Hitti Justin Bieber og hágrét í klukkutíma Freyr Bjarnason skrifar 7. mars 2013 06:00 Auður Eva með átrúnaðargoði sínu Justin Bieber baksviðs í London. "Þegar ég sá hann fyrst fannst mér hann bara vera í þrívídd, þetta var svo óraunverulegt," segir Auður Eva Peiser Ívarsdóttir, sem hitti goðið sitt Justin Bieber baksviðs fyrir tónleika í London um síðustu helgi. Auður Eva, sem er á fimmtánda aldursári, vann svokallaðan "meet and greet"-miða í gegnum aðdáendasíðu hans. Hún þurfti að senda þangað tölvupóst með ljósmynd af öllu Justin Bieber-dótinu sem hún átti, ásamt fleiri upplýsingum. Að auki lét hún fylgja með aukalega tveggja blaðsíðna langt bréf um að hún væri frá Íslandi og að hún væri á leiðinni til London á tónleikana. Hún bætti við að hún hefði staðið fyrir Bieber-göngunni á Íslandi árið 2011 ásamt vinkonum sínum. "Það voru um tvö þúsund manns sem tóku þátt í þessari keppni en bara tíu sem unnu og ég var ein af þeim," segir Auður Eva, sem er enn í skýjunum. "Ég fékk að vita kvöldið fyrir tónleikana að ég fengi að hitta hann og ég grét og grét." Hún segir fundinn með Bieber hafa verið draumi líkastan. "Þegar ég labbaði inn til að stilla mér upp við hliðina á honum þá var hann brosandi og rosalega ánægður og ég varð mjög glöð að sjá það." Eftir að tekin hafði verið mynd af þeim saman föðmuðust þau áður en Bieber þurfti að fara og hitta fleira fólk. "Ég labbaði tvö skref frá honum í gegnum eitthvert tjald og þá datt ég í gólfið og fór að hágráta. Ég gat varla andað. Ég hljóp svo til mömmu í fangið á henni og hélt áfram að gráta. Ég grét í svona klukkutíma eftir þetta," segir hún hlæjandi. Auður Eva, sem er í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði, segir Bieber vera fullkominn á alla vegu. "Hann er líka svo indæll. Ég er sko alls ekki búin að jafna mig og ég mun pottþétt aldrei gera það." Breskir fjölmiðlar greindu frá því daginn eftir tónleikana að þeim hefði seinkað um tvo tíma og vönduðu Bieber ekki kveðjurnar. Auður Eva segir það algjört kjaftæði. Tæknilegir örðugleikar hafi valdið því að þau þurftu að bíða í 45 mínútur eftir popparanum. "Þetta var ekki Justin að kenna og það var bara mjög illa gert af þeim af klína þessu öllu á hann."Jaden Smith var hress þegar hann hitti Auði Evu.Justin Bieber var ekki eina stjarnan sem Auður Eva hitti baksviðs því leikarinn Jaden Smith var einnig á svæðinu. Hann gaf henni miða með auglýsingu fyrir nýjustu kvikmynd sína After Earth sem kemur í bíó í júní. Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fleiri fréttir „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Sjá meira
"Þegar ég sá hann fyrst fannst mér hann bara vera í þrívídd, þetta var svo óraunverulegt," segir Auður Eva Peiser Ívarsdóttir, sem hitti goðið sitt Justin Bieber baksviðs fyrir tónleika í London um síðustu helgi. Auður Eva, sem er á fimmtánda aldursári, vann svokallaðan "meet and greet"-miða í gegnum aðdáendasíðu hans. Hún þurfti að senda þangað tölvupóst með ljósmynd af öllu Justin Bieber-dótinu sem hún átti, ásamt fleiri upplýsingum. Að auki lét hún fylgja með aukalega tveggja blaðsíðna langt bréf um að hún væri frá Íslandi og að hún væri á leiðinni til London á tónleikana. Hún bætti við að hún hefði staðið fyrir Bieber-göngunni á Íslandi árið 2011 ásamt vinkonum sínum. "Það voru um tvö þúsund manns sem tóku þátt í þessari keppni en bara tíu sem unnu og ég var ein af þeim," segir Auður Eva, sem er enn í skýjunum. "Ég fékk að vita kvöldið fyrir tónleikana að ég fengi að hitta hann og ég grét og grét." Hún segir fundinn með Bieber hafa verið draumi líkastan. "Þegar ég labbaði inn til að stilla mér upp við hliðina á honum þá var hann brosandi og rosalega ánægður og ég varð mjög glöð að sjá það." Eftir að tekin hafði verið mynd af þeim saman föðmuðust þau áður en Bieber þurfti að fara og hitta fleira fólk. "Ég labbaði tvö skref frá honum í gegnum eitthvert tjald og þá datt ég í gólfið og fór að hágráta. Ég gat varla andað. Ég hljóp svo til mömmu í fangið á henni og hélt áfram að gráta. Ég grét í svona klukkutíma eftir þetta," segir hún hlæjandi. Auður Eva, sem er í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði, segir Bieber vera fullkominn á alla vegu. "Hann er líka svo indæll. Ég er sko alls ekki búin að jafna mig og ég mun pottþétt aldrei gera það." Breskir fjölmiðlar greindu frá því daginn eftir tónleikana að þeim hefði seinkað um tvo tíma og vönduðu Bieber ekki kveðjurnar. Auður Eva segir það algjört kjaftæði. Tæknilegir örðugleikar hafi valdið því að þau þurftu að bíða í 45 mínútur eftir popparanum. "Þetta var ekki Justin að kenna og það var bara mjög illa gert af þeim af klína þessu öllu á hann."Jaden Smith var hress þegar hann hitti Auði Evu.Justin Bieber var ekki eina stjarnan sem Auður Eva hitti baksviðs því leikarinn Jaden Smith var einnig á svæðinu. Hann gaf henni miða með auglýsingu fyrir nýjustu kvikmynd sína After Earth sem kemur í bíó í júní.
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fleiri fréttir „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Sjá meira