Birkir Már Sævarsson var bæði glaður en svekktur í leikslok. Birkir fékk áminningu í fyrri hálfleik og verður fyrir vikið í leikbanni í fyrri leiknum í umspilinu.
„Mér fannst þetta ekki vera gult. Mér fannst ég ekki geta gert mikið. Hann hljóp inn í mig,“ sagði Birkir og óhætt er að taka undir skoðun hans. Átta leikmenn í landsliðshópnum voru á hættusvæði en bakvörðurinn sá eini sem hlaut spjald. Birkir var skiljanlega fúll.
„Ég hugsaði orð sem ég ætla ekki að segja í sjónvarpi,“ sagði bakvörðurinn eldfljóti sem var þrátt fyrir vonbrigðin afar sáttur.
„Þetta er langstærsta fótboltaaugnablikið á ferlinum,“ sagði Birkir um afrek liðsins.
Í lok viðtalsins kom Lars Lagerbäck og klappaði á öxlina á Birki.
„Þetta er vandamálið þitt. Þú ert alltof grófur,“ sagð sá sænski í gríni og Birkir brosti út að eyrum.
Birkir hugsaði orð sem hann vildi ekki deila með blaðamönnum
Kolbeinn Tumi Daðason í Ósló skrifar

Mest lesið





Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn

Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti



Mættur aftur tuttugu árum seinna
Körfubolti

Fleiri fréttir
