra í laganámið í Yale.Arnaldur og forseti Yale Law School, Robert C. PostMYND/ÚR EINKASAFNIArnaldur kynntist ýmsu áhugaverðu fólki í skólanum. „Sumir eru alvörugefnir og stefna hátt í stjórnmálum. Þeir vilja jafnvel feta í fótspor fyrrum nemenda á borð við Bill og Hillary Clinton. Aðrir eru skemmtilega flippaðir, til dæmis einn skólafélagi minn sem fjármagnar skólagjöld og lífstíl sinn með stærðfræðikunnáttu sinni. Hann telur spil í spilavítum, eins og í kvikmyndinni Rain Man. Svo var hann fyrrum atvinnumaður í hnefaleikum,“ segir Arnaldur. „Svo hafði ég einn kennara sem heitir Amy Chua. Hún er ekki aðeins fræg fyrir lögfræði heldur skrifaði bókina Battle Hymn of the Tiger Mother, þar sem hún lýsti þeim ofurströngu uppeldisaðferðum sem hún beitti á dætur sínar. Bókin var mjög umdeild, og flestir íslenskir foreldrar myndu sennilega gapa af undrun yfir þeim harkalegu aðferðum sem hún beitti, en hún virtist alltaf breytast í mjög indæla manneskju þegar kom að samskiptum við nemendur,“ segir Arnaldur að lokum.
Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira