Foreldrar rassskellta piltsins beðnir afsökunar 25. mars 2013 18:37 Ljósmynd af særðum afturenda ungs leikmanns handknattleiksdeildar Fjölnis hefur vakið mikil viðbrögð. Meiðslin hlaut hann við umdeilda vígsluathöfn inn í meistaraflokk félagsins á dögunum. Formaður deildarinnar segir að hart verði tekið á málinu. Rassskellingar hafa tíðkast sem vígsluathafnir í landslið og meistaraflokka karla í handbolta hér á landi og nýjasta dæmið, af kornungum leikmanni Fjölnis, hefur vakið athygli. Formaður handknattleiksdeildar Fjölnis, Kristján Gaukur Kristjánsson, kveðst ekki hafa vitað af þessum sið. „Ég hef rætt við stjórnina í dag og við erum öll sammála um að þetta sé algjörlega ólíðandi. Það verður boðað til fundar með meistaraflokki þar sem þetta verður hreint út sagt bannað gegn því að flokkurinn verði lagður niður ef þetta stoppar ekki," segir Kristján Gaukur. Vísir ræddi í dag við Hafrúnu Kristjánsdóttur, sálfræðing og fyrrverandi handknattsleikskonu, og kveðst hún hafa séð mjög ljóta áverka eftir umræddar vígsluathafnir, jafnvel mun verri en þá sem ljósmyndin sýnir. Drengurinn sem um ræðir er undir lögaldri og segir Kristján að foreldrar hans hafi hlotið afsökunarbeiðni fyrir hönd félagsins. Hafið þið orðið vör við að þetta hafi átt sér stað meðal yngri iðkenda, í yngri flokkum? „Alls ekki. Sjálfur á ég tvo stráka í yngri flokkum sem ég vona að verði meistaraflokksleikmenn Fjölnis á þessum áratug og ég hef fylgst mjög vel með þeim, mæti mikið á æfingar og leiki og ég hef aldrei orðið var við þetta," segir Kristján Gaukur. Svipað mál kom upp hjá karlalandsliðinu í handbolta í haust og tekið var á því. „Það er einörð stefna HSÍ að þetta verði ekki liðið og þetta verður ekki liðið hjá okkur frekar en þar," segir Kristján Gaukur að lokum. Tengdar fréttir "Hefðir eru hefðir" Algengt er að ungir handboltaiðkendur séu vígðir inn í meistaraflokka félaga sinna með rassskellingum. Nýr liðsmaður Fjölnis fékk að kynnast meistaraflokknum með flötum lófum liðsfélaga sinna á dögunum. 24. mars 2013 21:02 "Þetta er ólíðandi ofbeldi“ Formaður handknattleiksdeildar Fjölnis segir í athugasemdakerfi á Vísi að rassskellingar sem fjallað var um á vefnum fyrr í kvöld séu ólíðandi ofbeldi. 24. mars 2013 23:39 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Ljósmynd af særðum afturenda ungs leikmanns handknattleiksdeildar Fjölnis hefur vakið mikil viðbrögð. Meiðslin hlaut hann við umdeilda vígsluathöfn inn í meistaraflokk félagsins á dögunum. Formaður deildarinnar segir að hart verði tekið á málinu. Rassskellingar hafa tíðkast sem vígsluathafnir í landslið og meistaraflokka karla í handbolta hér á landi og nýjasta dæmið, af kornungum leikmanni Fjölnis, hefur vakið athygli. Formaður handknattleiksdeildar Fjölnis, Kristján Gaukur Kristjánsson, kveðst ekki hafa vitað af þessum sið. „Ég hef rætt við stjórnina í dag og við erum öll sammála um að þetta sé algjörlega ólíðandi. Það verður boðað til fundar með meistaraflokki þar sem þetta verður hreint út sagt bannað gegn því að flokkurinn verði lagður niður ef þetta stoppar ekki," segir Kristján Gaukur. Vísir ræddi í dag við Hafrúnu Kristjánsdóttur, sálfræðing og fyrrverandi handknattsleikskonu, og kveðst hún hafa séð mjög ljóta áverka eftir umræddar vígsluathafnir, jafnvel mun verri en þá sem ljósmyndin sýnir. Drengurinn sem um ræðir er undir lögaldri og segir Kristján að foreldrar hans hafi hlotið afsökunarbeiðni fyrir hönd félagsins. Hafið þið orðið vör við að þetta hafi átt sér stað meðal yngri iðkenda, í yngri flokkum? „Alls ekki. Sjálfur á ég tvo stráka í yngri flokkum sem ég vona að verði meistaraflokksleikmenn Fjölnis á þessum áratug og ég hef fylgst mjög vel með þeim, mæti mikið á æfingar og leiki og ég hef aldrei orðið var við þetta," segir Kristján Gaukur. Svipað mál kom upp hjá karlalandsliðinu í handbolta í haust og tekið var á því. „Það er einörð stefna HSÍ að þetta verði ekki liðið og þetta verður ekki liðið hjá okkur frekar en þar," segir Kristján Gaukur að lokum.
Tengdar fréttir "Hefðir eru hefðir" Algengt er að ungir handboltaiðkendur séu vígðir inn í meistaraflokka félaga sinna með rassskellingum. Nýr liðsmaður Fjölnis fékk að kynnast meistaraflokknum með flötum lófum liðsfélaga sinna á dögunum. 24. mars 2013 21:02 "Þetta er ólíðandi ofbeldi“ Formaður handknattleiksdeildar Fjölnis segir í athugasemdakerfi á Vísi að rassskellingar sem fjallað var um á vefnum fyrr í kvöld séu ólíðandi ofbeldi. 24. mars 2013 23:39 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
"Hefðir eru hefðir" Algengt er að ungir handboltaiðkendur séu vígðir inn í meistaraflokka félaga sinna með rassskellingum. Nýr liðsmaður Fjölnis fékk að kynnast meistaraflokknum með flötum lófum liðsfélaga sinna á dögunum. 24. mars 2013 21:02
"Þetta er ólíðandi ofbeldi“ Formaður handknattleiksdeildar Fjölnis segir í athugasemdakerfi á Vísi að rassskellingar sem fjallað var um á vefnum fyrr í kvöld séu ólíðandi ofbeldi. 24. mars 2013 23:39