Eitt stærsta fiskeldisverkefni heims að hefjast á Reykjanesi Kristján Már Unnarsson skrifar 23. ágúst 2013 18:45 Halldór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stolt Sea Farm á Íslandi. Myndir/Baldur Hrafnkell. Stærsta fiskeldisstöð sem reist hefur verið á landi hérlendis, og jafnframt ein sú stærsta í heiminum, hóf starfsemina á Reykjanesi í dag þegar fyrstu seiðin af Senegal-flúru komu í eldiskerin. Framkvæmdir hófust fyrir aðeins sextán mánuðum á vegum norska félagsins Stolt Sea Farm og vinna um áttatíu manns að smíðinni. Þetta er ein stærsta erlenda fjárfesting sem ráðist hefur verið í hérlendis eftir hrun og hleypur á nokkrum milljörðum króna. En það er hins vegar koma þessara kerja frá útlöndum sem markar upphaf sjálfs fiskeldisins. „Það gerðist í dag að við fengum fyrstu seiðin í hús. Þetta eru svona tímamót að vissu marki því það sem gerst hefur á undan eru fyrst og fremst framkvæmdir," segir Halldór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stolt Sea Farm á Íslandi, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Senegal-flúran kann best við sig í hlýjum sjó og finnst einkum við strendur Afríku og allt norður til Frakklands. Seiðin koma hingað örsmá, um einn og hálfur sentímetri á lengd, og þriðjungur úr grammi, en hér er ætlunin að láta þau þúsundfalda þyngd sína á einu ári og gera þau að einum verðmætasta eldisfiski heims.Seiði Senegal-flúrunnar komin í eldiskerin á Reykjanesi í dag. Þau eru aðeins um 1,5 sentímetrar að lengd og 0,35 grömm að þyngd. Í sláturstærð eftir eitt ár verða þetta 350-400 gramma fiskar.Starfsmenn við eldið eru orðnir tuttugu talsins en þeim á eftir að fjölga upp í áttatíu. Páll Þorbjörnsson eldisstjóri segir þetta verða stærstu eldisstöð á Íslandi á landi og þetta sé því mikil áskorun fyrir starfsmennina og alla þá sem koma að þessu verkefni að láta það ganga upp. Aðeins þriðjungur væntanlegra bygginga er risinn en fiskeldiskerin verða öll undir þaki, samtals á 75 þúsund fermetrum, sem er fjórfalt stærra en Bauhaus-byggingin í Reykjavík, enda segir Halldór framkvæmdastjóri að í fiskeldi á landi sé þetta eitt stærsta verkefni í heiminum. Samstarf við HS Orku er forsenda fiskeldisins, en stöðin nýtir heitt affallsvatn frá Reykjanesvirkjun til að ná fram kjörhita fyrir þennan útlenda hlýsjávarfisk. Nánar er fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Stærsta fiskeldisstöð sem reist hefur verið á landi hérlendis, og jafnframt ein sú stærsta í heiminum, hóf starfsemina á Reykjanesi í dag þegar fyrstu seiðin af Senegal-flúru komu í eldiskerin. Framkvæmdir hófust fyrir aðeins sextán mánuðum á vegum norska félagsins Stolt Sea Farm og vinna um áttatíu manns að smíðinni. Þetta er ein stærsta erlenda fjárfesting sem ráðist hefur verið í hérlendis eftir hrun og hleypur á nokkrum milljörðum króna. En það er hins vegar koma þessara kerja frá útlöndum sem markar upphaf sjálfs fiskeldisins. „Það gerðist í dag að við fengum fyrstu seiðin í hús. Þetta eru svona tímamót að vissu marki því það sem gerst hefur á undan eru fyrst og fremst framkvæmdir," segir Halldór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stolt Sea Farm á Íslandi, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Senegal-flúran kann best við sig í hlýjum sjó og finnst einkum við strendur Afríku og allt norður til Frakklands. Seiðin koma hingað örsmá, um einn og hálfur sentímetri á lengd, og þriðjungur úr grammi, en hér er ætlunin að láta þau þúsundfalda þyngd sína á einu ári og gera þau að einum verðmætasta eldisfiski heims.Seiði Senegal-flúrunnar komin í eldiskerin á Reykjanesi í dag. Þau eru aðeins um 1,5 sentímetrar að lengd og 0,35 grömm að þyngd. Í sláturstærð eftir eitt ár verða þetta 350-400 gramma fiskar.Starfsmenn við eldið eru orðnir tuttugu talsins en þeim á eftir að fjölga upp í áttatíu. Páll Þorbjörnsson eldisstjóri segir þetta verða stærstu eldisstöð á Íslandi á landi og þetta sé því mikil áskorun fyrir starfsmennina og alla þá sem koma að þessu verkefni að láta það ganga upp. Aðeins þriðjungur væntanlegra bygginga er risinn en fiskeldiskerin verða öll undir þaki, samtals á 75 þúsund fermetrum, sem er fjórfalt stærra en Bauhaus-byggingin í Reykjavík, enda segir Halldór framkvæmdastjóri að í fiskeldi á landi sé þetta eitt stærsta verkefni í heiminum. Samstarf við HS Orku er forsenda fiskeldisins, en stöðin nýtir heitt affallsvatn frá Reykjanesvirkjun til að ná fram kjörhita fyrir þennan útlenda hlýsjávarfisk. Nánar er fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira