Íslendingur dúxaði í Yale-háskólanum Ólöf Skaftadóttir skrifar 14. júní 2013 09:00 Arnaldur Hjartarson, í miðjunni, og skólafélagar við útskrift MYND/ÚR EINKASAFNI „Ég var mjög lánsamur að hljóta styrki frá bæði Fulbright og stofnun Leifs Eiríkssonar. Þessir styrkir gerðu mér námið kleift,“ segir Arnaldur Hjartarson, 29 ára lögfræðingur sem nýverið lauk framhaldsnámi í lögfræði við Yale Law School. Hann hlaut hæstu mögulegu einkunn úr öllum kúrsum í náminu. Yale Law School er án vafa ein af sterkari lagadeildum í heiminum. Skólinn hefur afar gott hlutfall af fjölda kennara miðað við fjölda nemenda, reyndar það besta bandarískra lagaskóla. „Kennslan verður fyrir vikið öll mun persónulegri. Það eykur líka pressuna á að vera ávallt vel undirbúinn því maður verður alltaf að geta tekið þátt í umræðum með vitrænum í hætti. Í litlum bekk verður fljótt ljóst ef einhver er illa lesinn,“ segir Arnaldur kíminn. Í Bandaríkjunum er rík hefð fyrir mikill samkeppni og menn reyna reglulega að mæla eftir ákveðnum leiðum hver sé besti skólinn. Yale Law School virðist almennt tróna á toppnum í slíkum könnunum. „Ég held reyndar að slíkar mælingar séu alltaf dálitið afstæðar. Ég hefði sjálfur verið sáttur við hvern þann skóla þar sem ég sótti um skólavist,“ bætir Arnaldur við. Bandaríkjamenn hafa ætíð hugsað mikið um slíkar mælingar og af þeim sökum sækja margir sterkustu námsmenn þeirra í laganámið í Yale.Arnaldur og forseti Yale Law School, Robert C. PostMYND/ÚR EINKASAFNIArnaldur kynntist ýmsu áhugaverðu fólki í skólanum. „Sumir eru alvörugefnir og stefna hátt í stjórnmálum. Þeir vilja jafnvel feta í fótspor fyrrum nemenda á borð við Bill og Hillary Clinton. Aðrir eru skemmtilega flippaðir, til dæmis einn skólafélagi minn sem fjármagnar skólagjöld og lífstíl sinn með stærðfræðikunnáttu sinni. Hann telur spil í spilavítum, eins og í kvikmyndinni Rain Man. Svo var hann fyrrum atvinnumaður í hnefaleikum,“ segir Arnaldur. „Svo hafði ég einn kennara sem heitir Amy Chua. Hún er ekki aðeins fræg fyrir lögfræði heldur skrifaði bókina Battle Hymn of the Tiger Mother, þar sem hún lýsti þeim ofurströngu uppeldisaðferðum sem hún beitti á dætur sínar. Bókin var mjög umdeild, og flestir íslenskir foreldrar myndu sennilega gapa af undrun yfir þeim harkalegu aðferðum sem hún beitti, en hún virtist alltaf breytast í mjög indæla manneskju þegar kom að samskiptum við nemendur,“ segir Arnaldur að lokum. Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Sjá meira
„Ég var mjög lánsamur að hljóta styrki frá bæði Fulbright og stofnun Leifs Eiríkssonar. Þessir styrkir gerðu mér námið kleift,“ segir Arnaldur Hjartarson, 29 ára lögfræðingur sem nýverið lauk framhaldsnámi í lögfræði við Yale Law School. Hann hlaut hæstu mögulegu einkunn úr öllum kúrsum í náminu. Yale Law School er án vafa ein af sterkari lagadeildum í heiminum. Skólinn hefur afar gott hlutfall af fjölda kennara miðað við fjölda nemenda, reyndar það besta bandarískra lagaskóla. „Kennslan verður fyrir vikið öll mun persónulegri. Það eykur líka pressuna á að vera ávallt vel undirbúinn því maður verður alltaf að geta tekið þátt í umræðum með vitrænum í hætti. Í litlum bekk verður fljótt ljóst ef einhver er illa lesinn,“ segir Arnaldur kíminn. Í Bandaríkjunum er rík hefð fyrir mikill samkeppni og menn reyna reglulega að mæla eftir ákveðnum leiðum hver sé besti skólinn. Yale Law School virðist almennt tróna á toppnum í slíkum könnunum. „Ég held reyndar að slíkar mælingar séu alltaf dálitið afstæðar. Ég hefði sjálfur verið sáttur við hvern þann skóla þar sem ég sótti um skólavist,“ bætir Arnaldur við. Bandaríkjamenn hafa ætíð hugsað mikið um slíkar mælingar og af þeim sökum sækja margir sterkustu námsmenn þeirra í laganámið í Yale.Arnaldur og forseti Yale Law School, Robert C. PostMYND/ÚR EINKASAFNIArnaldur kynntist ýmsu áhugaverðu fólki í skólanum. „Sumir eru alvörugefnir og stefna hátt í stjórnmálum. Þeir vilja jafnvel feta í fótspor fyrrum nemenda á borð við Bill og Hillary Clinton. Aðrir eru skemmtilega flippaðir, til dæmis einn skólafélagi minn sem fjármagnar skólagjöld og lífstíl sinn með stærðfræðikunnáttu sinni. Hann telur spil í spilavítum, eins og í kvikmyndinni Rain Man. Svo var hann fyrrum atvinnumaður í hnefaleikum,“ segir Arnaldur. „Svo hafði ég einn kennara sem heitir Amy Chua. Hún er ekki aðeins fræg fyrir lögfræði heldur skrifaði bókina Battle Hymn of the Tiger Mother, þar sem hún lýsti þeim ofurströngu uppeldisaðferðum sem hún beitti á dætur sínar. Bókin var mjög umdeild, og flestir íslenskir foreldrar myndu sennilega gapa af undrun yfir þeim harkalegu aðferðum sem hún beitti, en hún virtist alltaf breytast í mjög indæla manneskju þegar kom að samskiptum við nemendur,“ segir Arnaldur að lokum.
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Sjá meira