„Boxari sem stendur uppréttur eftir tíu lotur á alltaf möguleika“ Kolbeinn Tumi Daðason í Ósló skrifar 15. október 2013 22:05 Lars einbeittur á Ullevaal í kvöld. Mynd/Vilhelm „Ég get ekki komið gleði minni í orð. Leikmenn og starfsfólk hafa lagt svo hart að sér. Þetta ár hefur verið frábært enda strákarnir bætt leik sinn stöðugt,“ sagði þjálfarinn Lars Lagerbäck. Lagerbäck kom Svíum á hvert stórmótið á fætur öðru á síðasta áratug. Hvernig metur hann þetta afrek í því samhengi? „Þetta afrek er sérstakt. Á ferðalögum mínum í kjölfar þess að ég tók að mér starfið voru allir sem ég hitti eitt stórt spurningamerki. Hvers vegna hafði ég tekið að mér starfið? Hvers vegna að hafa til Íslands. Þið eigið enga möguleika. Það gerir það ennþá yndislegra að eiga kost á tveimur leikjum í viðbót og geta komist til Brasilíu.“ Lagerbäck sagði að leikmenn og starfslið myndi njóta kvöldsins. Mikilvægt væri þó að allir áttuðu sig á því að þetta hafi ekki verið lokaskrefið. „Það eru tvö þrep eftir. Þetta var aðeins tíunda lota. Hnefaleikakappi sem stendur enn uppréttur eftir tíundu lotu á enn möguleika,“ sagði sá sænski. Framundan er umspil í nóvember og segir Svíinn möguleikann í tveimur leikjum alltaf töluverðan. „Hver sem andstæðingurinn verður þá verður hann erfiður. Við eigum þó möguleika þó erfitt sé að meta í prósentum hver hann er, 50 prósent, 30 prósent, 70 prósent,“ segir Lagerbäck. Liðið þurfi þó ekki að gefast upp gegn neinu liði. Þvert á móti. „Við getum unnið hvaða lið sem er. Ég veit auðvitað ekki hver andstæðingurinn verður en við eigum alltaf möguleika.“ Svíinn hrósaði sérstaklega stuðningnum í Ósló. „Mér skilst að aldrei hafi verið jafnmargir stuðningsmenn á útileik. Undir lokin hljómaði tromman og fólk söng „inn með boltann“. Auðvitað skiptir stuðningurinn miklu máli fyrir okkur, að fólki líki vel við landsliðið og styðji það.“ HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Sjá meira
„Ég get ekki komið gleði minni í orð. Leikmenn og starfsfólk hafa lagt svo hart að sér. Þetta ár hefur verið frábært enda strákarnir bætt leik sinn stöðugt,“ sagði þjálfarinn Lars Lagerbäck. Lagerbäck kom Svíum á hvert stórmótið á fætur öðru á síðasta áratug. Hvernig metur hann þetta afrek í því samhengi? „Þetta afrek er sérstakt. Á ferðalögum mínum í kjölfar þess að ég tók að mér starfið voru allir sem ég hitti eitt stórt spurningamerki. Hvers vegna hafði ég tekið að mér starfið? Hvers vegna að hafa til Íslands. Þið eigið enga möguleika. Það gerir það ennþá yndislegra að eiga kost á tveimur leikjum í viðbót og geta komist til Brasilíu.“ Lagerbäck sagði að leikmenn og starfslið myndi njóta kvöldsins. Mikilvægt væri þó að allir áttuðu sig á því að þetta hafi ekki verið lokaskrefið. „Það eru tvö þrep eftir. Þetta var aðeins tíunda lota. Hnefaleikakappi sem stendur enn uppréttur eftir tíundu lotu á enn möguleika,“ sagði sá sænski. Framundan er umspil í nóvember og segir Svíinn möguleikann í tveimur leikjum alltaf töluverðan. „Hver sem andstæðingurinn verður þá verður hann erfiður. Við eigum þó möguleika þó erfitt sé að meta í prósentum hver hann er, 50 prósent, 30 prósent, 70 prósent,“ segir Lagerbäck. Liðið þurfi þó ekki að gefast upp gegn neinu liði. Þvert á móti. „Við getum unnið hvaða lið sem er. Ég veit auðvitað ekki hver andstæðingurinn verður en við eigum alltaf möguleika.“ Svíinn hrósaði sérstaklega stuðningnum í Ósló. „Mér skilst að aldrei hafi verið jafnmargir stuðningsmenn á útileik. Undir lokin hljómaði tromman og fólk söng „inn með boltann“. Auðvitað skiptir stuðningurinn miklu máli fyrir okkur, að fólki líki vel við landsliðið og styðji það.“
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Sjá meira