Eitt stærsta fiskeldisverkefni heims að hefjast á Reykjanesi Kristján Már Unnarsson skrifar 23. ágúst 2013 18:45 Halldór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stolt Sea Farm á Íslandi. Myndir/Baldur Hrafnkell. Stærsta fiskeldisstöð sem reist hefur verið á landi hérlendis, og jafnframt ein sú stærsta í heiminum, hóf starfsemina á Reykjanesi í dag þegar fyrstu seiðin af Senegal-flúru komu í eldiskerin. Framkvæmdir hófust fyrir aðeins sextán mánuðum á vegum norska félagsins Stolt Sea Farm og vinna um áttatíu manns að smíðinni. Þetta er ein stærsta erlenda fjárfesting sem ráðist hefur verið í hérlendis eftir hrun og hleypur á nokkrum milljörðum króna. En það er hins vegar koma þessara kerja frá útlöndum sem markar upphaf sjálfs fiskeldisins. „Það gerðist í dag að við fengum fyrstu seiðin í hús. Þetta eru svona tímamót að vissu marki því það sem gerst hefur á undan eru fyrst og fremst framkvæmdir," segir Halldór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stolt Sea Farm á Íslandi, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Senegal-flúran kann best við sig í hlýjum sjó og finnst einkum við strendur Afríku og allt norður til Frakklands. Seiðin koma hingað örsmá, um einn og hálfur sentímetri á lengd, og þriðjungur úr grammi, en hér er ætlunin að láta þau þúsundfalda þyngd sína á einu ári og gera þau að einum verðmætasta eldisfiski heims.Seiði Senegal-flúrunnar komin í eldiskerin á Reykjanesi í dag. Þau eru aðeins um 1,5 sentímetrar að lengd og 0,35 grömm að þyngd. Í sláturstærð eftir eitt ár verða þetta 350-400 gramma fiskar.Starfsmenn við eldið eru orðnir tuttugu talsins en þeim á eftir að fjölga upp í áttatíu. Páll Þorbjörnsson eldisstjóri segir þetta verða stærstu eldisstöð á Íslandi á landi og þetta sé því mikil áskorun fyrir starfsmennina og alla þá sem koma að þessu verkefni að láta það ganga upp. Aðeins þriðjungur væntanlegra bygginga er risinn en fiskeldiskerin verða öll undir þaki, samtals á 75 þúsund fermetrum, sem er fjórfalt stærra en Bauhaus-byggingin í Reykjavík, enda segir Halldór framkvæmdastjóri að í fiskeldi á landi sé þetta eitt stærsta verkefni í heiminum. Samstarf við HS Orku er forsenda fiskeldisins, en stöðin nýtir heitt affallsvatn frá Reykjanesvirkjun til að ná fram kjörhita fyrir þennan útlenda hlýsjávarfisk. Nánar er fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Stærsta fiskeldisstöð sem reist hefur verið á landi hérlendis, og jafnframt ein sú stærsta í heiminum, hóf starfsemina á Reykjanesi í dag þegar fyrstu seiðin af Senegal-flúru komu í eldiskerin. Framkvæmdir hófust fyrir aðeins sextán mánuðum á vegum norska félagsins Stolt Sea Farm og vinna um áttatíu manns að smíðinni. Þetta er ein stærsta erlenda fjárfesting sem ráðist hefur verið í hérlendis eftir hrun og hleypur á nokkrum milljörðum króna. En það er hins vegar koma þessara kerja frá útlöndum sem markar upphaf sjálfs fiskeldisins. „Það gerðist í dag að við fengum fyrstu seiðin í hús. Þetta eru svona tímamót að vissu marki því það sem gerst hefur á undan eru fyrst og fremst framkvæmdir," segir Halldór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stolt Sea Farm á Íslandi, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Senegal-flúran kann best við sig í hlýjum sjó og finnst einkum við strendur Afríku og allt norður til Frakklands. Seiðin koma hingað örsmá, um einn og hálfur sentímetri á lengd, og þriðjungur úr grammi, en hér er ætlunin að láta þau þúsundfalda þyngd sína á einu ári og gera þau að einum verðmætasta eldisfiski heims.Seiði Senegal-flúrunnar komin í eldiskerin á Reykjanesi í dag. Þau eru aðeins um 1,5 sentímetrar að lengd og 0,35 grömm að þyngd. Í sláturstærð eftir eitt ár verða þetta 350-400 gramma fiskar.Starfsmenn við eldið eru orðnir tuttugu talsins en þeim á eftir að fjölga upp í áttatíu. Páll Þorbjörnsson eldisstjóri segir þetta verða stærstu eldisstöð á Íslandi á landi og þetta sé því mikil áskorun fyrir starfsmennina og alla þá sem koma að þessu verkefni að láta það ganga upp. Aðeins þriðjungur væntanlegra bygginga er risinn en fiskeldiskerin verða öll undir þaki, samtals á 75 þúsund fermetrum, sem er fjórfalt stærra en Bauhaus-byggingin í Reykjavík, enda segir Halldór framkvæmdastjóri að í fiskeldi á landi sé þetta eitt stærsta verkefni í heiminum. Samstarf við HS Orku er forsenda fiskeldisins, en stöðin nýtir heitt affallsvatn frá Reykjanesvirkjun til að ná fram kjörhita fyrir þennan útlenda hlýsjávarfisk. Nánar er fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira