Fimmtugir á Everest Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 25. mars 2013 11:39 Everest verður fyrsta stóra fjallið sem Guðmundur og Ingólfur klífa saman. Á laugardag halda fjallgöngumennirnir Guðmundur St. Maríusson og Ingólfur Geir Gissurarson til Nepal, þar sem þeir hyggjast klífa Everestfjall, hæsta fjall jarðar. Guðmundur og Ingólfur eru báðir fimmtugir og ef þeim tekst ætlunarverk sitt verða þeir elstu Íslendingar sem klifið hafa fjallið. Aðeins fjórir Íslendingar hafa komist á tindinn, en fyrstir voru Björn Ólafsson, Einar Stefánsson og Hallgrímur Magnússon árið 1997. Haraldur Örn Ólafsson komst svo á tindinn árið 2002. „Við Ingólfur kynntumst í gegn um félaga minn sem fór með mér á Aconcagua árið 2008," segir Guðmundur, en Everest verður fyrsta stóra fjallið sem Guðmundur og Ingólfur klífa saman. Hvor í sínu lagi hafa þeir komist á tinda Kilimanjaro, Elbrus, Aconcagua auk nokkurra lægri tinda í Perú og Ölpunum. „Ég seldi honum þá hugmynd að við færum saman á Cho Oyu, sem er sjötta hæsta fjall í heimi, og sú ferð átti að vera farin í ágúst á síðasta ári. Við vorum búnir að æfa okkur í eitt ár fyrir ferðina, en það þarf að labba norðanmegin í gegnum Tíbet til að komast á fjallið. En Kínverjar höfðu lokað landamærunum og því var hætt við leiðangurinn. Þá kom sú hugmynd upp að skipta um fjall og setja stefnuna á Everest, og því er undirbúningurinn fyrir þessa fjallaferð búinn að standa yfir í eitt og hálft ár, en með breytingu á fjalli fyrir hálfu ári síðan."Hið ógurlega Everestfjall er 8848 metra hátt.Guðmundur viðurkennir að upplifa bæði spennu og ótta við að klífa þetta heimsfræga fjall, en mörgum hefur mistekist í gegnum tíðina að komast á tindinn. „Það er samt eiginlega nauðsynlegt svo að menn fari nógu varlega. Á svona háu fjalli verður þú alltaf að bera virðingu fyrir fjöllunum og veðrinu, og það er ekkert gefið. Alveg sama hvað þú undirbýrð þig vel, líkamlega og andlega, þá munu ytri aðstæður stjórna miklu." Guðmundur og Ingólfur ætla að halda blaðamannafund í verslun Fjallakofans kl. 17 í dag, en Fjallakofinn er styrktaraðili ferðarinnar. Á fundinum munu þeir kynna leiðangurinn og þann búnað sem þeir munu nota. Einnig munu þeir sýna ljósmyndir og myndbönd úr fyrri ferðum og eru allir velkomnir á fundinn. Vefsíða leiðangursins opnar á miðvikudag og verður á vefslóðinni www.everest2013.is Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Á laugardag halda fjallgöngumennirnir Guðmundur St. Maríusson og Ingólfur Geir Gissurarson til Nepal, þar sem þeir hyggjast klífa Everestfjall, hæsta fjall jarðar. Guðmundur og Ingólfur eru báðir fimmtugir og ef þeim tekst ætlunarverk sitt verða þeir elstu Íslendingar sem klifið hafa fjallið. Aðeins fjórir Íslendingar hafa komist á tindinn, en fyrstir voru Björn Ólafsson, Einar Stefánsson og Hallgrímur Magnússon árið 1997. Haraldur Örn Ólafsson komst svo á tindinn árið 2002. „Við Ingólfur kynntumst í gegn um félaga minn sem fór með mér á Aconcagua árið 2008," segir Guðmundur, en Everest verður fyrsta stóra fjallið sem Guðmundur og Ingólfur klífa saman. Hvor í sínu lagi hafa þeir komist á tinda Kilimanjaro, Elbrus, Aconcagua auk nokkurra lægri tinda í Perú og Ölpunum. „Ég seldi honum þá hugmynd að við færum saman á Cho Oyu, sem er sjötta hæsta fjall í heimi, og sú ferð átti að vera farin í ágúst á síðasta ári. Við vorum búnir að æfa okkur í eitt ár fyrir ferðina, en það þarf að labba norðanmegin í gegnum Tíbet til að komast á fjallið. En Kínverjar höfðu lokað landamærunum og því var hætt við leiðangurinn. Þá kom sú hugmynd upp að skipta um fjall og setja stefnuna á Everest, og því er undirbúningurinn fyrir þessa fjallaferð búinn að standa yfir í eitt og hálft ár, en með breytingu á fjalli fyrir hálfu ári síðan."Hið ógurlega Everestfjall er 8848 metra hátt.Guðmundur viðurkennir að upplifa bæði spennu og ótta við að klífa þetta heimsfræga fjall, en mörgum hefur mistekist í gegnum tíðina að komast á tindinn. „Það er samt eiginlega nauðsynlegt svo að menn fari nógu varlega. Á svona háu fjalli verður þú alltaf að bera virðingu fyrir fjöllunum og veðrinu, og það er ekkert gefið. Alveg sama hvað þú undirbýrð þig vel, líkamlega og andlega, þá munu ytri aðstæður stjórna miklu." Guðmundur og Ingólfur ætla að halda blaðamannafund í verslun Fjallakofans kl. 17 í dag, en Fjallakofinn er styrktaraðili ferðarinnar. Á fundinum munu þeir kynna leiðangurinn og þann búnað sem þeir munu nota. Einnig munu þeir sýna ljósmyndir og myndbönd úr fyrri ferðum og eru allir velkomnir á fundinn. Vefsíða leiðangursins opnar á miðvikudag og verður á vefslóðinni www.everest2013.is
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira