Tugir árekstra á nokkrum klukkutímum: Lenti í tveimur árekstrum á korteri Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. mars 2013 06:00 Haukur Ingi Hjaltalín Komst loks í vinnuna í Turninum í Kópavogi eftir tvo árekstra á leið sinni úr Hafnarfirði. Fréttablaðið/Valli „Þetta var aðallega skemmtileg lífsreynsla,“ segir Haukur Ingi Hjaltalín, sem lenti í tveimur árekstrum á leið til vinnu í gær – í sitt hvorum bílnum. Haukur Ingi býr í Hafnarfirði og vinnur í Kópavogi. Um níuleytið í gærmorgun ók hann inn í blindbyl á Reykjanesbraut við Vífilsstaðaveg. „Það næsta sem ég sá var bíll þvert á veginum,“ segir Haukur. „Ég reyndi að komast framhjá og fór út í vegrið en klessti samt á hann. Ég var fjórði bíllinn í þeim árekstri. Það stóð maður á milli bílanna og þótt ég væri ekki nema á tuttugu kílómetra hraða þá sleikti bíllinn á honum rassinn svo honum rétt tókst að stökkva frá.“ Haukur segir manninn sem slapp svo naumlega hafa sagst vera með þriggja daga gamalt barn í bílnum svo greitt hafi verið fyrst úr hans málum. Sjálfur hafi hann sest inn í bíl frá Aðstoð & öryggi þegar fulltrúi fyrirtækisins mætti á staðinn. „Þá kom pallbíll og keyrði á þann bíl og svo þriðji bílinn sem klessti á pallbílinn,“ segir Haukur, sem kveðst í fyrstu hafa verið mjög pirraður yfir atburðarásinni enda óljóst hver væri í rétti. Upplifunin hafi þó verið merkileg. „Það er óneitanlega dálítið sérstakt að lenda í árekstri með fimmtán mínútna millibili á sitt hvorum bílnum.“ Sindri Ásbjörnsson hjá Aðstoð & öryggi segir að um klukkan hálfþrjú í gær hafi starfsmenn fyrirtækisins verið búnir að sinna um þrjátíu árekstrum. „Þetta var stórkostlega erfiður dagur,“ sagði Sindri. Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
„Þetta var aðallega skemmtileg lífsreynsla,“ segir Haukur Ingi Hjaltalín, sem lenti í tveimur árekstrum á leið til vinnu í gær – í sitt hvorum bílnum. Haukur Ingi býr í Hafnarfirði og vinnur í Kópavogi. Um níuleytið í gærmorgun ók hann inn í blindbyl á Reykjanesbraut við Vífilsstaðaveg. „Það næsta sem ég sá var bíll þvert á veginum,“ segir Haukur. „Ég reyndi að komast framhjá og fór út í vegrið en klessti samt á hann. Ég var fjórði bíllinn í þeim árekstri. Það stóð maður á milli bílanna og þótt ég væri ekki nema á tuttugu kílómetra hraða þá sleikti bíllinn á honum rassinn svo honum rétt tókst að stökkva frá.“ Haukur segir manninn sem slapp svo naumlega hafa sagst vera með þriggja daga gamalt barn í bílnum svo greitt hafi verið fyrst úr hans málum. Sjálfur hafi hann sest inn í bíl frá Aðstoð & öryggi þegar fulltrúi fyrirtækisins mætti á staðinn. „Þá kom pallbíll og keyrði á þann bíl og svo þriðji bílinn sem klessti á pallbílinn,“ segir Haukur, sem kveðst í fyrstu hafa verið mjög pirraður yfir atburðarásinni enda óljóst hver væri í rétti. Upplifunin hafi þó verið merkileg. „Það er óneitanlega dálítið sérstakt að lenda í árekstri með fimmtán mínútna millibili á sitt hvorum bílnum.“ Sindri Ásbjörnsson hjá Aðstoð & öryggi segir að um klukkan hálfþrjú í gær hafi starfsmenn fyrirtækisins verið búnir að sinna um þrjátíu árekstrum. „Þetta var stórkostlega erfiður dagur,“ sagði Sindri.
Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira