Innlent

Mennirnir sem létust

Andri Már Þórðarson og Örvar Arnarson.
Andri Már Þórðarson og Örvar Arnarson.
Mennirnir sem létust í fallhlífarslysinu í Flórída í fyrradag hétu Andri Már Þórðarson og Örvar Arnarson.

Andri var 25 ára, fæddur 16. apríl 1987, og var búsettur í Hraunbæ í Reykjavík. Hann var ókvæntur og barnlaus. Andri lagði stund á fallhlífarstökksnám.

Örvar var fertugur, fæddur í Reykjavík 20. nóvember 1972. Hann var einnig ókvæntur og barnlaus.

Örvar lærði múrverk og starfaði við það þar til hann söðlaði um og fór til náms í byggingatæknifræði og var á síðasta ári í Syddansk Universitet í Danmörku.

Örvar hafði í fjölmörg ár starfað sem fallhlífarstökkskennari og rak fyrirtæki í þeim geira ásamt félögum sínum. Hann var einn af reyndustu fallhlífarstökkvurum á Íslandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×