Tugir árekstra á nokkrum klukkutímum: Lenti í tveimur árekstrum á korteri Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. mars 2013 06:00 Haukur Ingi Hjaltalín Komst loks í vinnuna í Turninum í Kópavogi eftir tvo árekstra á leið sinni úr Hafnarfirði. Fréttablaðið/Valli „Þetta var aðallega skemmtileg lífsreynsla,“ segir Haukur Ingi Hjaltalín, sem lenti í tveimur árekstrum á leið til vinnu í gær – í sitt hvorum bílnum. Haukur Ingi býr í Hafnarfirði og vinnur í Kópavogi. Um níuleytið í gærmorgun ók hann inn í blindbyl á Reykjanesbraut við Vífilsstaðaveg. „Það næsta sem ég sá var bíll þvert á veginum,“ segir Haukur. „Ég reyndi að komast framhjá og fór út í vegrið en klessti samt á hann. Ég var fjórði bíllinn í þeim árekstri. Það stóð maður á milli bílanna og þótt ég væri ekki nema á tuttugu kílómetra hraða þá sleikti bíllinn á honum rassinn svo honum rétt tókst að stökkva frá.“ Haukur segir manninn sem slapp svo naumlega hafa sagst vera með þriggja daga gamalt barn í bílnum svo greitt hafi verið fyrst úr hans málum. Sjálfur hafi hann sest inn í bíl frá Aðstoð & öryggi þegar fulltrúi fyrirtækisins mætti á staðinn. „Þá kom pallbíll og keyrði á þann bíl og svo þriðji bílinn sem klessti á pallbílinn,“ segir Haukur, sem kveðst í fyrstu hafa verið mjög pirraður yfir atburðarásinni enda óljóst hver væri í rétti. Upplifunin hafi þó verið merkileg. „Það er óneitanlega dálítið sérstakt að lenda í árekstri með fimmtán mínútna millibili á sitt hvorum bílnum.“ Sindri Ásbjörnsson hjá Aðstoð & öryggi segir að um klukkan hálfþrjú í gær hafi starfsmenn fyrirtækisins verið búnir að sinna um þrjátíu árekstrum. „Þetta var stórkostlega erfiður dagur,“ sagði Sindri. Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
„Þetta var aðallega skemmtileg lífsreynsla,“ segir Haukur Ingi Hjaltalín, sem lenti í tveimur árekstrum á leið til vinnu í gær – í sitt hvorum bílnum. Haukur Ingi býr í Hafnarfirði og vinnur í Kópavogi. Um níuleytið í gærmorgun ók hann inn í blindbyl á Reykjanesbraut við Vífilsstaðaveg. „Það næsta sem ég sá var bíll þvert á veginum,“ segir Haukur. „Ég reyndi að komast framhjá og fór út í vegrið en klessti samt á hann. Ég var fjórði bíllinn í þeim árekstri. Það stóð maður á milli bílanna og þótt ég væri ekki nema á tuttugu kílómetra hraða þá sleikti bíllinn á honum rassinn svo honum rétt tókst að stökkva frá.“ Haukur segir manninn sem slapp svo naumlega hafa sagst vera með þriggja daga gamalt barn í bílnum svo greitt hafi verið fyrst úr hans málum. Sjálfur hafi hann sest inn í bíl frá Aðstoð & öryggi þegar fulltrúi fyrirtækisins mætti á staðinn. „Þá kom pallbíll og keyrði á þann bíl og svo þriðji bílinn sem klessti á pallbílinn,“ segir Haukur, sem kveðst í fyrstu hafa verið mjög pirraður yfir atburðarásinni enda óljóst hver væri í rétti. Upplifunin hafi þó verið merkileg. „Það er óneitanlega dálítið sérstakt að lenda í árekstri með fimmtán mínútna millibili á sitt hvorum bílnum.“ Sindri Ásbjörnsson hjá Aðstoð & öryggi segir að um klukkan hálfþrjú í gær hafi starfsmenn fyrirtækisins verið búnir að sinna um þrjátíu árekstrum. „Þetta var stórkostlega erfiður dagur,“ sagði Sindri.
Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira